Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1274. fundur 26. febrúar 2024 kl. 08:10 - 09:56 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Umræður um áherslur svæðisskipulags Vestfjarða. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir mætir til fundar við bæjarráð í gegn um fjarfundabúnað.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson, fulltrúar Ísafjarðarbæjar í starfshóp um svæðisskipulag Vestfjarða, upplýsa bæjarráð um stöðuna á vinnu við svæðisskipulagið.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir fer af fundi kl 8:30.

Gestir

  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir - mæting: 08:13

2.Slökkvistöð Ísafjörður - Viðhald 20232024 - 2024020007

Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 20. febrúar 2024, um slökkvistöð í Fjarðarstræti og þá valkosti sem eru í boði.
Bæjarráði hugnast best að flýta framkvæmdum við nýja slökkvistöð og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og skoða samlegðaráhrif með öðrum stofnunum.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:33
Arna Lára Jónsdóttir kemur til fundar kl. 09:08.

3.Fiskeldissjóður - umsóknir 2024 - 2024020013

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 9. feb. sl., um möguleg verkefni til umsóknar í Fiskeldissjóð, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til verkefna.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Axel fer af fundi kl 9:12.

4.Trúnaðarmál - 2024020129

Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarráð.
Trúnaðarmál fært til bókar.

5.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2023-2024 - 2023120011

Lögð fram til samþykktar 1 yfirlýsing vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024, sem bæjarstjóri hefur undirritað með fyrirvara um samþykki bæjarráðs, sbr. 6. gr. rgl. 852/2023.
Bæjarráð staðfestir framlagða yfirlýsingu vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024, en bæjarstjóri hefur undirritað hluta með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Fylgiskjöl:
Kristján Þór Kristjánsson fer af fundi undir þessum lið dagskrár kl 09:30.

6.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - 2024010198

Á 1273. fundi bæjarráðs, þann 12. febrúar 2024, var lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 8. febrúar 2024, vegna umsóknar Kristjáns Þórs Kristjánssonar um tækifærisleyfi vegna Fossavatnsskemmtunar í íþróttahúsinu á Torfnesi þann 20. apríl.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins þar til umsögn Eldvarnareftirlitsins myndi berast. Er jákvæð umsögn eldvarnareftirlits, dagsett 20. febrúar 2024, nú lögð fram.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.
Kristján Þór Kristjánsson kemur aftur til fundar 09:31.

7.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2024 - 2024010198

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 19. febrúar 2024, vegna umsóknar Katrínar Báru Albertsdóttur um tækifærisleyfi vegna skóladansleiks Menntaskólans á Ísafirði, sem haldinn verður í Félagsheimilinu í Hnífsdal 29. febrúar.
Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar, dagsett 19. febrúar 2024.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2024 - 2024010062

Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneyti, dagsettur 22. febrúar 2024, þar sem vakin er athygli á að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Umsagnarfrestur er til 22. mars nk.
Bæjarstjóra falið að skila umsögn um drög að borgarstefnu.

9.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2024 - 2024020096

Lagðar fram til kynningar tvær fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu, 58. fundar frá 10. janúar 2024 og 59. fundar frá 14. febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2024 - 2024020117

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, dagsettur 20. febrúar 2024, með ýmsum upplýsingum um starfsemi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
Jafnframt lögð fram til kynningar fundargerð 146. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, en fundur var haldinn 15. febrúar 2024, og ársreikningur Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lögð fram til kynningar fundargerð 943. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn var 9. febrúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

12.Hafnarstjórn - 250 - 2402011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 250. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 20. febrúar 2024.

Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Starfshópur um málefni leikskóla - 2 - 2402002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar starfshóps um málefni leikskóla, en fundur var haldinn 7. febrúar 2024.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 142 - 2402008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 142. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 13. febrúar 2024.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:56.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?