Atvinnu- og menningarmálanefnd - 89. fundur - 8. október 2008

Mætt voru: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, varaformaður, Sigurður Hreinsson, Kári Þór Jóhannsson, Guðmundur Þór Kristjánsson.


Þorgeir Pálsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.



Dagskrá fundarins:



1. Alsýn, stöðuskýrsla. 2008-05-0023.


Steinþór Bragason - stöðuskýrslu Alsýnar.  Fullmótuð skýrsla liggur ekki fyrir, en Alsýn óskaði eftir umræðum um með hvaða hætti ætti að klára næstu þrjá mánuði af samningnum. Grunnvinna og uppbygging gagnagrunns er í gangi. Var rætt um einstök fyrirtæki og stöðu þeirra en í ljós kemur að skortur á vinnuafli takmarkar getu þeirra til að nýta sér verkefnin. Hugsanlega kemur fólk úr bankageiranum út á vinnumarkaðinn núna. Einnig þarf að skoða nú hvernig staða vestfirskra fyrirtækja er, til að taka við nýjum verkefnum og fólki í þessum hremmingum. Var óskað eftir lista yfir þessi verkefni sem hvað líklegust eru til að skapa störf strax, því fækkun fyrirtækja á svæðinu er greinileg nú þegar.



2. Stefna Ísafjarðarbæjar í atvinnumálum 2005 - 2010


Hálfdán Bjarki Hálfdánarson frá Ísafjarðarbæ fór yfir hlutverk atvinnumálanefndar. Sagði frá undirbúningi borgarafunda, sem myndu auka aðgengi að bæjarfulltrúum.  Þarna ætti fulltrúi nefndarinnar einnig að taka þátt.


Ræddi skýrslu um stefnumótun 2005-2020. Mikið talað um atvinnu- og ferðamálafulltrúa í skýrslunni. Rætt þar um að kaupa þjónustu frá Atvinnuþróunarfélaginu í vissum tilfellum.  Nú þarf að endurskoða stöðuna þar sem starf atvinnuþróunarfulltrúa er ekki lengur til staðar.  Margt hefur færst yfir til upplýsingafulltrúa, svo sem ímyndaruppbygging, aðstoð við val tökustaða, ofl. Ræddi upplýsingaheimasíðu Ísafjarðarbæjar sem virtist hafa annað hlutverk en almenn upplýsingamiðlun bæjarins. Eins átti síðan að vera gagnvirk og auka og efla samskipti íbúa við þjónustu sveitarfélagsins. Reynslan frá öðrum sveitarfélögum er misjöfn.


Skörun er talsverð samkvæmt skýrslunni á hlutverki Ísafjarðarbæjar, atvest, markaðsstofu ofl. og mikilvægt að vinna saman að því að skýra starfssvið og ábyrgð.


Í framhaldi af þessari kynningu kom fram það sjónarmið, að hingað skorti fólk og var því beint til HBH að þessari umræðu þyrfti að halda á lofti.  Benda á kostina við að búa hér, stuttar vegalengdir, atvinnu í boði, barnvænt umhverfi ofl.


Við núverandi aðstæður ætti að halda kynningarfund eða ráðstefnu, sem tæki á áleitnum spurningum um með hvaða hætti ástandið í efnahagsmálum hefur áhrif á Vestfjörðum. Ráðstefnan þjónaði einnig þeim tilgangi að kynna kosti og styrkleika svæðisins. Þessa ráðstefnu þyrfti síðan að fara með um alla Vestfirði.



3. Starfsemi atvest ? Þorgeir Pálsson.


Frestað til næsta fundar.



4. Kynning Ísafjarðarbæjar og heimasíða.


Hálfdán Bjarki Hálfdánarson frá Ísafjarðarbæ fór yfir stöðu mála og ítrekaði að heimasíðuna þyrfti að bæta, sérstaklega uppbygginguna. Nú er 3ja útgáfa í notkun, skilvirkni ekki mikil og endurnýjunar þörf fram að gerð nýrrar síðu. Eins þarf að skoða tengingar við leitarvélar. Stórtækar breytingar þó ekki fyrirhugaðar á næstunni.


 


Þjónustuver í undirbúningi. Markmiðið er að svara mun fleiri fyrirspurnum á fyrri stigum í samskiptum íbúa við sveitarfélagið. Eins þarf  að auka skilvirkni fyrir kvartanir og skoðanir íbúa. Efla gagnvirkni íbúa og embættirmanna. Kynning á þjónustuverinu í undirbúningi og aðgerðir til að fá fólk til að nota verið.



5. Samningur við ferðamálastofu um rekstur upplýsingamiðstöðvar. 2008-09-0060.


Heimir Hansson, forstöðumaður upplýsingamiðstöðvarinnar, fór yfir samninginn, sem er árviss og staðfestir það fyrirkomulag sem verið hefur. Framlag ríkisins er 2,5 milljónir króna og hefur verið óbreytt í langan tíma.  Hækkun hefur verið rædd við Fjárlaganefnd án árangurs.  Hugsanlega mætti skapa þrýsting á þá ákvörðun. Atvinnumálanefnd telur þetta framlag of lágt miðað við umfang þessa reksturs og þær kröfur sem ferðamálastofa gerir til starfseminnar.


Að auki var rætt  um skiltamerkingar og skapaðist umræða um hver bæri ábyrgð á því hlutverki. Var rætt um almennar merkingar í bænum fyrir ferðamenn og bent á margt sem þyrfti að gera.  Eins er vandamál hversu villandi mörg kort og myndir eru sem erlendir ferðamenn koma með til landsins og er þarna tækifæri til að samræma og gera betur. Þarf að ná til fólksins strax við komu.  Rætt um gagnagrunn Ferðamálaráðs sem er í stöðugri uppfærslu. Það er hins vegar ferðaþjóna að skrá sig og koma upplýsingum um sig á framfæri.  Bent var að auki á þjónustuskrá sem sýnir alla viðburði í hverju sveitarfélagi.


Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18.15.


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Kári Þór Jóhannsson.


Áslaug J. Jensdóttir.


Sigurður Hreinsson.


Guðmundur Þór Kristjánsson.


Þorgeir Pálsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?