Félagsmálanefnd - 328. fundur - 13. maí 2009

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir. Rannveig Þorvaldsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Kristín Oddsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Guðný Steingrímsdóttir ritaði fundargerð.



Þetta var gert:


1. Starfsmarkmið félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.  2007-12-0001.



Lögð fram frumdrög að starfsmarkmiðum félagsmálanefndar. Erindi frestað.



2.  Þjónusta við aldraða í Ísafjarðarbæ.  2005-05-0005.


Fjallað um fyrirhugaða sumarlokun hjúkrunardeildar Tjarnar á Þingeyri, frá 1. júní til 13. júlí n.k.


 Félagsmálanefnd sýnir málinu skilning, en gerir athugasemd við aðdraganda þess og fyrirvara. Starfsmönnum falið að fara í viðræður við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um nauðsynleg viðbrögð.



3. Tímarit Öryrkjabandalags Íslands.


Lagt fram til kynningar tímarit Öryrkjabandalags Íslands frá apríl 2009.



4. Námsstefna um jafnréttisstarf í skólum.


Lagt fram til kynningar erindi Jafnréttisstofu þar sem boðið er til námsstefnu um jafnréttisstarf í skólum, þann 26. maí n.k. kl. 13:30 í Salnum í Kópavogi. Námsstefnan er haldin í tengslum við þróunarverkefnið Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum og nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.jafnrettiiskolum.is.



5. Evrópska vímuefnarannsóknin ESPAD.


Lagður fram til kynningar bæklingurinn ,,Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995-2007?. Þóroddur Bjarnason við Háskólann á Akureyri tók saman. Rafræna útgáfu má finna á www.espad.is.



6. ,,Samvinnan?, samvinna Vinnumálastofnunar og atvinnulífsins í uppbyggingu Íslands.


Lagður fram til kynningar bæklingurinn ,,Samvinnan?, þar sem kynnt er samvinna Vinnumálastofnunar og atvinnulífsins í uppbyggingu Íslands.



7. Sýning um mannréttindi á Listahátíð.


Lagt fram til kynningar erindi frá Guðrúnu Guðmundsdóttur, frkvstj. Mannréttindaskrifstofu Íslands, þar sem hún kynnir sýninguna ,,Hvernig verður þjóðmenning að stríðsmenningu??, sem sýnd verður á listahátíð í maí.



8. Ráðstefnan Keeping on track.


Lagt fram til kynningar boð á ráðstefnuna Keeping on track- Upgrading the skills of older workers, immigrants and women in healthcare, service and social sectors in Europe, sem haldin verður í Prag 4.-5. júní 2009 á vegum Landsskrifstofu Menntaáætlunar ESB (Leonardo) og fleirum. Nánari upplýsingar má finna á www.keepingontrack.net



9. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:10


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Ásthildur Gestsdóttir.


Kristín Oddsdóttir.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.


Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?