Íþróttastyrkur 2018
Ágæta samstarfsfólk.
Nú fer hver að verða síðastur til að nýta íþróttastyrkinn fyrir árið 2018. Allir starfsmenn Ísafjarðarbæjar sem ekki hafa nýtt styrkinn nú þegar, eru hvattir til að skella inn umsókn með kvittun.
Eins og greint er frá á umsóknareyðublaði, þá geta starfsmenn sem ráðnir eru í 50% starfshlutfall eða meira í að minnsta kosti eitt ár, fengið allt að kr. 15.000,- í árlegan íþróttastyrk.
Fyrirhugað er síðan á næsta ári að útvíkka styrkinn aðeins frekar, þannig að t.d. verði hægt að skila inn kvittun fyrir íþróttaskóm eða reiðhjóli. Nánari útlistun á því verður kynnt síðar, m.a. á uppfærðu umsóknareyðublaði og á starfsmannavef.
Vil ég að sjálfsögðu hvetja alla til að ýta undir aukna líkamlega- og andlega vellíðan með því að stunda líkamsrækt af einu eða öðru tagi.
Með bestu kveðju,
Baldur I. Jónasson, mannauðsstjóri