Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1268. fundur 08. janúar 2024 kl. 08:10 - 09:33 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Þjónustustig gervigras Torfnes - 2023120043

Á 1266. fundi bæjarráðs, þann 11. desember 2023, var lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, og Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 8. desember 2023, um þjónustustig snjómoksturs á gervigrasi á Torfnesi.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum, og gera verklagsreglur um þjónustu á gervigrasvelli á Torfnesi, og leggja málið aftur fyrir bæjarráð.

Er nú lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. janúar 2024, varðandi kostnað, en lagt er til við bæjarráð að taka ákvörðun um þjónustustig og kostnað vegna moksturs á Torfnesi. Auk þessa eru lögð fram drög að reglum um vetrarþjónustu á Torfnesi til umræðu og samþykktar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Vestra vegna málsins með hliðsjón af umræðum í bæjarráði.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8.37.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10

2.Hönnun Gamli Gæsló Ísafirði - úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála - 2022120021

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, í máli nr. 133/2023, vegna kæru á afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar frá 26. október 2023 vegna erindis kæranda um leikvöll á Eyrartúni á Ísafirði. Var kærumálinu vísað frá nefndinni.
Úrskurður lagður fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða hvort hægt sé að koma betur til móts við sjónarmið íbúa um að aparóla sé of nálægt íbúðarhúsum.
Axel yfirgaf fund kl. 8.50.

3.Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar - 2020050013

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar stjórnenda jafnlaunakerfis Ísafjarðarbæjar, þar sem fram kemur rýni stjórnenda fyrir árið 2023, í samræmi við verklagsreglur kerfisins. Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 2. janúar 2024, vegna málsins.
Með hliðsjón af endurvottunarúttekt iCert, innri úttektum, rýni stjórnenda á jafnalaunkerfi Ísafjarðarbæjar, ásamt því að Jafnlaunastofa hefur gefið út nýja heimild til að nota jafnlaunamerkið til 22. júní 2026, er ályktað að Jafnlaunakerfi Ísafjarðarbæjar standist kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Baldur yfirgaf fund kl. 9:05.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 08:55

4.Trúnaðarmál á skóla- og tómstundasviði - 2024010032

Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.

5.Verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023110174

Lagt fram til kynningar erindi Hugrúnar Geirsdóttur, sérfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. desember 2023, varðandi boð til Ísafjarðarbæjar um að taka þátt í verkefninu „kostnaður og tekjur í úrgangsstjórnun,“ sem Ísafjarðarbær sótti um í desember 2023. Þá var fjórum öðrum sveitarfélögum boðin þátttaka.
Lagt fram til kynningar.
Edda yfirgaf fund kl. 9:21.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:16

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 27. desember 2023, þar sem matvælaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 262/2023, „Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum um opinberar stofnanir (framkvæmd stjórnsýslu og eftirlits)“, varðandi lög nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði og lög nr. 112/2015, um Hafrannsóknarstofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatns. Umsagnarfrestur er til og með 15. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2023 - 2023020021

Lögð fram til kynningar fundargerð 145. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, frá fundi sem haldinn var 14. desember 2023. Jafnframt lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum, dagsett í ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 15. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Hafnarstjórn - 247 - 2312015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 247. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 20. desember 2023.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:33.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?