Nefnd um sorpmál - 29. fundur - 22. janúar 2014

1.                  Sorpmagn fyrir árið 2013. 2011-03-0081.

Lagðar fram magntölur fyrir sorpmagn og endurvinnsluefni fyrir árið 2013.  Magnið er álíka mikið og fyrir árið 2012, endurvinnsluefni frá heimilum eru 17%.

Lagt fram til kynningar.

 

2.                  Umhverfisverkefni 2014. 2013-12-0032.

Lögð fyrir áætlun um umhverfisverkefni 2014 frá umhverfisfulltrúa.

Nefndin leggur til við umhverfisfulltrúa að hafa samband við lóðarhafa sem liggja að Skutulsfjarðarbraut frá Hauganesi að Vallartúni og óska eftir samstarfi vegna hreinsunar og umhirðu lóða.  Jafnframt að senda hafnarstjórn bréf um það hvernig þeir sjái fyrir sér hreinsun og tiltekt á hafnarsvæðum í sveitarfélaginu í vor.

 

3.                  Græn vika 2014. 2013-06-0102

Lögð fyrir áætlun fyrir græna viku 2014, gert er ráð fyrir að hún verði frá 25.maí til 1. júní.

Umhverfisfulltrúa falið að halda áfram með áætlunina og ræða við grunn- og leikskóla um samstarf.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18:05

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Henry Bæringsson.                                                                               

Geir Sigurðsson.                                

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs.                                                                        

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?