Bæjarráð - 525. fundur - 30. apríl 2007

Þetta var gert:



1. Fundargerð nefndar.


Umhverfisnefnd 25/4.  262. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Kjörskrá í Ísafjarðarbæ vegna kosninga til Alþingis 12. maí 2007.


Lögð fram kjörskrá í Ísafjarðarbæ vegna kosninga til Alþingis þann 12. maí 2007.  Á kjörskrá frá Hagstofu Íslands, sem miðast við 7. apríl s.l., eru alls 2.831.  Eitt andlát er síðan og eru því 2.830 á kjörskrá.  Þar af 1.399 konur og 1.431 karl.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að kjörskráin verði samþykkt eins og hún er lögð fram.



3. Útboð á bankaviðskiptum Ísafjarðarbæjar. - Gögn lögð fram á fundi bæjarráðs.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir gögnum frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, varðandi útboð á bankaviðskiptum Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá útboði, að fenginni umsögn óháðs fagaðila.  Frestur til að skila tilboðum verði til kl. 12:00 þann 31. maí 2007.



4. Björgunarsveitarhús á Flateyri. 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir viðræðum er hann hefur átt við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um húsnæði sveitarinnar á Flateyrarodda.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða frekar við forsvarsmenn Sæbjargar og leggja fram tillögu í bæjarráði í framhaldi af þeim viðræðum.



5. Bréf sviðsstjóra umhverfissviðs. - Tilboð í niðurrif húsa við Árvelli, Hnífsdal.2006-09-0030.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfissviðs, dagsett 23. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir tilboðum er borist hafa í niðurrif á húsum við Árvelli í Hnífsdal.  Eftirfarandi tilboð bárust.


? Jónbjörn Björnsson, Súðavík, kr. 82.227.676,- 273,6 % 


? Tígur ehf, Súðavík,  kr. 17.449.182,- 58,0 %


? Úlfar ehf, Ísafjarðarbæ,  kr. 23.971.013,- 79,7 %


? KNH ehf, Ísafjarðarbæ,  kr. 15.536.660,- 51,7 %


? Kostnaðaráætlun verkkaupa, kr. 30.058.376,- 100 %


 Lagt er til í bréfinu að tilboði KNH ehf., að upphæð kr. 15.536.660.-, sem er 51,7% af kostnaðaráætlun verði tekið.


 


Jafnframt er lagt til að kostnaður sá er fellur á Ísafjarðarbæ vegna þessa verði færður á liðinn 09-29-  fasteignakaup vegna skipulags.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs, um að taka tilboði KNH ehf., verði samþykkt. 



6. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Niðurfelling lántökugjalda.


Lagt fram tölvubréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 16. apríl s.l., þar sem fram kemur að stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga hefur ákveðið að fella niður lántökugjöld á útlán sjóðsins og miðist niðurfellingin við 1. janúar 2007.  Þau sveitarfélög er tekið hafa lán á þessu ári og greitt hafa lántökugjöld fá þau endurgreidd á næstu dögum.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði, sent fjármálastjóra til skoðunar.



7. Bréf Miðfells hf. - Svar við bréfi Ísafjarðarbæjar 12. apríl 2007. 2005-01-0085.


Lagt fram bréf frá Miðfelli hf., Ísafirði, dagsett 24. apríl s.l., svar fyrirtækisins við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 12. apríl s.l.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera upp við Miðfell hf., miðað við þær greiðslur er borist hafa inn á viðskiptareikning og í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 11. apríl 2006.


Svanlaug Guðnadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.



8. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Undirritun samnings ríkis og sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál. 


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga til sveitarfélaga á Vestfjörðum dagsett 26. apríl s.l., þar sem kynnt er undirritun samnings ríkis og sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál.  Undirritunin fer fram þann 1. maí n.k., að Staðarflöt í Hrútafirði.


Lagt fram til kynningar.



9. Bréf bæjarstjóra. - Álagning fasteignaskatts á hesthús, geymslur ofl.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. apríl s.l., er varðar álagningu fasteignaskatts á hesthús, geymsluhús, frístandandi bílskúra og hjalla.  Bréfi bæjarstjóra fylgir minnisblað Andra Árnasonar hrl., er varðar málefnið.  Í niðurlagi bréfs síns leggur bæjarstjóri til við bæjarráð, að veittir verði styrkir á móti álagningu í þeim tilfellum þar sem hesthús og slíkt húsnæði hefur flust úr A-flokki.  Þetta á við um  hugsanlega aðrar eignir í einhverjum undantekningartilfellum.  Settar verði reglur um að viðkomandi húseigandi verði að sækja um styrkinn skriflega.  Bæjarráð taki ákvörðun um hversu lengi þessi aðlögun á að standa yfir.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að reglum í samræmi við tillögu hans í ofangreindu bréfi til bæjarráð.



10.  Úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða. - Breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.  2006-11-0067.


Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Vestfjarða dagsettur 24. apríl s.l., er varðar stefnu Áslaugar J. Jensdóttur ofl., vegna breytinga á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.  Úrskurðarorð eru þau, að málinu var vísað frá dómi.


Lagt fram til kynningar.



11. Önnur mál.


Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, óskaði neðangreindrar bókunar.


,,Vegna auglýsingar í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. apríl s.l., þar sem auglýst er staða grunnskólafulltrúa hjá Ísafjarðarbæ, vill undirritaður taka fram, að vegna umræðna um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar hjá Ísafjarðarbæ og vegna þess hve skamman tíma þessi staða hefur verið til þykir mér rétt, að fresta auglýsingu um starfið og meta reynsluna af þessu starfi.?


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, óskaði neðangreindrar bókunar.


,,Undirritaður hefur gert bæjarráði grein fyrir því að umsækjendum um störf verði gerð grein fyrir því, að skipulagsbreytingar standi yfir.  Mikilvægt er að auglýsa laus störf núna á grunnskólasviði, því oftast losnar um fólk á þessum tíma.?


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:45.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?