Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
330. fundur 13. mars 2013 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varaformaður
  • Ólöf Hildur Gísladóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson formaður
  • Sigurlína Jónasdóttir skóla- og daggæslufulltrúi
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Benedikt Bjarnason og Auður Helga Ólafsdóttir mættu ekki og enginn í þeirra stað.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskóla: Guðríður Guðmundsdóttir fyrir leikskólastjóra og Sif Huld Albertsdóttir fyrir foreldra.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskóla: Edda Graichen og Elfar Reynisson, fulltrúar k

1.Úttekt á starfi leikskóla innan sveitarfélaga - 2012120019

Lagt fram bréf, dagsett 7. febrúar 2013, frá Þóru Björk Jónsdóttur, deildarstjóra matsdeildar Námsmatsstofnunar, þar sem tilkynnt er að samþykkt hafi verið að gera ytra mat á starfsemi leikskólans Sólborgar haustið 2013.
Fræðslunefnd fagnar því að umsókn um ytra mat á starfsemi Sólborgar hafi verið samþykkt.

2.Ósk um að ráða starfsmann á Sólborg - 2013020069

Lagt fram bréf dagsett 25. febrúar 2013, frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Sólborg, þar sem hún óskar eftir að fá að ráða starfsmann í 80% starf fram að sumarleyfi leikskólans og þá verði staðan endurmetin.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að beiðnin verði samþykkt.

3.Ósk um niðurgreiðslu vegna barns sem er á biðlista eftir leikskólaplássi á Ísafirði. - 2013030002

Lagt fram bréf dagsett 1. mars 2013, frá Guðmundi Hauki Sigurlaugssyni og Kristjönu Valgeirsdóttur þar sem óskað er eftir að tekið sé tillit til þess auka kostnaðar sem er hjá þeim vegna þess að barnið þeirra er í leikskólanum á Suðureyri, en þau búa á Ísafirði. Barnið hefur ekki fengið úthlutað leikskólaplássi á Ísafirði en það varð 18. mánaða um síðustu áramót. Þau óska eftir að fá niðurgreitt til jafns við foreldra barna sem orðin eru 18. mánaða og eru hjá dagforeldrum.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum Skóla- og tómstundasviðs að vinna frekar að málinu í samræmi við umræðurnar á fundinum.

4.Fréttabréf - 2012030049

Lagt fram febrúarfréttabréf Grunnskólans á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsóknir um úttektir á grunnskólum - 2011120054

Lögð fram umbótaáætlun frá Grunnskólanum á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

6.Skýrslur grunnskóla 2013 - 2013020050

Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs fór yfir umræður af fundi sem fræðslunefnd átti með skólastjórnendum og nokkrum kennurum Grunnskólans á Ísafirði, fimmtudaginn 7. mars 2013. Á fundinum var farið yfir þær spurningar sem snúa að fræðsluyfirvöldum.
Starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðurnar á fundinum.
7. 2013-03-0021. Gunnhildur Björk Elíasdóttir fulltrúi foreldra mætti ekki. Gunnhildur óskaði eftir í símtali að bókað yrði að ástæðan fyrir því að hún mætti ekki væri sú að þegar hún tók að sér að vera áheyrnarfulltrúi var henni sagt að greitt yrði fyrir akstur og fundarsetur. Þar sem að svo er ek

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?