Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1225. fundur 09. janúar 2023 kl. 08:10 - 08:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ársskýrsla 2022 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2023010042

Lögð fram til kynningar ársskýrsla slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir starfsárið 2022.
Lagt fram til kynningar.

2.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - 2023010041

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsettur 4. janúar 2023, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn Kvenfélagsins Hvatar, dags. 4. janúar 2023, um tækifærisleyfi fyrir þorrablót í Hnífsdal.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis fyrir þorrablót í Hnífsdal, 4.-5. febrúar 2023, í félagsheimilinu í Hnífsdal.
Fylgiskjöl:

3.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Guðfinnu Hreiðarsdóttur, dagsettur 19. desember 2022, vegna uppfærðar útgáfu strandsvæðaskipulags sem birt hefur verið á vefnum hafskipulag.is, ásamt viðbrögðum við framkomnum athugasemdum. Öll gögn má finna á vefslóðinni https://www.hafskipulag.is/um/frettir/strandsvaedisskipulag-vestfjarda-samthykkt-af-svaedisradi
Lagt fram til kynningar.

4.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni - 2022090010

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni, dagsettur 30. desember 2022. Jafnframt lögð fram til kynningar skipunarbréf fulltrúa í umdæmisráðinu.
Lagt fram til kynningar.

5.KSÍ þing á Ísafirði 2023 - 2023010045

Lagt fram erindi Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns Knattspyrnusambands Íslands, og Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, dags. 3. janúar 2023 þar sem upplýst er að 77. ársþing KSÍ fari fram á Ísafirði 23. febrúar 2023. Þingið verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi og er óskað eftir að íþróttahúsið á Torfnesi verði leigt út til KSÍ á hagstæðum kjörum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

6.Fiskeldissjóður - umsókn 2023 - 2022120066

Lagt er fram minnisblað Axels R. Överby dags. 3. janúar sl., vegna styrkumsókna f.h. sveitarfélagsins, þar sem lagt er til við bæjarráð um að taka umræðu um umsóknir fyrir árið 2023
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja frekari hugmyndir fyrir bæjarráð til samþykktar.
Axel yfirgaf fund kl. 8:45.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:30

7.Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði - 2022100001

Lagður fram tölvupóstur Halldórs Halldórssonar, formanns stjórnar Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses, dagsettur 2. janúar 2022, vegna aukins kostnaðar við byggingu Stúdentagarðanna. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ákveðið að hækka stofnvirði byggingarinnar og jafnframt að hækka stofnframlag, en óskað er eftir að Ísafjarðarbær komi til móts við hses vegna óhjákvæmilegrar hækkunar.
Jafnframt lagt fram bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til hses, dagsett 30. desember 2022, þar sem fram kemur að hækkun á stofnframlagi sé með fyrirvara um samþykki sveitarfélagsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 6. janúar 2023, vegna málsins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Edda María yfirgaf fund kl. 8:50.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:45

8.Fundargerðir 2022 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2022010075

Lögð fram til kynningar fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 14. desember 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?