Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
429. fundur 10. júní 2021 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúi fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Farið yfir verkefnalista fræðslunefndar.
Staða verkefna á verkefnalista fræðslunefndar kynnt.

2.Framúrskarandi skólaumhverfi - hvatningaverðlaun til skóla - 2021060029

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar óskaði eftir ábendingum um framúrskarandi skólaumhverfi í leikskólum, grunnskólum og dægradvöl Ísafjarðarbæjar skólaárið 2020-2021. Ábendingarnar máttu koma úr skólasamfélaginu, frá foreldrum eða öðrum íbúum vegna verkefna eða annars sem hefur þótt áhugavert, verið hvetjandi, framúrstefnulegt og sjálfsprottið meðal starfsfólks og nemenda. Markmiðið er að vekja athygli á og veita viðurkenningu fyrir metnaðarfullt skóla- og frístundastarf. Kynntar þær ábendingar sem bárust til skóla- og tómstundasviðs.
Sviðsstjóra falið að veita viðurkenningu til skóla, sem þykir hafa sýnt framúrskarandi skólaumhverfi.

3.Skóladagatöl grunnskóla skólaárið 2021-2022 - 2021050067

Lögð fram skóladagatöl grunnskólans á Suðureyri og grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2021-2022.
Fræðslunefnd frestar málinu þar til á næsta fundi.

4.Erindi frá leik- og grunnskólastjórum á Þingeyri og Flateyri - 2021040074

Kynnt er minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa. Fræðslunefnd kallaði eftir kostnaðargreiningu á 427. fundi sínum þann 29. apríl 2021, vegna óska Ernu Höskuldsdóttur leik- og grunnskólastjóra þess efnis að endurskoðað yrði það fyrirkomulag að skólastjóri stýrði bæði leik- og grunnskóla á Þingeyri.
Fræðslunefnd leggur til að auglýst verði eftir leikskólastjóra á Þingeyri og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

5.Skóladagatöl leikskóla skólaárið 2021-2022 - 2021040011

Lögð fram skóladagatöl fyrir leikskólana Tjarnarbæ á Suðureyri og Grænagarð á Flateyri, fyrir skólaárið 2021-2022
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við dagatölin.

6.Skólapúlsinn 2021_starfsmannakönnun - 2021060018

Kynntar niðurstöður starfsmannakönnunar Skólapúlsins 2021 á leikskólanum Sólborg Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?