Atvinnu- og menningarmálanefnd - 81. fundur - 4. mars 2008

Mætt voru: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir varaformaður, Sigurður Hreinsson, Kári Þór Jóhannsson og Guðmundur Þór Kristjánsson og og starfsmaður fundarins var Shiran Þórisson.


Þetta var gert:



1. Staða mála hjá Alsýn atvinnuráðgjöf.


 Fulltrúar frá Alsýn mættu og gerðu grein fyrir stöðu verkefna. Rætt var um árangur af starfinu.  Talið var að um 18 störf hafi skapast frá því að Alsýn kom að átaksverkefni um atvinnumál og þar af megi rekja 5 störf beint til verkefna sem Alsýn vann að. 


Önnur verkefni voru bundin trúnaði og ekki greint frá þeim að stöddu. Formaður lagði til að unnin yrði skýrsla sem viðhéldi trúnaði en væri jafnframt birtingarhæf.


Umræður sköpuðust um hvernig ástandið á atvinnumarkaði er og þá var ljóst að það vantar bæði starfsfólk í iðmenntuð störf og einnig störf fyrir langskólagengna. Þetta var talið vera ímyndarverkefni og það þarf að samræma verkefnið við störf AtVest og Vaxvest og halda stóran samráðsfund stoðgreinanna m.a. um bætta ímynd. 


Formaður, lagði til við Alsýn að vinna í verkefni um að undirbúa sérstakt átaksverkefni (vísað í samþykkt á Bæjarstjórnarfundi nr, 239 dags. 21.2.2008) Alsýn var falið að vinna vinnuáætlun fyrir átaksverkefnið .  Vinnuáætlun sem tengjast svæðum þar sem vinnslustopp er fyrirsjáanlegt eða hefur nú þegar orðið t.d. á Þingeyri.  Óskað var eftir að vinnuáætlun yrði lögð fyrir n.k. 11. Mars 2008 kl. 16.00.


Komið var fram með tillögu til Alsýnar um að gera stöðugreiningu á ?Vestfjarðaskýrslunni?. Þ.e.a.s.meta  þau verkefni sem hafa verið unnin og eru á dagskrá og hver staða þeirra sé.


Rætt var um flutning opinberra stofnana og stöðu einstakra verkefna t.d. hjá Vegagerðinni og hjá Siglingamálastofnun.  Þetta er mikilvægur þáttur í aukningu starfa í Ísafjarðarbæ.  Einnig var skorað á bæjarstjóra að þrýsta á niðurstöður um fjölgun starfa frá Dómsmálaráðuneytinu þar sem 10 störfum var lofað en ekki útlit fyrir að tillagan verði uppfyllt .  Vísað er í Tillögu 16 í skýrslu Forsætisráðuneytisins frá Apríl 2007 um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum.



2. Samþykkt bæjarstjórnar  21. febrúar um átaksverkefni


 Sjá nánar undir 1 dagskrálið en Alsýn var falið að vinna vinnuáætlun fyrir átaksverkefnið.



3. Tillaga um áskorun til sjávarútvegsráðherra nr. 1, (vísað til atvm.nefndar)


 Í upphafi fundarins bauðst formaður nefndarinnar að víkja af fundi vegna hugsanlegs vanhæfis. Aðrir fundarmenn sáu ekki fyrir sér hagsmunárekstra og sat formaður því fundinn áfram, enda ekki verið að ræða úthlutanir til einstakra fyrirtækja.


Atvinnumálanefnd leggur til að skorað verði á sjávarútvegsráðherra að almennt verði úthlutun byggðakvóta í upphafi fiskveiðiársins og það sé tryggt að aðilar nái að nýta sér úthlutunina innan raunhæfs tímaramma.  Það er því tillaga nefndarinnar að áskorunin verði frekar með fyrrnefndum áherslum en ekki þeim sem koma fram í áskorun sem upprunalega var vísað til nefndarinnar frá bæjarstjórn.


Guðmundur skilaði séráliti sem er eftirfarandi: Hann lagði til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óski heimildar ráðherra til að bjóða byggðakvóta út til leigu á frjálsum markaði.  Kvótinn yrði þá boðinn til þeirra útgerðaflokka sem kvótinn tilheyrði og til þeirra sem gera út í bæjarfélaginu.  Útgerðir myndu tryggja að minnsta kosti þreföldun kvótans og skal allur aflinn unninn á svæðinu.



4. Tillaga um áskorun til sjávarútvegsráðherra nr. 2, (vísað til atvm.nefndar)


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vísaði til Atvinnumálanefndar til umsagnar tillögu um að skora á sjávarútvegsráðherra að línuívilnun á þorski verði aukin úr 16% í 20% frá og með yfirstandandi fiskveiðiári.


Atvinnumálanefnd telur að það sé ekki í verkahring nefndarinnar að koma með einstakar tillögur um framkvæmd aflamarkskerfisins.


