Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1240. fundur 15. maí 2023 kl. 08:10 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2022 - 2022110060

Lagður fram til kynningar ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2022, ásamt minnisblaði Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 12. maí 2023.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Ísafjarðarbæjar 2022, og vísar til afgreiðslu og fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10

2.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 - 2023040037

Lagt fram til samþykktar ferli fjárhagsáætlunarvinnu 2024, þar sem fram koma dagsetningar skila á einstökum gögnum og fundum í vinnuferlinu.
Bæjarráð samþykkir ferli fjárhagsáætlunarvinnu fyrir rekstrarárið 2024.

3.Port of Ísafjörður - bæklingur fyrir farþega skemmtiferðaskipa 2023 - 2023050012

Lagður fram til samþykktar viðauki 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna upplýsinga- og prentamála Hafnarskrifstofa. Áhrif viðaukans á fjárhag er kr. 0.

Jafnframt lagt fram til kynningar minnisblað Hilmars Lyngmo, hafnarstjóra, dags. 12. maí 2023, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, en áhrif viðaukans er kr. 0.

4.Velferðarþjónusta Vestfjarða - 2022100128

Lagður fram tölvupóstur Þorgeirs Pálssonar, sveitarstjóra Strandabyggðar, dagsettur 3. og 9. maí 2023, þar sem þess er óskað að bæjar- og sveitarstjórnir hlutaðeigandi sveitarfélaga sem standa að samningi um Velferðarþjónustu Vestfirðinga, taki beiðni Strandabyggðar um aðild, formlega fyrir á næsta bæjar- eða sveitarstjórnarfundi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en felur bæjarstjóri að kanna hvaða áhrif það hefur á samning um Velferðarþjónustu Vestfjarða sem er í lokayfirlestri í ráðuneytum og hjá samstarfsaðilum, og kanna möguleikann á að gera viðauka við þann samning.

5.Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012

Lagt fram minnisblað Hilmars Lyngmo, hafnarstjóra dags. 5. maí 2023, vegna verksins "Fyrirstöðugarður við Norðurtanga" þar sem lagt er til að samið verði við Tígur ehf., á grundvelli tilboðs þeirra, að fjárhæð kr. 14.809.480.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Tígur ehf. vegna verksins "Fyrirstöðugarður við Norðurtanga" á grundvelli tilboðs þeirra, að fjárhæð kr. 14.809.480.

6.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2023 - 2023030067

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 5. apríl 2023, vegna launakostnaðar fyrir janúar til apríl 2023.
Lagt fram til kynningar.

7.Dýrafjarðardagar 2023 - styrkbeiðni - 2023050101

Lagður fram tölvupóstur Helga Ragnarssonar, dagsettur 11. maí 2023, varðandi það að blása lífi í hátíðina Dýrafjarðardaga og halda hana 14. - 16. júlí 2023. Óskað er eftir að Ísafjarðarbær styrki hátíðina fjárhagslega.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við umsækjanda um framkvæmd hátíðarinnar, auk þess að finna styrkfjármagn að fjárhæð kr. 250.000 í fjárhagsáætlun ársins 2023.

8.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2022-2023 - 2022120086

Lagðar fram til samþykktar 14 yfirlýsingar vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023, sem bæjarstjóri hefur undirritað með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, sbr. 6. gr. rgl. 995/2021.
Bæjarráð staðfestir framlagða yfirlýsingu vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023, en bæjarstjóri hefur undirritað með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

9.Sveitarstjórnarviðburður í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins - 2023050102

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 8. maí 2023, þar sem sveitarstjórnum og ungmennaráðum sveitarfélga er boðið að taka þátt í sveitarstjórnarviðburði í tengslum við leiðtogafund Evróðuráðsins í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

10.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni - 2022090010

Lagt fram bréf frá Vilborgu Þórarinsdóttur, f.h. umsýslusveitarfélags umdæmisráðs landsbyggða, dags. 28. apríl 2023, þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birti meðfylgjandi viðauka, sem og samninginn um umdæmisráð landsbyggða á heimasíðu sinni. Jafnframt er lagður fram Viðauki I með ákvörðun um skipan Árneshrepps í umdæmisráð landsbyggða.
Lagt fram til kynningar.

11.EFS - ýmis erindi 2023 - 2023050100

Lagt fram til kynningar bréf Þóris Ólafssonar og Gústavs Arons Gústavssonar f.h. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 9. maí 2023, þar sem kynnt er starfsáætlun EFS fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.

12.Boð á ársfund 2023 - Náttúruhamfaratryggingar Íslands - 2023050037

Lagt fram til kynningar fundarboð á ársfund Náttúruhamfaratrygginga Íslands, en fundur er haldinn á Grand Hótel 25. maí 2023, kl. 11.30-13, auk þess sem hægt er að fylgjast með í streymi.
Lagt fram til kynningar.

13.Hverfisráð - fundargerðir 2023 - 2023040052

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Dýrafjarðar, en fundur var haldinn 22. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2023 - 2023020021

Lögð fram fundargerð 143. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldinn var 3. maí 2023. Jafnframt lögð fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðasvæðis fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir og ýmis mál 2023 - Náttúrustofa Vestfjarða - 2023030020

Lagt fram bréf Smára Haraldssonar, stjórnarformanns, og Sigurðar H. Árnasonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða, dagsett 9.maí 2023, þar sem boðað er til ársfundar NAVE þann 19. maí. Jafnframt lagður fram til kynningar samþykktir NAVE og ársreikningur fyrir árið 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins.

16.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 925. fundar stjórnar Sambandsins íslenskra sveitarfélaga frá 28. apríl 2023.
Lagt fram til kynningar.

17.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir og ýmis erindi 2023 - 2023050011

Lögð fram til kynningar fundargerð 72. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, sem haldinn var 19. apríl 2023.
Lagt fram til kynningar.

18.Hafnarstjórn - 241 - 2305004F

Fundargerð 241. fundar hafnarstjórnar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 10. maí 2023.

Fundargerðin er í tíu liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 608 - 2305001F

Lögð fram til kynningar fundargerð 608. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. maí 2023.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 608 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila kynningarferli og auglýsa skipulagslýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir miðbæ Ísafjarðar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagslýsingin mun fara í birtingu í Skipulagsgátt.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 608 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Tvísteinum ehf. lóðirnar við Tungubraut 10, 12, 14 og 16 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

20.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132 - 2305006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 132. fundar umhverfis-og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 8. maí 2023.

Fundargerð er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Velferðarnefnd - 470 - 2305007F

Fundargerð 470. fundar velferðarnefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 11. maí 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?