Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1248. fundur 10. júlí 2023 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Almenningssamgöngur útboð 2023 - 2022120018

Lagt fram til kynningar minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. júlí 2023, vegna fyrirhugaðs útboðs almenningssamgangna og skólaaksturs í Skutulsfirði 2023-2027, auk þess sem lögð eru fram til kynningar drög að útboðsgögnum vegna málsins.

Umræður um fyrirhugað útboð fóru fram.
Eyþór yfirgaf fund kl. 08:50.

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri - mæting: 08:10
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Torfnes - Gervigras útboð 2023 - 2022120019

Lagt fram minnisblað Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 3. júlí 2023,
vegna verksins „Fjarlægja gervigras, Torfnes æfingavöllur“, þar sem lagt er til við bæjarráð að samið verði við Verkhaf ehf., á grundvelli uppfærðs tilboðs, að fjárhæð kr. 13.979.400.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um að semja við Verkhaf ehf. á grundvelli uppfærðs tilboðs að fjárhæð kr. 13.979.400, vegna verksins „Fjarlægja gervigras, Torfnes æfingavöllur“.

3.Viðhald Grunnskólans á Suðureyri vegna myglu - 2021090083

Lagt fram minnisblað Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 6. júlí 2023, vegna verksins „Grunnskólinn Suðureyri viðhald“ þar sem lagt er til við bæjarráð að samið verði við Build Wise ehf., á grundvelli tilboðs þeirra, að fjárhæð kr. 36.968.842.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um að semja við Build Wise ehf. á grundvelli uppfærðs tilboðs að fjárhæð kr. 36.968.842, vegna verksins „Grunnskólinn Suðureyri viðhald“.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2023010091

Lagður fram til samþykktar viðauki 9 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna breytinga á viðhaldi hjá Eignasjóði og Fastís, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 11.136.302,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 2.052.606,- eða hækkun afkoma úr kr. 77.447.394,- í kr. 79.500.000,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. -11.136.302,- eða lækkun afkomu úr kr. 249.636.302,- í kr. 238.500.000,-
Bæjarráð samþykkir viðauka 9 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna breytinga á viðhaldi hjá Eignasjóði og Fastís, en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 11.136.302.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

5.Endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Dynjanda - 2023070001

Lagt fram erindi Sigrúnar Valgarðsdóttur og Eddu Kristínar Eiríksdóttur f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 30. júní 2023, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Ísafjarðarbæjar í samstarfshóp um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Dynjanda.
Bæjarráð tilnefnir Guðmund Rafn Kristjánsson, skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, sem fulltrúa sveitarfélagsins í samstarfshóp um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Dynjanda.
Axel yfirgaf fund kl. 09:06.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Á 1245. fundi bæjarráðs, þann 19. júní 2023, var lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 13. júní 2023, þar sem innviðaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 112/2023, „Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038“. Umsagnarfrestur er til og með 31. júlí.

Málinu var frestað til næsta fundar, og lagt fyrir að nýju á 1246. fundi bæjarráðs, þann 26. júní 2023. Bæjarráð bókaði að það fæli bæjarstjóra að vinna umsögn á grundvelli umræðna og leggja fyrir bæjarráð á nýjan leik.

Er umsögn bæjarstjóra nú lögð fram til umræðu.
Bæjarstjóra falið að klára umsögnina í samræmi við umræður á fundinum og senda hana inn í samráðsgátt.

7.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2022-2023 - 2022120086

Lögð fram til kynningar auglýsing nr. 713/2023, um (1.) breytingu á auglýsingu nr. 454/2023, um (3.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023, þar sem fallist var á óskir Ísafjarðarbæjar um breytingu á 1. ml. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar um að fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitar­félags á tímabilinu frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

8.Blábanki - ársreikningur 2022 - 2023070022

Lagður fram til kynningar ársreikningur Blábankans 2022, ásamt ársskýrslu.
Lagt fram til kynningar.

9.Lausaganga og ágangur búfjár - erindi frá Bændasamtökum Íslands - 2023070020

Lagt fram erindi frá Bændasamtökum Íslands, dags. 6. júlí 2023, er varðar lausagöngu og ágang búfjár.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?