Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1247. fundur 03. júlí 2023 kl. 08:10 - 08:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Göngugata í Hafnarstræti - 2023060043

Á 1244. fundi bæjarráðs, þann 12. júní 2023, var lagt fram minnisblað Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs, f.h. Í-lista, dags. 9. júní 2023, varðandi tilraunaverkefni um að gera Hafnarstræti í Skutulsfirði að göngugötu á þeim dögum þar sem margir farþegar skemmtiskipa eru í bænum.

Bæjarráð hugnast best hugmyndir um göngugötu um Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg, milli kl. 9 og 15, miðað við 5000 manna farþegadaga, að teknu tilliti til akstursheimildar vegna vörulosunar og aksturs fatlaðra. Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga samráð við verslunareigendur í miðbænum vegna málsins. Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.

Málið var tekið fyrir á 134. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, þann 28. júní 2023, en nefndin tók jákvætt í hugmyndir um að bæta umferðaröryggi óvarinnar umferðar á álagstímum, en vísaði útfærslu hugmynda m.t.t. fjölda farþega aftur til bæjarráðs.

Málið var tekið fyrir á 611. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 22. júní 2023, en nefndin taldi verkefnið áhugavert og leggur áherslu á að skoða málið í vinnslu við nýtt deiliskipulag um miðbæ Ísafjarðar.

Er málið nú lagt fyrir fund bæjarráðs á nýjan leik.
Samþykkt tillaga formanns bæjarráðs um að gera Hafnarstræti á Ísafirði að göngugötu á eftirfarandi dögum:
7. júlí
3. ágúst
15. ágúst
18. ágúst
19. ágúst
frá kl. 9 til kl. 15, með lausu hliði fyrir forgangsumferð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að meta verkefnið í lok sumars og leggja greinargerð fyrir bæjarráð.

2.Grenjavinnsla 2023 - refa - og minkaveiði - 2023050028

Á 134. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, þann 28. júní 2023, var áætlun um refaveiðar vísað til umræðu í bæjarráði, en um er að ræða áætlun frá Umhverfisstofnun vegna veiða áranna 2023-2025 auk samnings við stofnunina um refaveiðar í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - 2023010041

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsettur 29. júní 2023, þar sem umsagnar Ísafjarðarbæjar er óskað vegna umsóknar Dýrafjarðardaga félagasamtaka um tímabundið áfengisleyfi vegna Dýrafjarðardaga 2023. Áfengisveitingabeiðni lýtur að kvöldvöku, utandyra nema veður hamli, kl. 19-22:30, og í félagsheimilinu á Þingeyri, kl. 19-02:30, 15. júlí til aðfaranætur 16. júlí 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis.
Fylgiskjöl:

4.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - 2023010041

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsettur 28. júní 2023, þar sem umsagnar Ísafjarðarbæjar er óskað vegna umsóknar Elísu Bjarkar Jónsdóttur, f.h. Hamonu á Þingeyri, um tímabundið áfengisleyfi vegna Dýrafjarðardaga 2023. Áfengisveitingabeiðni lýtur að leyfi til að selja áfengi á veitingastað Hamonu á Þingeyri með seldum mat, á opnunartíma kl. 10-22, 14.-17. júlí 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis.
Fylgiskjöl:

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 22. júní 2023, þar sem matvælaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 117/2023, „Skýrsla starfshóps um strok úr sjókvíaeldi“.
Umsagnarfrestur er til og með 24. júlí 2023.
Bæjarráð fagnar framkominni skýrslu um strok úr sjókvíaeldi.
Af þeim tveimur tölum sem notaðar eru við ákvörðun hámarksmagns fiskeldis (burðarþol og áhættumat erfðablöndunar) er áhættumatið talsvert lægra. Væri áhættan af erfðablöndun lægri væri hægt að tvöfalda leyft heildarmagn eldisfisks í Ísafjarðardjúpi. Gott samstarf eldisfyrirtækja, yfirvalda og annarra hagaðila er því gríðarlegt hagsmunamál fyrir Vestfirði.
Bæjarráð tekur ekki afstöðu til einstakra tillagna skýrslunnar en leggur að stjórnvöldum og eldisfyrirtækjum að hraða innleiðingu alls þess sem minnkað getur strok og afleiðingar þess.

6.Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan Eyrar -Aðalskipulagsbreyting - 2020110080

Lögð fram til kynningar staðfesting Skipulagsstofnunar á breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna íbúðarbyggðar á landfyllingu norðan Skutulsfjarðareyrar, auk uppdráttar.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 22. júní 2023.
Lagt fram til kynningar.

8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 134 - 2306019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 134. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 28. júní 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 134 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við verksamning vegna hirðingu sorps í sveitarfélaginu, um tveggja ára framlengingu.

Fundi slitið - kl. 08:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?