Starfsmannavefur

Þetta er starfsmannavefur Ísafjarðarbæjar. Umsjón með honum hefur Baldur Ingi Jónasson mannauðsstjóri.

Árshátíð 5. október 2024 - stutt skilaboð frá veislustjóra

Ágæta samstarfsfólk. 

Hvet ykkur eindregið til að skrá ykkur á árshátíðina og það sem allra fyrst.

Þetta er einstaklega skemmtilegur vettvangur til að hitta samstarfsfólk hjá Ísafjarðarbæ undir öðrum kringumstæðum en í vinnunni, njóta góðs matar, hrista kroppinn, skemmta sér og öðrum. 

Sjáumst hress.

Skoða Árshátíð 5. október 2024 - stutt skilaboð frá veislustjóra nánar

Hjólað í vinnuna 2024

Hið árlega átak "Hjólað í vinnuna" hefst núna 8. maí og stendur til 28. maí.

Líkt og síðast munu vinnustaðir bæjarins einnig keppa sérstaklega innbyrðis. Tveir vinnustaðir verða verðlaunaðir, annars vegar fyrir hlutfallslega flesta daga og hins vegar fyrir hlutfallslega flesta kílómetra. Tekið skal fram að það telur einnig með, þegar starfsmenn ganga til vinnu en annars má finna nánari upplýsingar um reglurnar hér.

Við hvetjum allt starfsfólk til að bretta upp ermar og bretti, gera reiðhjólin klár og taka þátt í þessu skemmtilega átaki.

Árshátíð 2024

Ágæta samstarfsfólk.

Þá er það staðfest að ný dagsetning fyrir árshátíðina þetta árið verður laugardagurinn 5. október næstkomandi og því hvet ég alla til að taka daginn frá. Ákveðið hefur verið að lækka miðaverð aðeins, þannig að verðið nú er 6.500 kr. fyrir starfsfólk og 11.000 kr. fyrir maka/gest. Skráning fer svo fram undir lok september.

----------

Dear colleagues.

It is now confirmed that this year's annual festival will be held on Saturday, October 5th, so I encourage everyone to mark that date in the calendar. It has been decided to lower the ticket price a bit, so the price is now 6.500 kr. for staff and 11.000 kr. for spouse/guest. Registration will be opened at the end of September.

Mbk. Baldur

Lífshlaupið

Þann 12. mars 2024, voru afhent verðlaun fyrir góðan árangur í lífshlaupinu. Fjórir vinnustaðir hjá Ísafjarðarbæ (Grunnskólinn á Ísafirði, Leikskólinn Sólborg, Leikskólinn Tangi og Bæjarskrifstofa) tóku þátt að þessu sinni og stóðu sig alveg ljómandi vel. Tveir þeirra skáru sig þó nokkuð úr með 100% þátttökuhlutfalli og ástunduðu einhverja hreyfingu alla dagana sem átakið stóð yfir.

Skoða Lífshlaupið nánar

Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2024

Ágæta samstarfsfólk.

Þá styttist í árshátíðina okkar sem verður þann 23. mars.

Húsið mun opna kl. 18:00 og borðhaldið hefst kl. 19:30.
Á efri hæðinni verða píluspjöld þar sem hægt verður að taka leiki og í öðrum búningsklefanum verða karíókí græjur þar sem hver og einn getur sýnt sönghæfileika sína. – Bæði verður opið allt kvöldið.

Þegar veislustjóri hefur lokið sínu góða verki þá mun F1 Rauður taka strax við og skella í frábært dansiball með öllum bestu danslögunum. Á sama tíma mun líka fara í gang silent diskó í hinum búningsklefanum þar sem fólk getur dansað og skemmt sér við öðruvísi aðstæður en það er vant.

Eins og þið vitið er Kristján Freyr veislustjóri og hann lofar sinni allra bestu frammistöðu. Þá mun Hótel Ísafjörður sjá um matinn (sjá meðfylgjandi matseðil).

Hlökkum til að sjá ykkur og endilega skráið ykkur sem fyrst!

 

 

Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2024

Þá er komin dagsetning fyrir árshátíð Ísafjarðarbæjar, en hún verður haldin laugardaginn 23. mars 2024 og verður líkt og undanfarin ár haldin í íþróttahúsinu Torfnesi. Dagskrá verður útlistuð þegar nær dregur.

Ég vil hvetja allt starfsfólk bæjarins til að taka þessa dagsetningu frá, því þarna gefst einstakt tækifæri til að hitta annað samstarfsfólk, taka spjallið, segja góðar sögur, hrista kroppinn og skemmta sér.

