Öldungaráð - 3. fundur - 12. október 2016

Dagskrá:

1.  

Húsnæðismál eldri borgara. - 2016090034

 

Öldungaráð samþykkti á fundi sínum þann 14. September s.l. að kalla til viðræðna fulltrúa frá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar og fulltrúa byggingaverktaka.
Mættir til fundar voru: Axel Rodriguez Överby, Garðar Sigurgeirsson og Sveinn Ingi Guðbjörnsson.

 

Axel Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar kynnti vinnu sem hefur farið fram á umhverfis- og eignasviði og varðar byggingu á húsnæði fyrir eldri borgara. Garðar Sigurgeirsson og Sveinn Ingi Guðbjörnsson frá Vestfirskum verktökum mættu til fundar við ráðið og svöruðu fyrirspurnum frá fulltrúum í ráðinu. Þeir lýstu sig tilbúna til samvinnu um úrræði sem gagnast gætu eldri borgurum í húsnæðismálum.

 

   

2.  

Heilsuefling. - 2016090035

 

Á fundi sínum þann 14. september s.l. var ákveðið að óska eftir viðræðum við formann og framkvæmdastjóra HSV. Þær Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir mættu til fundar við ráðið.

 

Sigríður og Guðný ræddu við nefndina um hlutverk HSV gagnvart Kubba, íþróttafélagi aldraðra. M.a. var rætt um hvort HSV gæti haft aðkomu að aukinni þjónustu við eldri borgara t.d. með því að útvega starfsmann til þess að stýra skipulagi íþrótta- og tómstundamála hjá þeim. Jafnframt rætt um púttvöllinn á Torfnesi og umhirðu hans.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

Björn Helgason

 

Guðný Sigríður Þórðardóttir

Halla Sigurðardóttir

 

Guðmundur Hagalínsson

Auður Helga Ólafsdóttir

 

Magnús Reynir Guðmundsson

Margrét Geirsdóttir

 

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?