Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1261. fundur 30. október 2023 kl. 08:10 - 10:06 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2024 - fráveita - 2023040034

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 27. október 2023, þar sem lögð er til hækkun á gjaldskrá fráveitu 2024, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 5. október sl., en sökum rangra upplýsinga í álagningargögnum voru frávik rekstrarniðurstöðu fráveitu umtalsverð sem nauðsynlegt er að leiðrétta.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýja gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2024, á grundvelli minnisblaðs fjármálastjóra, á þann hátt að breytilegt gjald fráveitu verði 265 kr./m2, en fastagjald óbreytt kr. 8000.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10

2.Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2024 - 2023090090

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttar, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. október 2023, vegna álagningar fasteignagjalda ársins 2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lækkun á álögum fasteignaskatta A-húsnæðis ársins 2024, og verði 0,54% af hús- og lóðamati. Lagt er til við bæjarstjórn að álögur á B- og C- húsnæði verði áfram 1,65% af hús- og lóðamati, lóðarleiga verði 1,5% af lóðamati vegna íbúðarhúsnæðis, og 3% af lóðamati vegna annarra fasteigna.

3.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 - 2023040037

Drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 lögð fram.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

4.Framkvæmdaáætlun 2024 til 2034 - 2023040035

Lögð fram uppfærð drög að framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2024-2034.
Bæjarráð vísar framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2024-2034 til fyrri umræðu bæjarstjórnar.
Edda María yfirgaf fund kl. 9.47.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:30

5.Hönnun Gamli Gæsló Ísafirði - 2022120021

Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 20. okt. 2023, vegna verksins „Gamli Gæsló“ þar sem lagt er til við bæjarráð að samið verði við Búaðstoð ehf. á grundvelli uppfærðs tilboðs, að fjárhæð 17.752.000 kr.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Búaðstoð ehf. vegna verksins „Gamli gæsló" á grundvelli tilboðs þess að fjárhæð kr. 17.752.000.

6.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 16. október 2023.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2023 - 2023020021

Á 1254. fundi bæjarráðs, 11. september 2023, var lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2024. Bæjarráð óskaði eftir skýringum vegna ákveðinna liða í áætluninni, og er fjárhagsáætlunin nú lögð fram á nýjan leik, ásamt greinargerð frá Heilbrigðiseftirliti.
Lagt fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 618 - 2310014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 618. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. október 2023.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 618 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaáætlun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 618 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila kynningu á vinnslutillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Ísafjarðabæjar 2008-2020 vegna „Mjólká - Stækkun virkjunar, afhending grænnar orku og ný bryggja“ samanber 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila samhliða kynningu á vinnslutillögu vegna breytingar á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar samanber 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulaginu "„Dýrafjarðargöng - Rauðsstaðir.“ Deiliskipulagsbreytingin mun taka gildi um leið og nýtt deiliskipulag Mjólkárvirkjunar tekur gildi.

  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 618 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila kynningu á vinnslutillögu vegna nýs deiliskipulags í Dagverðardal samanber 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 618 Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar Vegagerðinni efnistöku í landi Ísafjarðarbæjar í Sandaá.

    Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis. Framkvæmdaleyfið verður þó ekki gefið út fyrr en jákvæð umsögn Fiskistofu liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 10:06.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?