Mbk. Baldur

Stóri starfsmannadagurinn

Ágæta samstarfsfólk.

Fimmtudaginn 9. nóvember næstkomandi, milli kl. 12.00 og 16.00 fer „Stóri starfsmannadagurinn“ fram í íþróttahúsinu á Torfnesi. Boðið verður upp á léttar veitingar milli kl. 12.00 og 12.40, en formleg dagskrá hefst um kl. 12.40.

Markmiðið með deginum er m.a. að efla liðsheild og tengsl við sameiginlegan tilgang okkar sem starfsfólk Ísafjarðarbæjar.

Við undirstrikum mikilvægi þess að allir starfsmenn Ísafjarðarbæjar mæti (enda skyldumæting), en hér gefst einstakt tækifæri til að hitta annað samstarfsfólk innan bæjarins, deila reynslu og eiga ánægjuríkan dag saman.

Ég vil því vinsamlegast biðja ykkur um að taka daginn frá.

Mbk. Baldur

Hjólað í vinnuna 2023

Hið árlega átak "Hjólað í vinnuna" hefst 3. maí og stendur til 23. maí. Tekið skal fram að það telur einnig með, þegar starfsmenn ganga til vinnu.

Að þessu sinni munu vinnustaðir bæjarins einnig keppa innbyrðis. Tveir vinnustaðir verða verðlaunaðir, annars vegar fyrir hlutfallslega flesta daga og hins vegar fyrir hlutfallslega flestu kílómetrana.

Allt starfsfólk er hvatt til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki.

Afsláttur af sundkortum

Ágæta samstarfsfólk.
 
Á fundi bæjarráðs þann 5. desember síðastliðinn var tillaga um að veita starfsfólki Ísafjarðarbæjar 50% afslátt af sundkortum í sundlaugum bæjarins samþykkt.
Mun þetta taka gildi frá og með 1. janúar 2023.
Ég hvet allt starfsfólk til að nýta sér þetta ágæta tilboð. 
---------
Dear colleagues.
At the town council meeting last December 5, a proposal to give the staff of Ísafjarðarbæ a 50% discount on swimming cards in the town's swimming pools was approved.
This will take effect from January 1, 2023.
I would like to encourage everyone to take advantage of this excellent offer.
Skoða Afsláttur af sundkortum nánar

Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2022

Ágæta samstarfsfólk.

Þá er þetta loks að bresta á. 

Skoða Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2022 nánar

Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2022

.

Skoða Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2022 nánar

Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna 2022.

Ágæta samstarfsfólk.

Nú hefst átakið “Hjólað í vinnuna” þann 4. maí næstkomandi eins og þið sjálfsagt öll hafið fengið veður af. Væri ekki æðislegt ef við tækjum sem flest þátt?

Ég vona að þið skráið ykkur til þátttöku og takið þátt í þessu skemmtilega átaki.

Smellið á frétt fyrir frekari upplýsingar. 

Skoða Hjólað í vinnuna nánar

Smá lífsspeki til gamans

Ágæta samstarfsfólk.

Hvet ykkur til gamans að kíkja við tækifæri á þetta stutta video hjá honum Gaur Gopal Das, guru nokkrum frá Indlandi: https://www.youtube.com/watch?v=9YRjX3A_8cM

Hann er ekkert að flækja hlutina.

Mbk. Baldur

Árshátíð frestað til hausts

Kæra samstarfsfólk.

Nú er maður farinn að hljóma eins og rispuð plata, en það er ljóst að enn verður að fresta árshátíð, þar sem þetta stendur mjög tæpt. Við ætlum að stefna á haustdaga og vonandi verður allt fallið í ljúfa löð á þeim tíma. Ástæða þess að við reynum ekki fyrr er að hluta til vegna dagskrár viðkomandi veislustjóra og mögulegra tímasetninga í íþróttahúsi.

Manni heyrist sem jákvæðari tónn sé kominn í umræðuna um að við séum að nálgast endapunkt í þessu Covid fári og vonandi getum við þá loks haldið hátíðina án allra takmarkana (þó ekki hömluleysis) í haust.

Upplýsingar um dagsetningu munu berast innan tíðar.

Með bestu kveðju, Baldur

Nýliðafræðsla

Ágæta samstarfsfólk.

Nú geta nýir (sem reyndir) starfsmenn nálgast hlekk hjá næsta yfirmanni á rafræna nýliðafræðslu. Þeir sem ekki hafa fengið slíka fræðslu enn sem komið er, geta einfaldlega sent póst á forstöðumann og óskað eftir að fá hlekkinn sendan til sín. Fræðslan er í heildina rétt rúmar 2 klst. en hún er bútuð niður þannig að hægt er að taka hana í pörtum.

