Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
410. fundur 24. október 2019 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir Skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi stjórnenda, Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir og Erna Sigrún Jónsdóttir, fulltrúar kennara.
Áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi stjórnenda, Jóna Lind Kristjánsdóttir, fulltrúi starfsmanna og Catherine P. Chambers, fulltrúi foreldra leikskólabarna.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Ytra mat á grunnskólanum á Þingeyri og grunnskóla Önundarfjarðar 2019 - 2019070017

Lögð fram umbótaáætlun fyrir grunnskólann í Önundarfirði og grunnskólann á Þingeyri
Lagt fram til kynningar

3.Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019 - 2019090103

Lagður fram tölvupóstur Svandísar Ingimundardóttur, skólamálafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 19. september sl., vegna Skólaþings sveitarfélaga 2019.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1076. fundi sínum 30. september sl., og vísaði því til fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.

4.leiðbeinandi álit_tvöföld skólavist barns í leik- og grunnskóla - 2019100022

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. september sl., og hefur að geyma leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskóla sem unnið hefur verið af sérfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tilefni álitsins er fjölgun beiðna frá forsjáraðilum barna til sveitarfélaga um tvöfalda grunnskólagöngu nemenda. Þá er í álitinu einnig fjallað um eldra álit sambandsins frá 2013 sem varðaði tvöfalda leikskólavist.

Lagt fram til kynningar.

5.Ytra mat á leikskólunum Grænagarði og Laufási 2019 - 2019070007

Lögð fram umbótaáætlun leikskólans Laufáss á Þingeyri vegna ytra mats sem unnið var á vegum Menntamálastofnunnar fyrir mennta- og menningamálaráðuneytið og Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

6.Leikskólamál í Skutulsfirði - 2017050131

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar stöðuna á biðlista fyrir leikskólavist á leikskólunum í Skutulsfirði.
Lagt fram til kynningar, fræðslunefnd áréttar að tekin séu börn inn á leikskólana eftir aldri en ekki kyni.

7.Málefni leikskóla haust 2018 - 2018080029

Kynnt hvernig til hefur tekist að innleiða nýjar viðmiðunarreglur leikskólanna.
Kynnt staðan á innleiðingu á nýjum viðmiðunarreglum leikskólanna.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?