Bæjarráð - 760. fundur - 13. ágúst 2012

Þetta var gert:

 

1. Fundargerð nefndar

Fræðslunefnd 8/8., 322. fundur.

Fundargerðin er í 5 liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.  Samningur umhverfisráðuneytis og sveitarfélaga um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða – bréf frá umhverfisráðuneyti. 2012-01-0045.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við forsvarsmenn annarra sveitarfélaga sem að rekstrinum koma um breytingar á samningsdrögum.

 

3.  Afrit kæru á afgreiðslu umhverfisnefndar um nýtingu lóðar í Engidal – bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. 2012-08-0011.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs.

                                                                                                               

4.  Úrbætur á vegi í efri hluta Tunguskógar – bréf frá Félagi skógarbúa. 2012-08-0010.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs.

 

5. Afhending skýrslu um stöðu jafnréttismála hjá Ísafjarðarbæ – bréf frá Jafnréttisstofu. 2012-08-0009.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

 

6. Tillaga að starfsleyfi Olíudreifingar ehf. vegna olíubirgðastöðvar á Mávagarði. 2009-02-0030.

Lagt fram til kynningar.

 

7.  Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga – yfirlit. 2011-09-0036.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið klukkan 09.15.

 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri                                     

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                                        

Arna Lára Jónsdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?