Forstöðumenn eru að sjálfsögðu hvattir til að senda hlekkinn á fræðsluna á nýjan starfsmann um leið og hann hefur störf.

Endilega kíkið á þetta þegar tækifæri gefst.

Með bestu kveðju,

Baldur

Árshátíð Ísafjarðarbæjar - 5. mars 2022

Ágæta samstarfsfólk.

Þá er komin ný dagsetning fyrir árshátíð Ísafjarðarbæjar en hún er fyrirhuguð laugardaginn 5. mars næstkomandi og verður sem fyrr haldin í íþróttahúsinu Torfnesi. Nú vonum við bara að allt gangi að óskum og við getum loksins hist í góðri fleirtölu án hamlandi takmarkana og haft gaman saman.

Ég hef lúmskan grun um að þetta verði einkar góð skemmtun þegar á hólminn er komið og engin(n) verði svikin(n).

Hvet því alla til að taka þennan dag frá og setja sig í startholurnar.  

Mbk. Baldur

 

Árshátíð frestað fram á vor

Ágæta samstarfsfólk.
 
Því miður reynist nauðsynlegt að fresta árshátíð enn og aftur, en fyrirhugað er að halda hana í mars eða byrjun apríl á næsta ári (nánar auglýst síðar). Sökum þess hve stuttur tími líður frá því að nýjar reglur taka gildi (sem óvíst er hverjar verða) og fyrirhuguð árshátíð var sett á, þá álitu skipuleggjendur og skemmtikraftar að það skynsamlegasta í stöðunni væri að fresta. Þau sem búið var að bóka hafa þá tíma til að taka að sér önnur minni verkefni, sem/og við getum þá bókað viðkomandi á nýja dagsetningu í vor.
 
Kannað var hvort möguleiki væri á að allir árshátíðargestir tækju hraðpróf og gætu þar með verið grímulausir á árshátíðinni, en svo reyndist ekki vera.
Lagt hefur verið til að það fjármagn sem annars hefði farið í árshátíð og jólagjafir verði ráðstafað í þágu starfsmanna og hafa forstöðumenn hverrar stofnunar frjálsar hendur hvað það varðar.
 
Mbk. BIJ

 

 

Námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn Ísafjarðarbæjar

Á næstunni er fyrirhugað námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ. Námskeiðið verður haldið föstudaginn 15. október í fundarsal á 2. hæð stjórnsýsluhússins. Starfsmenn geta valið eftir hentugleika hvort þeir mæti annað hvort frá kl. 08.15 til 11.00 eða kl. 13.00 til 15.45.

 

Skoða Námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn Ísafjarðarbæjar nánar

Frestun á árshátíð – Ný dagsetning 6. nóvember 2021

Ágæta samstarfsfólk.

Því miður verðum við að fresta árshátíð sem átti að vera 18. september um stundarsakir, vegna óvissu um takmarkanir. Ný dagsetning hefur hinsvegar verið ákveðin laugardaginn 6. nóvember næstkomandi. Vonandi getum við þá loksins hist og átt góðan dag saman.

Mbk. Baldur

 

Námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn Ísafjarðarbæjar

Á næstunni er fyrirhugað námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ. Námskeiðið verður haldið föstudaginn 11. júní í fundarsal á 2. hæð stjórnsýsluhússins. Starfsmenn geta valið eftir hentugleika hvort þeir mæti annað hvort frá kl. 08.15 til 11.00 eða frá kl. 13.00 til 15.45.

Á námskeiðinu verður stiklað á stóru varðandi ýmsa þætti í starfsemi Ísafjarðarbæjar, s.s. hlutverk starfsmanna og skyldur, skipurit, starfsmannastefnuna, samskipti á vinnustað, Vinnustund o.fl.

Allir nýir starfsmenn og aðrir áhugasamir skrá sig til þátttöku (í samráði við næsta yfirmann) með því að senda póst á baldurjo@isafjordur.is.

 

Með von um góða þátttöku,

Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri

Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2021

Þá er loks komin dagsetning á árshátíð Ísafjarðarbæjar en hún verður haldin laugardaginn 18. september næstkomandi í íþróttahúsinu á Torfnesi.

Við hvetjum alla starfsmenn til að taka daginn frá gera sig klára í gott partý.

Með bestu kveðju,

Baldur

Sumarkveðja

Ágæta samstarfsfólk.
Mig langar að óska ykkur öllum gleðilegs sumars, jafnframt með von um að það verði ykkur happadrjúgt og ánægjulegt í alla staði.
 
