Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1073. fundur 09. september 2019 kl. 08:05 - 08:46 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019 - 2018120062

Lagður fram viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2019. Um er að ræða 4,9 m.kr. vegna aukins kostnaðar vegna viðhalds á skíðalyftu á Miðfelli. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er lægri afkoma að fjárhæð 4.933.484,- eða úr afkomu 49.420.248,- í kr. 44.486.764,- en áhrifin á sveitasjóð A hluta er einnig kr. 4.933.484 og því eykst rekstrarhalli úr kr. 78.171.648,- í kr. 83.105.132,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki 9 verði samþykktur.

2.Mánaðaryfirlit 2019 - 2019050079

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 6. september sl., um skatttekjur og laun frá janúar til júlí 2019. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 26,1 m.kr. undir áætlun og eru 1.262,6 m.kr. fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 34,9 m.kr. yfir áætlun eða 549,4 m.kr. Að lokum er launakostnaður 15,3 m.kr. undir áætlun en launakostnaðurinn nemur 1.571,1 m.kr. í lok júlí 2019.
Lagt fram til kynningar.

3.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Á 206. fundi hafnarstjórnar 4. september sl., var lögð fram skýrsla unnin af Verkís vegna mats á umhverfisáhrifum er varðar fyrirhugaðrar dýpkunar og lengingu Sundabakka á Ísafirði. Höfundar skýrslunar eru Gunnar Páll Eydal, Margrét Traustadóttir, Sigmar Arnar Steingrímsson og Elín Vignisdóttir. Verkefnisstjóri við gerð skýrslunar var Gunnar Páll Eydal. Hafnarstjórn vísaði skýrslunni til umsagnar í bæjarráði.
Bæjarráð vísar skýrslunni til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

4.Aðalfundur Hvetjanda 2019 - 2019090031

Lagt fram bréf Kristjáns G. Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Hvetjanda hf. eignarhaldsfélags, dagsett 3. september sl., þar sem boðað er til aðalfundar 19. september nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins og fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar.

5.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin - 2019020003

Lagt fram bréf Björns Sævars Einarssonar og Aðalsteins Gunnarssonar, f.h. IOGT á Íslandi, dagsett 19. ágúst sl., með umsögn samtakanna um innleiðingu Íslands á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og áhrif áfengis á Heimsmarkmiðin. Bæklingur fylgir erindinu og hægt er að nálgast hann á slóðinni https://issuu.com/iogt4u/docs/_fengi_og_heimsmarkmi_in__sdg_22_ma
Bæjarráð þakkar erindið.

6.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin - 2019020003

Lagður fram tölvupóstur Guðjóns Bragasonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 5. september sl., vegna samstarfs sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Ísafjarðarbær er þegar farið að vinna að aðgerðaráætlun í loftlagsmálum með hliðsjón af heimsmarkmiðunum og lýsir því vilja sínum til að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um loftlagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ofangreint.

7.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019/2020 - 2019090036

Lagður fram tölvupóstur Þorsteins Hilmarssonar f.h. Fiskistofu, dagsettur 2. september sl., þar sem tilkynnt er að Fiskistofa hafi úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2019/2020.
Lagt fram til kynningar.

8.Haustþing Kennarasambands Vestfjarða 2019 - styrkbeiðni - 2019090040

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Rakelar Brynjólfsdóttur, grunnskólakennara, dagsettur 30. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna ferðakostnaðar kennara á haustþing Kennarasambands Vestfjarða.
Bæjarráð leggur til að samþykkt verði að styrkja Kennarasamband Vestfjarða að fjárhæð kr. 150.000,-. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka ef þörf er á og leggja til við bæjarstjórn að styrkfjárhæðin verði samþykkt.

9.Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins - 2019060036

Lagður fram tölvupóstur Elvars Loga Hannessonar, dagsettur 5. september sl., þar sem óskað er eftir því að fá afnot af gömlu bæjarskrifstofum Þingeyrarhrepps undir Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna ástand húsnæðis og að gera samkomulag við bréfritara um tímabundin afnot af húsnæðinu.

10.BsVest - fundargerðir og tilkynningar 2018-2019 - 2018010101

Lögð fram fundargerð stjórnarfundar BsVest frá 23. ágúst sl.
Fundargerðin er kynnt.

11.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Lögð fram fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Hafnarstjórn - 206 - 1909005F

Fundargerð 206. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 4. september sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 13 - 1909008F

Fundargerð 13. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 5. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Velferðarnefnd - 441 - 1909001F

Fundargerð 441. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 5. september sl. Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:46.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?