Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1242. fundur 30. maí 2023 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Arna Lára Jónsdóttir yfirgaf fund kl. 8.10.

1.Aðstaða fyrir ferðamenn - 2021070009

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. maí 2023, vegna aðstöðu fyrir ferðamenn í Edinborgarhúsi.

Auk þessa lögð fram drög að viðauka verði tillögur í minnisblaði samþykktar.
Bæjarráð telur að taka þurfi salernismál skemmtiskipafarþega fastari tökum með varanlegum lausnum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að framkvæma verðfyrirspurn á samningi til millilangs tíma (3-5 ára) um aðgang og viðhald salerna í miðbæ og efri bæ fyrir skemmtiskipafarþega, auk þess sem málið er sent til afgreiðslu í hafnarstjórn.

Samhliða felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja undirbúning að byggingu tveggja frístandandi almenningssalerniseininga í miðbæ og efri bæ, og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til afgreiðslu um skipulag og samþykkt framkvæmda.

Til skamms tíma samþykkir bæjarráð samning við Edinborgarhúsið á grunni minnisblaðs sviðsstjóra, fyrir árið 2023, og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 7 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023.
Arna Lára kom aftur til fundar kl. 8:25.

2.Samningur um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi - 2021040038

Á 1239. fundi bæjarráðs, þann 2. maí 2023, voru lögð fram drög að samningi um umsjá knattspyrnuvalla og 1. hæð í vallarhúsi á Torfnesi við knattspyrnudeild Vestra, meistaraflokk. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd.

Málið var tekið fyrir á 241. fundi íþrótta- og tómstundanefndar, þann 17. maí 2023. Niðurstaða nefndarinnar var að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samning með lítilsháttar breytingum um þrifaákvæði undir 3. grein.

Er samningurinn nú lagður fram að nýju ásamt viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar 2023.
Bæjarráð samþykkir samning um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi og 1. hæð í vallarhúsi við knattspyrnudeild Vestra, meistaraflokk.

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 8 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8.30.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:25

3.Eyrargata 11 á Suðureyri. Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda. - 2023050168

Lagt fram erindi Elíasar Guðmundssonar, f.h. Nostalgíu ehf., dags. 18. maí 2023, varðandi umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda fyrir Eyrargötu 11 á Suðureyri, á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar um tímabundna niðurfellingu á ákveðnum lóðum, við þegar byggðar götur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbygginga við Eyrargötu 11 á Suðureyri, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október 2022.

Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.

4.Aðalgata 17 á Suðureyri. Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023050170

Lagt fram erindi Elíasar Guðmundssonar, f.h. Nostalgíu ehf., dags. 18. maí 2023, varðandi umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda fyrir Aðalgötu 17 á Suðureyri, á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar um tímabundna niðurfellingu á ákveðnum lóðum, við þegar byggðar götur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbygginga við Aðalgötu 17 á Suðureyri, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október 2022.

Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.

5.Aðalgata 19 á Suðureyri. Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023050169

Lagt fram erindi Elíasar Guðmundssonar, f.h. Nostalgíu ehf., dags. 18. maí 2023, varðandi umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda fyrir Aðalgötu 19 á Suðureyri, á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar um tímabundna niðurfellingu á ákveðnum lóðum, við þegar byggðar götur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna nýbygginga við Aðalgötu 19 á Suðureyri, í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar á 499. fundi sínum þann 6. október 2022.

Skilyrði eru að framkvæmdir hefjist fyrir 31. desember 2023, og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.

6.Cycling Westfjords fánar styrkbeiðni 2023 - 2023050138

Á 168. fundi menningarmálanefndar var lagt fram erindi Tyler og Dóru, f.h. Cycling Westfjords, dags. 9. maí 2023, þar sem óskað var eftir styrk vegna láns og uppsetningar á fánaborgum á hringtorgi á Ísafirði og aðgang að fánafestingum á ljósastaurum í Hafnarstræti á Ísafirði, í lok júní 2023, vegna hjólakeppni félagsins.

Menningarmálanefnd tók vel í erindið en vísaði styrkbeiðni til afgreiðslu bæjarráðs.

