Bæjarráð - 601. fundur - 12. janúar 2009


Þetta var gert:


1. Fjárhagsáætlun ársins 2009. ? Vinna bæjarráðs.  2008-09-0008.



Á fund bæjarráðs er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri.  Lögð fram vinnugögn og farið yfir stöðuna með bæjarstjóra og fjármálastjóra.


 


2. Bréf bæjartæknifræðings. ? Lóðarfrágangur við Tjörn, Þingeyri. 2004-05-0049.


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 9. janúar sl., þar sem hann gerir grein fyrir opnun tilboða í verkið ,,Lóðaframkvæmdir við Tjörn á Þingeyri?.  Neðangreind tilboð bárust.































? Brautin sf.,   kr. 15.384.000,-  92,3%
? Úlfar ehf.,  kr. 10.713.350,-   64,3%
? Gröfuþjónusta Bjarna,   kr. 13.494.510,-   80,9%
? Sigmundur F. Þórðarson,   kr. 12.436.500,-   74,6%
? Kostnaðaráætlun  kr. 16.662.589,-   100%



Bæjartæknifræðingur leggur til að gengið verði til samninga við Úlfar ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.


Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Úlfar ehf., með þeim fyrirvara, að staðfesting á hlut heilbrigðisráðuneytis í verkinu berist.



3. Bréf heilbrigðisráðuneytis. ? Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana. 2009-01-0023.


Lagt fram bréf til sveitarfélaga frá heilbrigðisráðuneyti dagsett 7. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir áformum um sameiningu heilbrigðisstofnana og óskað umsagnar þeirra.  Hvað varðar Ísafjarðarbæ hafa Heilbrigðisstofnunin á Ísafirði og Heilbrigðis- stofnunin í Bolungarvík nú þegar verið sameinaðar undir heitinu Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og fyrir liggur að sameina þá stofnun við Heilbrigðisstofnunina á Patreksfirði.


Bæjarráð lýsir yfir þeirri von að ofangreindar sameiningar heilbrigðisstofnana verði til þess að styrkja Vestfirði sem heild og bæta þjónustu við sjúklinga.  Jafnframt gerir bæjarráð ráð fyrir og leggur áherslu á, að nauðsynlegar samgöngubætur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða verði sem allra fyrst að veruleika.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:25.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?