Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1238. fundur 17. apríl 2023 kl. 08:10 - 10:02 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Ársfjórðungsuppgjör 2022 - 2022040099

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 14. apríl 2023, vegna ársreiknings 2022, ásamt rekstrarreikningi vegna fjórða árshluta.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 5 - 2023010091

Lagt fram minnisblað Eddu María Hagalín, fjármálastjóra, og Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 30. mars 2023, vegna framkvæmda eignasjóðs.

Jafnframt lagður fram til samþykktar viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023, vegna framkvæmda eignasjóðs. Áhrif viðaukans á fjárhagsáætlun er kr. 0.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 5 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, en áhrif viðaukans er kr. 0.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:25

3.Safnahúsið - Viðhald 2022, útboð verkþátta - 2022030130

Lagt fram minnisblaðs Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 5. apríl 2023, vegna verksins „Safnahús úrbætur í kjallara“ þar sem lagt er til að samið verði við Kjarnasögun ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir að semja við Kjarnasögun ehf. vegna verksins „Safnahús úrbætur í kjallara“ að fjárhæð kr. 8.014.000.

4.Vatnsveita Ísafjarðarbæjar - Vatnslögn yfir í Staðardal Áfangi II - 2022120091

Lagt fram minnisblað Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 5. apríl 2023, vegna verksins „Staðardalur áfangi II“ þar sem lagt er til að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir að semja við Gröfuþjónustu Bjarna ehf., vegna verksins „Staðardalur áfangi II“ að fjárhæð kr. 15.020.000.

5.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Hjörleifs Finnssonar, verkefnastjóra á Flateyri, dagsettur 13. apríl 2023, ásamt fundargerð Hverfisráðs Önundarfjarðar frá 4. apríl 2023, þar sem undir 2. lið koma fram athugasemdir ráðsins vegna áætlana um framkvæmdir við varnarmannvirki á Flateyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma athugasemdum hverfisráðs Flateyrar á framfæri.

6.Vallargata 25, Þingeyri - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023040004

Lagður fram tölvupóstur Björns Drengssonar og Valdísar Báru Kristjánsdóttur, dagsettur 30. mars 2023, þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda fyrir Vallargötu 25 á Þingeyri.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 13. apríl 2023, og Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 14. apríl 2023, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita 100% afslátt af gatnagerðargjöldum til Valdísar Báru Kristjánsdóttur og Björns Drengssonar, vegna byggingar íbúðarhúss á lóð við Vallargötu 25 á Þingeyri, með vísan til 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjald, um sérstaka lækkunarheimild, en bæjarráð telur byggingu fasteignar á Þingeyri vera á svæði sem hefur sætt lítilli ásókn undanfarin ár til uppbyggingar, auk þess sem Þingeyri hefur verið undir merkjum Brothættra byggða undanfarin ár. Jafnframt er um að ræða íbúðarhúsnæði og lóðin við þegar tilbúna götu á Þingeyri.

7.Hjólagrindur við Vestrahús - 2023040025

Lagt fram bréf Peter Weiss, f.h. fulltrúa þeirra stofnana sem eru til húsa í Vestrahúsi, dagsett 28. mars 2023, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp hjólagrindur á gangstétt við Vestrahús, að stofnanir/fyrirtæki Vestrahúss kaupi grindurnar, en sveitarfélagið sjái um uppsetningu þeirra. Jafnframt er farið fram á heildarskipulagningu svæðisins fyrir framan Vestrahús/Háskólasetur og nefndir ýmsir þættir sem hafa þarf í huga við skipulagið.
Bæjarráð fagnar framtakinu, en telur gangstéttir ekki hentugan stað, og heimilar því að hjólagrindur verði settar upp á bílastæðum fyrir framan Vestrahús. Öðrum ábendingum er vísað til deiliskipulagsvinnu á Suðurtanga.
Axel yfirgaf fund kl. 08:51

8.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. apríl 2023, varðandi breytingar á gjaldskrá hafnarsjóðs 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi breytingatillögu á 2. mgr. 7. gr. hafnargjaldskrár varðandi farþegagjöld:

