Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 23. fundur - 10. desember 2015

 Dagskrá:

1.  

Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043

 

1) Endurskoðun rekstrarforms tjaldsvæða í sveitarfélaginu.
2) Lagður fram tölvupóstur frá Hákoni Ásgeirssyni dags. 30.11.2016 þar sem Umhverfisstofnun óskar eftir svari frá Ísafjarðarbæ um rekstur salerna við Dynjanda sumarið 2016 og afstöðu fyrir gjaldtöku fyrir veitta þjónustu við Dynjanda.

 

Nefndin telur eðlilegt að Umhverfisstofnun verði boðin salerni í eigu Ísafjarðarbæjar til afnota þar til stofnunin hefur komið upp eigin salernum, gegn því að hún sjái alfarið um rekstur og viðhald þeirra á næsta ári. Umhverfis- og framkvæmdanefnd setur sig ekki upp á móti gjaldtöku fyrir veitta þjónustu á svæðinu. Nefndin felur starfsmanni sínum að svara erindi Umhverfisstofnunar í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

2.  

Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034

 

Lögð fram tillaga upplýsingafulltrúa um breytingu erindisbréfs nefndarinnar og bæjarmálasamþykktar. Lögð fram drög að erindisbréfi fjallskilanefndar.

 

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

 

   

3.  

Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ. - 2011110042

 

Lögð fram tillaga tæknideildar Ísafjarðarbæjar um breytingar á snjómokstursreglum.

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar tillögunum til bæjarstjórnar og leggur til að þær verði samþykktar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

 

   

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Lína Björg Tryggvadóttir

Kristín Hálfdánsdóttir

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Gísli Elís Úlfarsson

 

Gísli Halldór Halldórsson

Brynjar Þór Jónasson

 

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Ralf Trylla

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?