Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1233. fundur 06. mars 2023 kl. 08:10 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Móttaka flóttamanna 2023 - 2023010017

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 3. mars 2023, þar sem óskað er eftir samþykki fyrir því að Ísafjarðarbær taki á móti allt að 40 einstaklingum í samræmdri móttöku flóttafólks á tímabilinu 1. febrúar 2023 til 31. janúar 2024.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að Ísafjarðarbær taki á móti allt að 40 einstaklingum í samræmdri móttöku flóttafólks á tímabilinu 1. febrúar 2023 til 31. janúar 2024.
Margrét yfirgaf fund kl. 8:22.

Gestir

  • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:10

2.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Lagt fram til kynningar minnisblað Verkís ehf., dags. 3. mars. 2023, vegna fráveitulagna við Pollinn. Auk þessa lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 3. mars 2023, vegna uppdælingar efnis og dýpkun Sundahafnar.
Bæjarráð leggur til að frestað verði að dæla upp um 50.000 m3 af efni af hafsbotni úr Sundunum í Skutulsfirði. Jafnframt að bæjarstjóra verið falið að undirbúa vörpun um 150.000 m3 af efni í haf við Prestabugt. Samhliða er bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að byggingu varnargarðs út frá Norðurtanga vegna innburðar efnis úr hafi, sem þegar er farið að þrengja innsiglingu skipa í Skutulsfirði.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:25
Jóhann Birkir vék af fundi vegna vanhæfis kl. 8:50.

3.Kirkjubólsland - fyrirspurn um niðurfellingu gatnagerðargjalds - 2023010067

Á 1230. fundi bæjarráðs, þann 13. febrúar 2023, var lagt fram bréf Ómars Helgasonar f.h. Aðstöðunnar sf., dags. 7 febrúar 2023, þar sem óskað er eftir því við bæjarráð að gatnagerðargjöld vegna byggingaráforma fyrirtækisins verði felld niður.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins og fól bæjarstjóra að afla frekari gagna vegna beiðninnar.

Er nú lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 3. mars 2023, vegna málsins.
Bæjarráð hafnar beiðni Ómars Helgasonar f.h. Aðstöðunnar sf. um niðurfellingu gatnagerðargjalda, með þeim rökum sem fram koma í minnisblaði sviðsstjóra, en vísar umsækjanda á samráð við umhverfis- og eignasvið varðandi fráveitu og vatnsveitu í landi Kirkjubóls.
Jóhann Birkir kom aftur til fundar kl. 8:55.

4.Sorpförgun og hirðing - Útboð 2023 - 2022120020

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 27. janúar 2023, varðandi útboð á sorphirðu og -förgun í Ísafjarðarbæ.

Málið var á dagskrá 129. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, þann 1. mars 2023, en nefndin vísaði málinu til umfjöllunar í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við þjónustuaðila um að samþykkja að nýta framlengingarákvæði samkvæmt samningi um sorphirðu og -förgun í Ísafjarðarbæ.
Smári yfirgaf fund kl. 9:00.

Gestir

  • Smári Karlsson, verkefnastjóri - mæting: 08:55

5.Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Vestfjörðum - 2023030021

Lögð fram til kynningar viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Vestfjörðum, dagsett 10. febrúar 2023.
Viðbragðsáætlun lögð fram til kynningar.

Bæjarstjóri upplýsir fundarmenn jafnframt um formlega opnun nýs almannavarnarrýmis í Guðmundarbúð, föstudaginn 17. mars nk.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 28. febrúar 2023, um að matvælaráðuneyti kynni til samráðs mál nr. 49/2023, „Skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi.“ Umsagnarfrestur er til og með 28. mars 2023.

Skýrsla um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi jafnframt lögð fram.
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun:

„Bæjarráð fagnar útkomu skýrslunnar. Með henni, úttekt Ríkisendurskoðunar og nýsamþykktu strandsvæðaskipulagi er kominn góður grunnur til áframhaldandi vaxtar umhverfisvæns lagareldis til lands og sjávar. Skýrslan sýnir þau miklu vaxtartækifæri sem eru framundan og sýnir þau verkefni sem þarf að vinna svo framtíðarsýnin nái fram að ganga í sátt atvinnulífs, umhverfis og samfélags.

Sérstaklega fögnum við tillögu skýrsluhöfunda um að aukinn hluti gjalda renni beint til nærsamfélagsins.“

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bókun þessa inn sem umsögn Ísafjarðarbæjar vegna málsins.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 3. mars 2023, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar, 95. mál. Umsagnarfrestur er til 17. mars 2023.
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun:

„Bæjarráð fagnar þingsályktunartillögunni og telur brýnt að samgöngur innan atvinnusvæðis á norðanverðum Vestfjörðum séu tryggar.“

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bókun þessa inn sem umsögn Ísafjarðarbæjar vegna málsins.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 27. febrúar 2023, um að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynni til samráðs mál nr. 48/2023, „Breyting á raforkulögum (raforkuöryggi).“ Umsagnarfrestur er til og með 14. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir og ýmis mál 2023 - Náttúrustofa Vestfjarða - 2023030020

Lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Vestfjarða fyrir árið 2022, sem samþykktur var á 141. stjórnarfundi 1. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 28. febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 129 - 2302017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 129. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 1. mars 2023.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?