„Farþegagjald skal greiða af hverjum farþega ferðaþjónustubáta og skemmtiferðaskipa. Gjaldið er kr. 205. Skipstjóri, umboðsmaður eða eigandi farþegaskips skal afhenda hafnaryfirvöldum upplýsingar um farþegafjölda til innheimtu gjaldsins. Skipstjórar, umboðsmenn eða eigendur þeirra báta sem stunda reglubundna farþegaflutninga skulu skila upplýsingum um farþegafjölda hverrar ferðar mánaðarlega og skal upplýsingum skilað eigi síðar en 3. hvers mánaðar fyrir næstliðinn mánuð. Skili ofangreindir aðilar ekki upplýsingum um farþegafjölda er heimilt að áætla fjölda farþega fyrir viðkomandi tímabil eða leggja á 25% álag ef skil á farþegatölum dragast umfram 20 daga.“

Þá felur bæjarráð bæjarstjóra að leggja breytingatillöguna fram í bæjarstjórn á morgun, 18. apríl 2023, og óska eftir því að hún verði tekin inn með afbrigðum.
Edda yfirgaf fund kl. 08:55

9.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 13. apríl 2023, varðandi endurnýjun á samningi við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Eyrarskjóls, en tillaga fræðslunefndar um endurnýjun samnings er á dagskrá bæjarstjórnar þann 18. apríl 2023.
Bæjarráð samþykkir að veita Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, og Hafdísi Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, umboð til að ræða við Hjallastefnuna ehf. um áframhaldandi samstarf um rekstur Eyrarskjóls. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að málið verði tekið af dagskrá bæjarstjórnar 18. apríl 2023, þar til niðurstaða samningsumræðna er ljós.
Hafdís yfirgaf fund kl. 09:17.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:59

10.Fulltrúaráð Háskólaseturs Vestfjarða 2023 - 2023040032

Lagður fram tölvupóstur Peter Weiss f.h. Háskólaseturs Vestfjarða, dagsettur 11. apríl 2023, þar sem óskað er tilnefningar fulltrúa Ísafjarðarbæjar í fulltrúaráð Háskólasetursins.
Bæjarráð tilnefnir Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, sem aðalfulltrúa Ísafjarðarbæjar í fulltrúaráð Háskólaseturs Vestfjarða og Nanný Örnu Guðmundsdóttur til vara.

11.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2023 - 2023030067

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 5. apríl 2023, vegna launakostnaðar fyrir janúar til mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 30. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

13.Fræðslunefnd - 451 - 2303022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 451. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 13. apríl 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd - 451 Samningur við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Eyrarskjóls rann út árið 2019, en unnið hefur verið samkvæmt honum síðan. Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áframhaldandi samstarf við Hjallastefnuna og að endurnýja samning við fyrirtækið um rekstur Eyrarskjóls.

14.Hafnarstjórn - 240 - 2304001F

Lögð fram til kynningar fundargerð 240. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 12. apríl 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
Edda María og Hilmar yfirgefa fund kl. 10:00
  • 14.1 2022050015 Gjaldskrár 2023
    Hafnarstjórn - 240 Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærða gjaldskrá þar sem bryggjugjöld 2023 verði eftirfarandi:
    0-15 brt: 9,3 kr.
    15-30 brt: 11,7 kr.
    >30: 11,7 kr.
  • Hafnarstjórn - 240 Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að farið verði í gerð 140 metra fyrirstöðugarðs og að samþykkja viðauka B við fjárhagsáætlun.

    Hafnarstjóra jafnframt falið að fylgja eftir framkvæmdum við fyrirstöðugarð við Norðurtanga.
  • Hafnarstjórn - 240 Vinnuskjal lagt fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 240 Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:28
  • Hilmar Lyngmo, hafnarstjóri - mæting: 09:36

15.Íþrótta- og tómstundanefnd - 240 - 2303025F

Lögð fram til kynningar fundargerð 240. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. apríl 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 606 - 2303020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 606. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. apríl 2023.

Fundargerðin er í tíu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 606 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á lið a í viðauka samnings um áætlaðan framkvæmdatíma við Brjótinn á Suðureyri, nefnt iðnaðar- og athafnasvæði B20 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 606 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjastjórn að heimila útgáfu á viðauka lóðarleigusamnings við Sætún 9 á Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 606 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjastjórn að heimila útgáfu á lóðarleigusamningi við Engjaveg 28 á Ísafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 606 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Nostalgíu ehf. lóðina við Skipagötu 1, Suðureyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 606 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta Nostalgíu ehf. lóðina við Stefnisgötu 10, Suðureyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fundi slitið - kl. 10:02.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?