Bæjarráð - 738. fundur - 20. febrúar 2012

Þetta var gert:

1.         Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2013-2015.  2011-08-0013.

Lögð fram drög að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árin 2013-2015 af Daníel Jakobssyni bæjarstjóra.

Lagt fram til kynningar nú, tekið fyrir aftur á næsta fundi bæjarráðs.   

 

2.         Fundargerðir nefnda.

            Félagsmálanefnd 14/2.  365. fundur.

            Fundargerðin er í tólf liðum.

            7. liður.  Bæjarráð þakkar skýrslu sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Þjónustuhópur aldraðra 3/2.  69. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.           

 

3.         Starfsmannastefna Ísafjarðarbæjar. - Skipan starfshóps til endurskoðunar. 2011-02-0053.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 17. febrúar sl., þar sem hann m.a. gerir tillögu um skipan starfshóps til að hefja endurskoðun á starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar, sem samþykkt var í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 16. maí 2002. Starfshópinn skipi eftirtaldir.

            Fulltrúar Ísafjarðarbæjar:        Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

                                                            Kristján Andri Guðjónsson.

            Fulltrúar starfsmanna:             Ingibjörg Kjartansdóttir.

                                                            Rannveig Þorvaldsdóttir.

            Starfsmenn með hópnum:       Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

                                                            Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um skipan starfshóps til endurskoðunar á starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar.

           

4.         Bréf frá nefndasviði Alþingis, tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun   2011-2022.  2012-02-0026.

Lagt fram bréf frá nefndasviði Alþingis dagsett 3. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022. 

Eftir umræður var málinu vísað til næsta fundar bæjarráðs.        

 

5.         Minnisblað. - Útboð á rekstri skíðasvæða Ísafjarðarbæjar.  2012-01-0029.

 Lagt fram minnisblað er greinir frá umfjöllun bæjarráðs og íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar á drögum sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs á útboði á skíðasvæðum Ísafjarðarbæjar í Tungudal og á Seljalandsdal í Skutulsfirði.

Eftir umræður var ákveðið að taka málið upp aftur í bæjarráði. 

 

6.         Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - Uppgjör framlaga 2011.  2010-12-0038.

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 10. febrúar sl., er fjallar um uppgjör og yfirlit framlaga úr sjóðnum á árinu 2011.

Lagt fram til kynningar.

           

7.         Mánaðarskýrsla Ísafjarðarbæjar febrúar 2012.  2011-11-0043.

Lögð fram mánaðarskýrsla Ísafjarðarbæjar fyrir febrúar 2012, unnin af Hálfdáni Bjarka Hálfdánssyni, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð þakkar skýrsluna, sem lögð er fram til kynningar í bæjarráði.

 

8.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - XXVI. landsþing sambandsins.  2012-02-0059.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 14. febrúar sl., þar sem greint er frá að XXVI. landsþing sambandsins verður haldið föstudaginn 23. mars 2012 á Hótel Reykjavík Natura.  Í bréfinu er sérstaklega bent á að sveitarfélög þurfi að kanna hvort breytingar hafi orðið á kjörnum fulltrúum þeirra á landsþing.

Lagt fram til kynningar.

 

9.         Bréf Skógræktarfélags Ísafjarðar. - Krafa um bætur.  2011-10-0053.

Lagt fram bréf  frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 9. febrúar sl., þar sem gerð er krafa um bætur á trjágróðri vegna fyrirhugaðra framkvæmda ofan Urðarvegar á Ísafirði.

            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

10.       Menntaskólinn á Ísafirði. - 127. fundargerð skólanefndar.

Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 127. fundi er haldinn var á skrifstofu skólameistara þann 13. febrúar sl.

Lagt fram til kynningar.

 

11.       Rekstrarstjórn Stjórnsýsluhúss. - Ársreikningur 2011.  2011-11-0067.

Lagður fram rekstrar- og efnahagsreikningur rekstrarstjórnar Stjórnsýsluhúss fyrir starfsárið 2011.  Reikningurinn er undirritaður af formanni stjórnar og gjaldkera.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:00.  

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs.

Albertína Elíasdóttir.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?