Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
985. fundur 04. september 2017 kl. 08:05 - 09:06 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varamaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Umsókn um óverulega breytingu á Ask 2008-2020 - 2017080052

Á 482. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 30. ágúst sl., lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila að óveruleg breyting verði gerð á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 út frá fyrirliggjandi gögnum. Magni Hreinn Jónsson vék af fundi skipulags- og mannvirkjanefndar við afgreiðslu málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar um að gerð verði sú breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 að Sæborgar, í fyrrum landi Garða, verði getið í aðalskipulagi.

Gestir

  • Axel Rodriquez Överby, skipulags- og byggingafulltrúi - mæting: 08:30

2.Sandasker, Dýrafirði, - Frístundabyggð - 2016100042

Á 482. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 30. ágúst sl., lagði nefndin til við bæjarstjórn, að heimila að lýsing verði kynnt almenningi skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagna óskað frá Skipulagsstofnun og öðrum stofnunum vegna deiliskipulagslýsingar
Lagt fram til kynningar.

3.Aðalgata 24, Suðureyri - Umsókn um lóð - 2017080049

Á 482. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 30. ágúst sl., lagði nefndin til við bæjarstjórn að Andrzej Górecki, fái lóð við Aðalgötu 24, skv. núgildandi skipulagi og umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lagt fram til kynningar.

4.Æðartangi 16 - Umsókn um lóð - 2017080047

Á 482. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 30. ágúst sl., lagði nefndin til við bæjarstjórn að Ísinn ehf. fái lóð við Æðartanga 22, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lagt fram til kynningar.

5.Stefnisgata 5, Suðureyri - Umsókn um lóð - 2017080050

Á 482. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, 30. ágúst sl., lagði nefndin til við bæjarstjórn að Fisherman ehf. fái lóð við Stefnisgötu 5, Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgefur fundinn kl. 8:51.

6.Þjónustuhús við tjaldsvæðið á Þingeyri - 2017010003

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 1. september 2017, þar sem lagt er til að samið verði við Vestfirska verktaka ehf. um verkið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og að verkið verði unnið í tveimur áföngum, á árunum 2017 og 2018 og vísar áfanga ársins 2018 til fjárhagsáætlunargerðar.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 9:02

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:53

7.Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

Tillaga framsóknarflokks, 25. ágúst sl., um breytingu á áheyrnarfulltrúa í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti framsóknarmanna, leggur til að Ásvaldur Magnússon taki sæti Ingu Steinunnar Ólafsdóttur, sem áheyrnarfulltrúi í skipulags- og mannvirkjanefnd, þar sem Inga Sigríður hefur óskað eftir því að vera leyst frá störfum.
Lagt fram til kynningar.

8.Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi - 2017080081

Lagt fram bréf Jóns Gunnars Ottóssonar, forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, dagsett 24. ágúst sl., ásamt fjölritinu "Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi". Mikilvæg fuglasvæði er að finna í 65 af 74 sveitarfélögum landsins, og þar af nokkur í Ísafjarðarbæ:

Skeggi, Tóarfjall, Barði, Hrafnskálarnúpur, Sauðanes, Göltur og Öskubakur, Borgarey, Æðey, Vébjarnarnúpur, Grænahlíð, Ritur, Kögur, Kjalárnúpur, Hælavíkurbjarg, Hornbjarg, Smiðjuvíkurbjarg, Geirhólmur, Jökulfirðir og Hornstrandafriðland.
Lagt fram til kynningar og vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til kynningar.

9.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2017 - 2017020078

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 28. ágúst sl., ásamt fundargerð 113. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, sem haldinn var 25. ágúst sl. Einnig fylgir afrit af bréfi MAST til Heilbrigðisnefndar, dagsett 3. október sl., og varðar viðbrögð við saurgerlamenguðu neysluvatni.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 482 - 1708011F

Lögð fram fundargerð 482. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 30. ágúst sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2 - 1709001F

Lögð fram fundargerð 2. fundar starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa, sem haldinn var 1. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:06.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?