Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1252. fundur 28. ágúst 2023 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 - 2023040037

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 25. ágúst 2024, um ramma fjárhagsáætlunar 2024, en óskað er afstöðu bæjarráðs til forsendna.
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar 2024 samkvæmt minnisblaði.
Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, kemur inn á fund kl. 08:35.

2.Hvítisandur, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag í landi Þórustaða fyrir baðstað. - 2023080049

Lögð fram til samþykktar tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 614. fundi, þann 24. ágúst 2023, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að heimila vinnu við deiliskipulag „Hvítasands“ í landi Þórustaða og samhliða að heimila breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
Bæjarráð samþykkir tillögur skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila vinnu við deiliskipulag „Hvítasands“ í landi Þórustaða og samhliða að heimilt verði að hefja vinnu breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Gestir

  • Axel R. Överby - mæting: 08:35

3.Dynjandisheiði - Breyting á aðalskipulagi vegna veglagningar - 2021030106

Lögð fram til samþykktar tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 614. fundi, þann 24. ágúst 2023, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja óbreytta aðalskipulagsbreytingu varðandi veglagningu á Dynjandisheiði, með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að samþykkja óbreytta aðalskipulagsbreytingu varðandi veglagningu á Dynjandisheiði með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

4.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20, svæði Í9. Dagverðardalur, orlofshúsabyggð - 2021060044

Lögð fram til samþykktar tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 614. fundi, þann 24. ágúst 2023, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á vinnslutillögu, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20 á svæði Í9 í Dagverðarddal, skv. 31. gr. skipulagslaga 123/2010.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila auglýsingu á vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á svæði Í9 í Dagverðardal, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

5.Stefnisgata 6 og Smiðjustígur 2, Suðureyri. Umsókn um lóðir - 2023070098

Lögð fram til samþykktar tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 614. fundi, þann 24. ágúst 2023, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala vegna sameiningar lóða við Stefnisgötu 6 og Smiðjustíg 2. Jafnframt verði heimilaðir sér skilmálar vegna þjónustustarfsemi á hinni sameinuðu lóð.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagsi Suðureyrarmala vegna sameiningar lóða við Stefnisgötu 6 og Smiðjustíg 2. Jafnframt eru heimilaðir sér skilmálar vegna þjónustustarfsemi á hinni sameinuðu lóð.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

6.Seljalandsdalur, lóðarstofnun. Lendingarstaður fyrir geimskip - 2023080048

Lögð fram til samþykktar tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 614. fundi, þann 24. ágúst 2023, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir listaverkið „Lendingarstaður fyrir geimskip“ við Seljalandsdal.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um að heimila stofnun lóðar undir listaverkið „Lendingarstaður fyrir geimskip“ við Seljalandsdal .

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

7.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059

Mál sett á dagskrá að beiðni formanns bæjarráðs, í kjölfar fundar skipulags- og mannvirkjanefndar þann 24. ágúst 2024.
Hugmyndir að fyrirkomulagi breytinga á deiliskipulagi Suðurtanga á Ísafirði kynntar.

8.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086

Mál sett á dagskrá að beiðni formanns bæjarráðs, í kjölfar fundar skipulags- og mannvirkjanefndar 24. ágúst 2023.
Hugmyndir að fyrirkomulagi breytinga á deiliskipulagi miðbæjar Ísafjarðar kynntar.

9.Rafhleðslustöðvar á Flateyri og Suðureyri - 2023080105

Lagt fram erindi Daníels Arnar Antonssonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Orkubús Vestfjarða, með beiðni OV um að fá að setja upp hleðslustöðvar á Flateyri og Suðureyri við sundlaugarnar. Stöðvarnar eru til á lager og hægt að setja þær upp fyrir veturinn.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur bæjarstjóra að vinna að nákvæmari útfærslu og gera rekstrarsamning við Orkubú Vestfjarða.

10.Bakkavegur 19 - Bakkaskjól - 2023030086

Lagt fram bréf Kristjáns Pálssonar, Hrafnhildar Samúelsdóttur og Davíðs Rúnars Benjamínssonar, íbúa í Hnífsdal, þar sem því er mótmælt að iðnaðarstarfsemi verði leyfð að Bakkavegi 19 (Bakkaskjóli).

Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 25. ágúst 2023, vegna málsins.
Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið, en áréttar að kaupandi Bakkavegar 19 hafi verið upplýstur um stöðu skipulags á svæðinu við sölu eignarinnar.

Bæjarráð áréttar einnig að sala fasteigna er ekki háð grenndarkynningu. Bakkavegur 19 er á landnotkunarreit Þ22 samkvæmt aðalskipulagi, sem er þjónustusvæði. Eigi að vera önnur starfsemi í húsinu þarf að gera breytingu á aðalskipulagi m.t.t. landnotkunarflokks, í samræmi við þá starfsemi sem er ætlað að vera í húsnæðinu.

Ætli eigandi húsnæðis að starfrækja verkstæði í húsinu þarf jafnframt að liggja fyrir starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd.
Axel yfirgefur fund kl. 09:37.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagt fram erindi innviðaráðuneytisins, dags. 21. ágúst 2023, þar sem kynnt er mál nr. 151/2023 í samráðsgátt stjórnvalda, „Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga“. Umsagnarfrestur er til 1. september 2023.
Lagt fram til kynningar.

12.Aðalfundur EBÍ 2023 - 2023080106

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, sem haldið verður þann 6. október 2023, kl. 10.30. Kjörnum fulltrúum verður sent fundarboð á næstunni. Fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn er Bryndís Ósk Jónsdóttir, bæjarritari, og varamaður hennar Edda María Hagalín, fjármálastjóri, en Edda María mun sækja fundinn vegna Fjórðungsþings á þessum tíma.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 614 - 2308006F

Fundargerð 614. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 24. ágúst 2023, lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 614 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnu við deiliskipulag "Hvítasands" í landi Þórustaða og samhliða að heimila breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 614 Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur tekið athugasemdir og umsagnir, sem bárust á fyrri stigum, til efnislegrar meðferðar á fundum nr. 581 og 582. Athugasemdir nú, eftir auglýsingu, gefa ekki tilefni til að gerðar verði efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð.

    Skipulagsfulltrúa er falið að svara umsögnum og athugasemdum með vísan í skjalið „Samantekt umsagna - Aðalskipulagsbreyting Dynjandisheiði“ dags. 16. ágúst 2023.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 614 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu á vinnslutillögu, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20 á svæði Í9 í Dagverðarddal, skv. 31. gr. skipulagslaga 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 614 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Mýrartúni ehf. lóðum við Smiðjustíg 2 og Stefnisgötu 6 á Suðureyri.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur einnig til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala vegna sameiningar lóða við Stefnisgötu 6 og Smiðjustíg 2. Jafnframt verði heimilaðir sér skilmálar vegna þjónustustarfsemi á hinni sameinuðu lóð.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 614 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir listaverkið "Lendingarstaður fyrir geimskip" við Seljalandsdal.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?