Jákvæðar fréttir varðandi bólusetningar gefa tilefni til bjartsýni um að við getum hagað okkar atferli með tiltölulega eðlilegum hætti í sumar. Við munum þó enn þurfa að vera varkár og sinna almennum sóttvörnum en raunar má ætla að þær verði inngreiptar í okkar daglegu rútínu næstu mánuði og jafnvel ár.
 
Það er alveg ljóst að starfsfólk Ísafjarðarbæjar hefur staðið sig með sóma og eins og best verður á kosið hvað átök við Covid varðar. Tel ég mikilvægt að halda því á lofti og vil ég því hrósa starfsfólki Ísafjarðarbæjar sérstaklega fyrir það. Jafnframt koma á framfæri þakklæti þar sem starfsfólk hefur þurft að sýna mikinn sveigjanleika og skilning á þessum tímum. Auðvitað hefur þetta reynt talsvert á og satt best að segja er ekki óeðlilegt að ákveðin þreyta gagnvart ástandinu geti gert vart við sig. Sem fyrr segir horfir þó til bjartari tíma og bendir allt til þess að við náum að sigla út úr þessu innan skamms.
 
Hafið það sem allra best og njótið sumarsins.
 
Með kærri sumarkveðju,
Baldur Ingi Jónasson

Hjólað í vinnuna 2021

Ágæta samstarfsfólk.

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2021 hefjist í nítjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 5. - 25. maí. Opnað verður fyrir skráningu þann 21. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig þá til leiks.

Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi. Þrátt fyrir sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og sinni daglegu hreyfingu. Mikilvægt er fyrir vinnustaði landsins að huga að starfsandanum og er Hjólað í vinnuna góð leið til þess að hressa upp á stemninguna.

Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu ásamt því að vekja athygli á virkum ferðamáta og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Hjólreiðar eru frábær leið til útivistar, frábær hreyfing og þar með góð líkamsrækt. Munum bara að halda góðri fjarlægð á milli annarra hjólreiðarmanna/-kvenna.

Til að fá frekari upplýsingar um skráningu, smellið á fréttina. 

 

Skoða Hjólað í vinnuna 2021 nánar

Fræðslunámskeið fyrir nýja og reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ, 9. október næstkomandi

Á næstunni er fyrirhugað fræðslunámskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ. Er námskeiðið nú með örlítið frábrugðnu sniði, þar sem nýliðar og reynsluboltar koma saman, fá innsýn í reynslu hvors annars og fá fræðslu um ýmsa þætti í starfsemi Ísafjarðarbæjar, s.s. hlutverk starfsmanna og skyldur, skipurit, starfsmannastefnuna, samskipti á vinnustað, Vinnustund o.fl.

Skoða Fræðslunámskeið fyrir nýja og reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ, 9. október næstkomandi nánar

Árshátíð 2020 frestað

Kæra samstarfsfólk,

Árshátíð starfsfólks Ísafjarðarbæjar sem áætlað var að halda 28. mars 2020 hefur verið frestað.

Þar sem lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 er ekki talið áhættunnar virði að stefna saman svo mörgum einstaklingum sem m.a. vinna með og sinna fólki sem falla undir skilgreiningu á viðkvæmum hópum. Starfsfólk Ísafjarðarbæjar vinnur einnig við að sinna lykilinnviðum og þjónustu í samfélaginu sem þarf að vera órofin á öllum stigum almannavarnaástands. Árshátíðinni hefur því verið frestað um óákveðinn tíma.

Með bestu kveðju,  Baldur

Siðareglur starfsmanna Ísafjarðarbæjar

Ágæta samstarfsfólk.

Nú hafa siðareglur fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar verið samþykktar. Reglurnar má nálgast á vef Ísafjarðarbæjar undir „Fyrir starfsmenn“ – „Reglur fyrir starfsmenn“ á eftirfarandi slóð:   https://www.isafjordur.is/static/files/Starfsmannavefur/Reglur/Annad/sidareglur_starfsmanna_isafjardarbaejar.pdf

Skoða Siðareglur starfsmanna Ísafjarðarbæjar nánar

Starfsdagur starfsmanna Ísafjarðarbæjar 24. október 2019

Við minnum á starfsdag Ísafjarðarbæjar fimmtudaginn 24. október 2019, sem fram fer í íþróttahúsinu á Torfnesi milli kl. 12.30 og 16.00.

Að þessu sinni samanstendur starfsdagurinn af stuttum og lifandi fyrirlestrum og verkefnavinnu, með þann megintilgang að stuðla að því að starfsmenn nái góðri stjórn á streitu, líðan, verkefnum og einbeitingu. Gyða Kristjánsdóttir frá Hagvangi mun stýra deginum. 

