Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 42. fundur - 17. febrúar 2015

Þetta var gert:          

 

1.      Frágangur innanhúss. 2011-12-0009

Ágúst Gíslason, byggingarstjóri fór yfir gang mála með framkvæmdir innanhúss.  Verkið gengur mjög vel og telst vera á áætlun.  Innréttingar í hús 1 eru tilbúnar á bretti og ættu að fara upp í lok mars.

 

2.      Búnaðarkaup í hjúkrunarheimilið. 2011-12-0009

Í ljósi búnaðarskorts á núverandi rýmum í Heilbrigðisstofnun Vestfjarða telur nefndin ófullnægjandi að Velferðarráðuneytið leggi einungis til 60% fjármagns í 19 af 30 rýmum.

 

3.      Önnur mál

Fyrirhugaður er fundur með fulltrúum Velferðarráðuneytisins næstu daga.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:55.

  

Sigurður Pétursson, formaður.

 

 

Magnús Reynir Guðmundsson.                                            Gísli Halldór Halldórsson.

 

 

Kristín Hálfdánsdóttir           .                                                          Jóhann Birkir Helgason.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?