AVIA leiðbeiningar fyrir starfsfólk

AVIA er samskipta-, fræðslu- og upplýsingaveita fyrir starfsfólk Ísafjarðarbæjar. Kerfið nýtist sem vettvangur fyrir miðlun upplýsinga innan og milli starfseininga og starfsfólks Ísafjarðarbæjar, er ætlað að efla samskipti og upplýsingaflæði og þannig styrkja liðsandann.

Með því að nýta tæki og tól AVIA er hægt að efla samstarf, bæta verkferla í sameiginlegum verkefnum innan og milli starfseininga Ísafjarðarbæjar, ásamt því að draga úr magni hefðbundinna tölvupósta, símtala og funda.

AVIA er einnig fræðsluvefur, þar sem starfsfólk getur nálgast fjölda áhugaverðra námskeiða og/eða verið skráð á námskeið af yfirmanni. Loks virkar AVIA sem innri vefur bæjarins, þar sem starfsfólk og stjórnendur geta nálgast ýmsar reglur, leiðbeiningar, eyðublöð og skjöl sem nýtast í starfseminni.

Til að komast inn á vefsíðu AVIA, skráir starfsfólk sig inn með rafrænum skilríkjum á innskráningarsíðu.

Hér má svo finna leiðbeiningar um innskráningu í smáforritin AVIA-vinna og AVIA-spjall:

Leiðbeiningar AVIA-vinna / AVIA-spjall


Starfsfólki er ekki skylt að nota AVIA hugbúnaðinn í símtækjum í sinni einkaeigu, en mælst er til þess, enda markmiðum um gott upplýsingaflæði og styrkingu liðsanda best náð ef starfsfólk er almennt virkt á miðlinum og sem flestir nýti sér hann. AVIA býður upp á að starfsfólk geti setið rafræn námskeið og nálgast upplýsingar fljótt og vel, óháð staðsetningu og því henta smáforritin vel fyrir þau sem vinna að jafnaði ekki við tölvu.

Starfsfólk skal þó­ skrá sig inn á AVIA-vefsíðuna og hala niður AVIA-chat forritinu fyrir tölvur, í tækjum sveitarfélagsins og vera virkt þar.

Upplýsingar og skilmálar um notkun starfsfólks Ísafjarðarbæjar á AVIA