Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
990. fundur 09. október 2017 kl. 08:05 - 09:01 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð - 2016060025

Lagður fram tölvupóstur Matthildar Kr. Elmarsdóttur, f.h. svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, dagsettur 27. september sl., þar sem svæðisskipulagstillaga og umhverfisskýrsla er send til kynningar og umsagnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

2.Sundlaug og íþróttahús Flateyri, endurbætur. - 2017070021

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þór Jónassonar, dagsett 6. október 2017, þar sem lagt er til að samið verði við Ísblikk ehf. um verkið "Íþróttahúsið á Flateyri loftræsikerfi".
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að samið verði við Ísblikk ehf. um verkið að uppfylltum skilyrðum innkaupreglna Ísafjarðarbæjar.

3.Skólalóð Grunnskólans á Ísafirði - framkvæmdir - 2017100014

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 6. október sl., þar sem farið er fram á að lóð við Grunnskólann á Ísafirði verði kláruð sem fyrst, eða sett á framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð óskar eftir umsögnum skólastjórnenda, nemenda og foreldraráðs um hönnun skólalóðar og hvort óskir geti verið uppi um annað fyrirkomulag og breyttan búnað.
Bæjarráð vísar erindinu að öðru leiti til fjárhagsáætlunargerðar 2018.

4.Ósk um aukningu á stöðugildum við TÍ - 2017090066

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 6. október sl., um stöðugildi í Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kostnaðarmeti beiðnina og leggi fyrir bæjarráð.

Beiðni um aukningu stöðugilda þarf að berast bæjarráði tímanlega áður en kennsla hefst.
Margrét Halldórsdóttir, yfirgefur fundinn kl. 8:49.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:35

5.Greinargerð stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál - 2017100013

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 3. október sl., með greinargerð stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál, um framvindu samninga og ráðstöfun fjármuna 2016.
Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í atvinnu- og menningarmálanefnd.

6.Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) - 2017100015

Lagður fram tölvupóstur Bjargeyjar Önnu Guðbrandsdóttur, f.h. Arctic Circle Secretariat, dagsettur 5. október sl., þar sem bæjarstjóra og bæjarfulltrúum er boðið að sækja alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle sem verður haldið í fimmta sinn, dagana 13 - 15. október nk.
Lagt fram til kynningar.

7.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 152 - 1709023F

Lögð fram fundargerð 152. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn var 28. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Fræðslunefnd - 383 - 1710001F

Lögð fram fundargerð 383. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 5. október sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Öldungaráð - 7 - 1710003F

Lögð fram fundargerð 7. fundar öldungaráðs, sem var haldinn 4. október sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur öldungaráðs af þróun húsnæðismála á Hlíf II þar sem allar íbúðir virðast ekki vera í fullri notkun.

Fundargerð lögð fram að öðru leyti.

Fundi slitið - kl. 09:01.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?