Menningarmálanefnd lagði þó áherslu á að fánar á fánafestingum á staurum í Hafnarstræti verði án auglýsinga styrkveitenda og einungis sé um að ræða merki viðkomandi hátíðar.
Bæjarráð samþykkir veitingu styrks til Cycling Westfjords vegna fána og fánastanga á umræddum tíma og felur bæjarstjóra að finna styrkveitingunni stað í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, og tekur undir bókun menningarmálanefndar um að umræddir fánar á fánafestingum á staurum í Hafnarstræti verði án auglýsinga styrkveitenda og einungis sé um að ræða merki viðkomandi hátíðar.

7.Við Djúpið fánar styrkbeiðni 2023 - 2023050148

Á 168. fundi menningarmálanefndar, þann 24. maí 2023, var lagt fram erindi Greips Gíslasonar, f.h. Við Djúpið, dags. 9. maí 2023, þar sem óskað var eftir styrk vegna láns og uppsetningar á fánafestingum á ljósastaurum í Hafnarstræti á Ísafirði, í lok júní 2023, vegna tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið, sem hefst 17. júní 2023.

Menningarmálanefnd tók vel í erindið en vísaði styrkbeiðni til afgreiðslu bæjarráðs.

Menningarmálanefnd lagði þó áherslu á að fánar á fánafestingum á staurum í Hafnarstræti verði án auglýsinga styrkveitenda og einungis sé um að ræða merki viðkomandi keppni.
Bæjarráð samþykkir veitingu styrks til tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið vegna fánastanga á umræddum tíma og felur bæjarstjóra að finna styrkveitingunni stað í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, og tekur undir bókun menningarmálanefndar um að umræddir fánar á fánafestingum á staurum í Hafnarstræti verði án auglýsinga styrkveitenda og einungis sé um að ræða merki viðkomandi hátíðar.

8.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lagt fram erindi Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra Fjórðungssambands Vestfjarða, dags. 26. maí 2023, þar sem óskað er skipunar tveggja fulltrúa bæjarstjórnar í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða.

9.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2022-2023 - 2022120086

Lagðar fram til samþykktar 6 yfirlýsingar vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023, sem bæjarstjóri hefur undirritað með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, sbr. 6. gr. rgl. 995/2021.
Bæjarráð staðfestir framlagðar yfirlýsingar vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023, en bæjarstjóri hefur undirritað þær með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

10.Stjórnsýsluhús - Ársreikningur 2022 - 2023050134

Lagður fram ársreikningur Stjórnsýsluhúss fyrir árið 2022
Lagt fram til kynningar.

11.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ársreikningur 2022 - 2023050179

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árið 2022, sem staðfestur var á 68. fjórðungsþingi 12. apríl 2023.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. maí 2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjallskilanefnd - 16 - 2305013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar fjallskilanefndar, en fundur var haldinn 17. maí 2023.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 13.2 2023050112 Fjallskil 2023
    Fjallskilanefnd - 16 Tillaga formanns að fjallskilaseðli 2023 samþykkt.

    Fjallskilanefnd gat ekki fundið leitarstjóra fyrir svæði 3 í Mýrarhreppi hinum forna - frá Fjallaskaga að Alviðru. Fjallskilanefnd vísar til bæjarstjórnar að tilnefna leitarstjóra á svæði 3, í samræmi við 8 gr. fjallskilasamþykktar Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslna.

14.Fræðslunefnd - 453 - 2305018F

Fundargerð 453. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 25. maí 2023.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.

15.Menningarmálanefnd - 168 - 2305019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 168. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 24. maí 2023.

Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram til kynningar.

16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 609 - 2305015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 609. fundar skipulags- og mannvirkjanendar, en fundur var haldinn 26. maí 2023.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 609 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýsa tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna ofanflóðavarna á Flateyri, skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 609 Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur tekið athugasemdir og umsagnir, sem bárust á auglýsingartíma, til efnislegrar meðferðar á fundum nr. 608 og 609. Athugasemdir gefa ekki tilefni til að gerðar verði efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð.

    Skipulagsfulltrúa er falið að svara umsögnum og athugasemdum með vísan í skjalið „Samantekt umsagna og athugasemda - og viðbrögð“ dags. 25. maí 2023.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt með vísan í 32. gr. skipulagslaga 123/2010.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?