Við undirstrikum mikilvægi þess að allir starfsmenn Ísafjarðarbæjar mæti, en hér gefst einstakt tækifæri til að hitta annað samstarfsfólk innan bæjarins, deila reynslu og eiga ánægjuríkan dag saman.

Sjáumst hress J

Bæjarstjóri, sviðsstjórar, forstöðumenn og mannauðsstjóri

Við þjónum með gleði til gagns

Námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn Ísafjarðarbæjar - Fimmtudaginn 3. október 2019

Á næstunni er fyrirhugað námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 3. október 2019 í fundarsal á 4. hæð stjórnsýsluhússins.  Starfsmenn geta valið eftir hentugleika hvort þeir mæti annað hvort kl. 08.30 eða kl. 13.30. Námskeiðið stendur yfir í 2,5 klukkustund.

Skoða Námskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn Ísafjarðarbæjar - Fimmtudaginn 3. október 2019 nánar

Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2019

Ágæta samstarfsfólk.

Nú líður senn að árshátíð sem fram mun fara í íþróttahúsinu Torfnesi þann 30. mars næstkomandi. Á vinnustöðum ykkar munu í dag eða á næstu dögum verða hengdar upp auglýsingar og skráningarlisti vegna hátíðarinnar og er þess óskað að starfsmenn ljúki skráningu í síðasta lagi fimmtudaginn 21. mars.

Árshátíðarnefndin vonast að sjálfsögðu til þess að sjá sem flesta, enda verður boðið upp á ljómandi fína dagskrá.  Þá er þarna einstakt tækifæri til að hitta annað samstarfsfólk hjá Ísafjarðarbæ, taka spjallið, segja góðar sögur og skemmta sér.

Við sjáumst hress.

 

Skoða Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2019 nánar

Árshátíð Ísafjarðarbæjar 2019

Árshátíð Ísafjarðarbæjar verður haldin þann 30. mars í íþróttahúsinu á Torfnesi.

Sem fyrr verður boðið upp á skemmtilega dagskrá og góðan mat.  Því hvetjum við að sjálfsögðu alla starfsmenn til að mæta og skemmta sér fram á rauða nótt. 

Sjáumst hress !

Með bestu kveðju - Nefndin

Íþróttastyrkur 2018

Nú fer hver að verða síðastur til að nýta íþróttastyrkinn fyrir árið 2018.  Allir starfsmenn Ísafjarðarbæjar sem ekki hafa nýtt styrkinn nú þegar, eru hvattir til að skella inn umsókn með kvittun. 

Eins og greint er frá á umsóknareyðublaði, þá geta starfsmenn sem ráðnir eru í 50% starfshlutfall eða meira í að minnsta kosti eitt ár, fengið allt að kr. 15.000,- í árlegan íþróttastyrk.

Skoða Íþróttastyrkur 2018 nánar

Námskeið fyrir nýja starfsmenn Ísafjarðarbæjar - 4. október 2018

Námskeið fyrir nýja starfsmenn verður haldið fimmtudaginn 4. október í fundarsal á 4. hæð stjórnsýsluhússins.  Starfsmenn geta valið eftir hentugleika hvort þeir mæti annað hvort milli kl. 08.30 til 11.00 eða milli 13.30 og 16.00.

Nýliðafræðsla

Skoða Námskeið fyrir nýja starfsmenn Ísafjarðarbæjar - 4. október 2018 nánar

Reglur um stuðning við starfsmenn Ísafjarðarbæjar sem stunda fjarnám uppfærðar

Ofangreindar reglur hafa verið uppfærðar en breytingar snúa einkum að því þegar vettvangsnám er hluti af námi. Áhugasamir geta kynnt sér uppfærðar reglur nánar hér.

Námskeið fyrir nýja starfsmenn Ísafjarðarbæjar

Á næstunni er fyrirhugað námskeið fyrir nýja starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 3. maí í fundarsal á 4. hæð stjórnsýsluhússins.  Starfsmenn geta valið eftir hentugleika hvort þeir mæti milli kl. 08.30 til 11.00 eða milli 13.30 og 16.00.

Skoða Námskeið fyrir nýja starfsmenn Ísafjarðarbæjar nánar

Málstofa á vegum Hugarafls og Vesturafls

Málstofa fyrir 18 - 30 ára í Suðurgötu 9 og Árnagötu 2-4 þann 11. maí.

Skoða Málstofa á vegum Hugarafls og Vesturafls nánar
Er hægt að bæta efnið á síðunni?