 


5. Karl Ásgeirsson, frkvstj. 3X-Technology  mætir á fundinn.


 Sigurður Hreinsson vék af fundi vegna vanhæfis til að taka þátt í umræðum.


Karl  Ásgeirsson hafði athugasemdir varðandi úthlutunartillögur nefndarinnar.  Hann kom fram með hugmyndir sem miða að því að fyrirtækin sjálf myndu fá beina fjármuni til að efla sitt starf.


Hann sýndi fram á tillögur sem miðað að raunhæfum útreikningum og viðmiðum varðandi úthlutanir. Karl gagnrýndi einnig þá ákvörðun að nýta sérstaka átaksfjármuni í verkefnasamning við Alsýn.  Formaður rakti forsendur samningsins og rökstuddi fjárveitinguna.


Önnur atriði sem Karl ræddi um voru eftirfarandi:  


  • Þarf að bæta ímynd svæðisins.  Hann taldi að ekkert myndi jákvætt gerast í ímynd svæðisins nema til komi stofnunar háskóla.
  • Hann vildi vita hver staðan væri á aðgerðum til lækkunar flutningskostnaðar.
  • Unnin yrði samkeppnisgreining fyrir sveitarfélagið og jafnvel fleiri sveitarfélög yrði unnin. Nefndin tók það að sér að koma þessu á framfæri við AtVest og VaxVest.


Karl vék af fundi kl 18.00.



6. Reglur um samskipti Ísafjarðarbæjar og Atvest vegna þjónustu við Atvinnumálanefnd. 


Samskipti Ísafjarðarbæjar við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða vegna þjónustu AtVest við atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar, samkvæmt samningi dagsettum þann 5. febrúar 2008.


__________________________________________________________________________________________



  1. 1. AtVest sér um boðun funda atvinnumálanefndar í samráði við formann. AtVest er með netföng fulltrúa í atvinnumálanefnd. Boða skal með dagskrá og ef einhver gögn eru fyrir fundinn skal senda þau út ekki síðar en tveimur dögum fyrir fund.


2. AtVest nær í fundargerðarbók, sem geymd er á skrifstofu Ísafjarðarbæjar og fyllir út í hana staðlaðan texta og lætur fundarmenn undirrita. Þessar undirritanir eru um leið staðfesting kjörinna nefndarmanna til launagreiðslna. Þ.e. greitt er til kjörinna fulltrúa eftir þessum undirskriftum. Atvest skilar bókinni í afgreiðslu bæjarins að fundi loknum eða daginn eftir.


3. AtVest sér um ritun fundargerðar og passar að númer fundar sé rétt í haus fundar-gerðar, sem og dagsetning.  AtVest hefur fyrirmynd á tölvutæku formi.  Skrá skal málsnúmer hvers máls við viðkomandi lið í fundargerð.  Fundargerð skal undirrituð á fundinum um leið og ritað er í fundargerðarbók.


4. Undirritað frumrit fundargerðar skal skilað á skrifstofu Ísafjarðarbæjar um leið og fundargerðarbókinni.  Senda skal fundargerðina í tölvutæku formi til bæjarritara thorleifur@isafjordur.is og til skjalastjóra skjalastjori@isafjordur.is.


5. Fundargerðin er geymd á sameiginlegu umhverfi stjórnsýslunnar, sett á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og lögð fyrir fund bæjarráðs.  Bæjarritari og skjalastjóri sjá um það.


6. Skrifa skal bréf út úr fundargerðinni. Rétt er að skrifa þau upp, en senda þau til bæjarritara thorleifur@isafjordur.is til frágangs. Þá setur bæjarritari bréfið, sem hann fær í tölvutæku formi frá AtVest, inn í skjalavistunarkerfi Ísafjarðarbæjar og prentar bréfið út á bréfsefni bæjarins, gengur frá undirritun og setur í póst.


7. Öll frumgögn þeirra erinda eða mála, sem tekin eru fyrir á fundum atvinnumálanefndar, varðveitast hjá skjalastjóra Ísafjarðarbæjar.  Þar er þeim gefið málsnúmer og öll umfjöllun og/eða ákvarðanir skráðar undir því málsnúmeri í skjalavistunarkerfi sveitarfélagsins.



Reglurnar voru kynntar fyrir nefndinni.



7. Önnur mál




  • Nefndinni barst erindi um virkjun sjávarfalla.  Erindið var lagt farm á fundi nefndar og verður tekið fyrir síðar.
  • Nefndinni barst erindi um samráðsfund atvinnumálanefnda og ráða við Djúp.  Erindið var móttekið og stefnt er á sameiginlegan fund í kringum vorið.

Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:50.


Kristján G. Jóhannsson, formaður. 


Kári Þór Jóhannsson.


Áslaug J. Jensdóttir, varaformaður. 


Sigurður Hreinsson.


Guðmundur Þór Kristjánsson. 


Shiran Þórisson.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?