Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1244. fundur 12. júní 2023 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2023 - 2023020013

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10

2.Göngugata í Hafnarstræti - 2023060043

Lagt fram minnisblað Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs, f.h. Í-lista, dags. 9. júní 2023, varðandi tilraunaverkefni um að gera Hafnarstræti í Skutulsfirði að göngugötu á þeim dögum þar sem margir farþegar skemmtiskipa eru í bænum.
Bæjarráð hugnast best hugmyndir um göngugötu um Hafnarstræti, frá gatnamótum við Austurveg, milli kl. 9 og 15, miðað við 5000 manna farþegadaga, að teknu tilliti til akstursheimildar vegna vörulosunar og aksturs fatlaðra. Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga samráð við verslunareigendur í miðbænum vegna málsins. Bæjarráð vísar málinu til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.
Sigríður yfirgaf fund kl. 9.00.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:45

3.Umferðaröryggi á Suðureyri - 2023060041

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 9. júní 2023, vegna umferðaröryggismála við grunnskólann á Suðureyri.
Bæjarráð leggur áherslu á að tryggja aðkomu íbúa gagnvart tillögum um skipulagsbreytingar við Túngötu og að tryggja sem best öryggi barna í kringum skólann og vísar málinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

4.Tröppusía, hreinsivirki á Flateyri - 2023060030

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 8. júní 2023, þar sem óskað er samþykkis fyrir kaupum á hreinsivirkisstöð fyrir Flateyri.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um kaup á hreinsivirkisstöð fyrir Flateyri.

5.Kríuvarp Skutulsfirði - 2023060042

Lagt fram erindi Hólmfríðar Arnardóttur, f.h. Fuglaverndar, dags. 5. júní 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er boðin aðstoð vegna kríuvarps í botni Skutulsfjarðar, finna lausn og miðla fræðslu.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Við undirbúning máls þessa var reynt að velja vægustu leiðina til að hliðra varpi kríunnar, og að það yrði gert áður en fuglinn myndi setjast, en Ísafjarðarbær hefur fengið ítrekaðar beiðnir frá íbúum í Skutlsfirði um aðgerðir. Þá skal horft til þess að kríunni sjálfri er hætta búin á að verpa á þessu svæði, enda er varplandið mjög nálægt vegi, og hefur dauði unga síðustu ár verið mikill vegna þess.

Ísafjarðarbær hefur verið í samskiptum við Nave til að finna lausn á málinu og verður áfram, og felur bæjarráð bæjarstjóra að halda áfram samtali við Nave, auk Fuglaverndar vegna málsins.

6.Ágangur búfjár - erindi til sveitarstjórna - 2023020056

Lagt fram bréf forsvarsmanna umræðuhóps um lausagöngu sauðfjár, dagsett 4. mars 2023, þar sem gerðar eru athugasemdir við minnisblað Sambandsins um réttarstöðu sveitarfélaga vegna ágangs búfjár, sem sent var sveitarfélögum 3. febrúar 2023.
Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að taka lagaumhverfi málsins til gagngerrar endurskoðunar.

Bæjarráð vísar erindinu til til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Axel yfirgaf fund kl. 9:20.

7.Hlaupahátíð á Vestfjörðum 2023 - 2023060040

Lagður fram tölvupóstur Hildar Elísabetar Pétursdóttur og Þuríðar Katrínar Vilmundardóttur f.h. Hlaupahátíðar á Vestfjörðum, dagsettur 7. júní 2023, þar sem óskað er eftir að gera styrktarsamning við Ísafjarðarbæ vegna hátíðarinnar.
Bæjarráð tekur jákvætt í að gera þriggja ára samning við Hlaupahátíðina, og felur bæjarstjóra að eiga samtal við forsvarsmenn hátíðarinnar vegna þess. Styrkur sveitarfélagsins hefur verið á ýmsu formi síðust ár, og samþykkir bæjarráð að veita fjárstyrk að fjárhæð kr. 100.000 árið 2023, auk uppsetningar fánaborga og fána, í samræmi við framkvæmd síðustu ára.

8.Hverfisráð - fundargerðir 2023 - 2023040052

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðsins í Dýrafirði, en fundur var haldinn 23. maí 2023.
Vegna eðlis málanna vísar bæjarráð fundargerðinni til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

9.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 2. júní 2023.
Lagt fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 454 - 2305026F

Lögð fram til kynningar fundargerð 454. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 6. júní 2023.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 610 - 2306002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 610. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 8. júní 2023.

Fundargerðin er í tíu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 11.3 2023010245 Bræðratunga, raðhús
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 610 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulegar breytingar á deiliskipulagi við Tunguskeið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010, vegna fjölgunar lóða undir 6 íbúða raðhús, við götuna Bræðratungu.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 610 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Rakel Sylvíu Björnsdóttur lóðina við Seljaland 23, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
    Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?