Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 30. fundur - 21. júní 2016

 Dagskrá:

1.  

Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005

 

Lögð fram beiðni Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 24. maí, um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði.
Bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

Nefndin þakkar framlagða tillögðu og hvetur Fjórðungssambandið til áframhaldandi vinnu með þeirri von að skýrslan verði vegvísir að framtíðarsýn svæðisins.

 

   

2.  

Bílastæði innan þéttbýlis - 2016030025

 

Lagður fram tölvupóstur umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 14.6.2016, til skipulags- og mannvirkjanefndar um nýtingu lóðar við Sindragötu 4a undir bílastæði.

 

Nefndin þakkar tæknideild fyrir vel unna tillögu.

 

   

3.  

Umsókn um rekstur tjaldsvæðis - 2016060041

 

Lögð fram umsókn Daníels Jakobssonar f.h. Hótels Ísafjarðar dags. 15.6.2016 um leyfi til reksturs tjaldsvæðis við heimavist Menntaskólans á Ísafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Gamlir ruslahaugar innan þéttbýlis. - 2016060055

 

Lögð fram yfirlitsmynd umhverfisfulltrúa þar sem merktir eru gamlir ruslahaugar í Skutulsfirði.

 

Tæknideild falið að vinna að lausn á þeim vanda sem upp er kominn vegna jarðvegsframkvæmda á Suðurtanga. Rætt um það vandamál sem blasir við þegar hafist verður handa við jarðvegsvinnu á ákveðnum uppfyllingum á Ísafirði og hvernig unnið skuli úr gömlu sorpi sem komið hefur upp á undanförnum árum.

 

   

5.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

 

Lögð fram beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 8. júní um tillögur og ábendingar vegna endurskoðunar laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Erla Rún Sigurjónsdóttir

Kristín Hálfdánsdóttir

 

Jóna Símonía Bjarnadóttir

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

 

Ralf Trylla

Brynjar Þór Jónasson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?