Bæjarráð - 578. fundur - 16. júní 2008


Þetta var gert:


1. Fundargerðir nefnda.


Atvinnumálanefnd 10/6.  85. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Félagsmálanefnd 11/6.  316. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Íþrótta- og tómstundanefnd 11/6.. 95. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Skilgreina betur framlög og kynna í bæjarstjórn.



Menningarmálanefnd 10/6.  148. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 11/6.  291. fundur.


Fundargerðin er í þrettán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 12/6.  292. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Hestamannafélagsins Hendingar. ? Gagntilboð vegna skeiðvallar í Hnífsdal.  2007-07-0027.


Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Hendingu, Ísafirði, dagsett 8. júní s.l., er varðar tilboð Ísafjarðarbæjar í skeiðvöll Hendingar í Hnífsdal og gagntilboð félagsins til Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð hafnar þessu gagntilboði félagsins og telur að ekki sér rétt að blanda saman bótum fyrir skeiðvöll í Hnífsdal og uppbyggingarsamningi, umfram það sem kom fram í fyrra tilboði bæjarins. Bæjarráð ítrekar fyrra tilboð og óskar eftir svari fyrir 30. júní 2008.



3. Bréf Vinnumálastofnunar. ? Styrkir til sérstakra verkefna.  2008-06-0034.


Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 9. júní s.l., þar sem fram kemur að stofnunin hefur samþykkt umsóknir Ísafjarðarbæjar, um styrki til sérstakra verkefna á vegum þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar.  Um er að ræða fyrirhuguð átaksverkefni á vegum Ísafjarðarbæjar á Þingeyri 2008.


Lagt fram til kynningar.


 


4. Bréf nefndar um vist- og meðferðarheimili. ? Gagnaöflun.  2008-06-0033.


Lagt fram bréf frá nefnd á vegum forsætisráðuneytis, nefnd um vist- og meðferðarheimili og gagnaöflun nefndarinnar.  Nefndin mun í samræmi við erindisbréf frá forsætisráðherra taka fyrst í stað til skoðunar einar níu stofnanir.  Nefndin leitar eftir upplýsingum sveitarfélaga, sem hafa haft samvinnu eða samskipti við þær stofnanir í barnaverndarmálum.    


Vísað til skóla- og fjölskylduskrifstofu.



5. Bréf Framfarar, styrktarsjóðs skíðamanna. ? Styrkbeiðni.  2008-06-0028.


Lagt fram bréf frá stjórn Framfarar, styrktarsjóðs skíðamanna, dagsett í júní 2008, þar sem greint er frá stofnun sjóðsins og tilgangi hans.  Í bréfinu er leitað eftir styrk í formi stofnfjár til sjóðsins.


Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar bréfinu til Íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.


   


6. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. ? Styrktarsjóður EBÍ. 2008-06-0029. 


Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 6. júní s.l., er fjallar um Styrktarsjóð EBÍ og umsóknir í þann sjóð vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaga, sem aðild eiga að sjóðnum.  Umsóknir skulu hafa borist sjóðnum fyrir lok ágúst n.k. 


Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrki úr sjóðnum í samráði við sviðstjóra.



7. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Svæðisskipulag fyrir Vestfirði. 2008-06-0036.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 11. júní s.l., er varðar tillögu um svæðisskipulag fyrir Vestfirði.  Í bréfinu kemur m.a. fram beiðni, um að Ísafjarðarbær tilnefni tvo fulltrúa í Svæðisskipulagsnefnd og í annan stað að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar taki til umfjöllunar áherslur svæðisskipulags.  Bréfinu fylgir ,,Svæðisskipulag Vestfjarða ? Gögn og aðferðir, maí 2008?.  


Bréfinu vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.



8. Bréf heilbrigðisráðuneytis. ? Aðgerðaáætlun ,,Heilsustefnu?. 2008-05-0034.


Lagt fram bréf frá heilbrigðisráðuneyti dagsett 6. júní s.l., varðandi fund er haldinn var 15. og 16. maí s.l., um drög að aðgerðaáætlun Heilsustefnu út árið 2009.  Bréfinu fylgja minnispunktar frá fundum er haldnir voru um málefnið.


Bréfinu vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og nefnda á því sviði. 



9. Bréf fjármálastjóra og bæjartæknifræðings. ? Drög að innkaupareglum fyrir Ísafjarðarbæ.  2007-11-0079.


Lagt fram bréf frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra og Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett þann 12. júní s.l., er varðar drög að innkaupareglum fyrir Ísafjarðarbæ.  Í bréfinu er lauslega greint frá tillögum bréfritara að innkaupareglum fyrir Ísafjarðarbæ, samanburði við Fjarðarbyggð og tilvísun til laga um opinber innkaup nr. 84/2007.  Bréfinu fylgja svo ítarleg drög að innkaupareglum.


Halldór Halldórsson lagði fram samantekt af innkaupareglum annarra sveitarfélaga.


Tillögu fjármálastjóra og bæjartæknifræðings er vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.



10. Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytis. ? Reglugerð um mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými.  2008-06-0042.


Lagt fram bréf frá félags- og tryggingamálaráðuneyti dagsett 11. júní s.l., er varðar reglugerð um mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými.  Reglugerðin ásamt eyðublaði um mat á þörf dvalarrýmis fylgja bréfinu.


Bréfinu vísað til þjónustuhóps aldraðra.



11. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar.   2008-06-0041.


Lögð fram fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar frá fundi er haldinn var þann 21. apríl s.l.


Fundargerðinni vísað til fræðslunefndar.  



12. Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mælir með að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 140.000.000 kr. til 25 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir ársins, þá aðallega framkvæmdir vegna nýbyggingar við grunnskólann, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Lántakan er í samræmi við fjárhagsáætlun. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:30


 


Jón Halldór Oddsson, ritari


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.


Jóna Benediktsdóttir


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?