Fjölþátta auðkenni
Fjölþátta auðkennið sem umhverfi Microsoft 365 býður upp á notað til þess að gera rafræna innskráningu örugga og er ekki ósvipað rafrænum skilríkjum, þó að tæknin sé önnur.
Markmiðið með fjölþátta auðkenningu er að auka öryggi gagna, notanda og kerfa Ísafjarðarbæjar. Það er gert með því að kalla eftir staðfestingu notanda við innskráningu og þannig tryggja að gögn sveitarfélagsins lendi ekki í röngum höndum.
Fjölþátta auðkenning hjálpar til dæmis ef óprúttinn aðili kemst yfir lykilorðið þitt. Í stað þess að geta skráð sig beint inn í þínu nafni færð þú tilkynningu í símann um að einhver sé að reyna að skrá sig inn og þú getur samþykkt eða hafnað að auðkenningin gangi í gegn.
Hvernig fæ ég fjölþátta auðkenningu?
Fylgdu leiðbeiningunum hér fyrir neðan um hvernig þú færð fjölþátta auðkenningu Microsoft Authenticator í símann þinn. Þegar þú hefur sett upp auðkenninguna getur þú til dæmis skráð þig inn á tölvupóstinn þinn með Microsoft Authenticator smáforritinu í símanum þínum.
Leiðbeiningar um uppsetningu á fjölþátta auðkenningu
Þú þarft: Snjallsíma með Microsoft Authenticator appið. Aðgang að tölvu með internettengingu.
- Byrjum á að ná í smáforrit (app) í snjallsímann sem heitir Microsoft Authenticator í Appstore eða Google Play.
Síðan opnar þú vafrann í tölvunni þinni og ferð á vefsíðuna www.aka.ms/mfasetup og skráir þig inn.
Þarna ertu beðin um að skrá nánari upplýsingar og velur þá Áfram / Next. - Þá ætti að blasa við síða sem heitir Haltu reikningnum þínum öruggum / Keep your account secure.
Þar smellir þú á Áfram / Next þangað til að QR kóði birtist. - Nú ætti QR kóði að blasa við. Þá opnaru Microsoft Authenticator appið í snjallsímanum.
Ef þú ert að nota snjallforritið í fyrsta skipti getur þú mögulega smellt beint á Scan QR code annars þarftu að smella á baunirnar þrjár í efra horninu og smella á Add account og síðan Work or school account.
Skannaðu QR kóðann í símanum og smelltu á Áfram / Next á síðunni. - Nú færð þú prufutilkynningu í símann sem þarf að samþykkja með því að smella á Samþykkja / Approve.
Leiðbeiningar fyrir nýtt snjalltæki
Ef að þú varst að fá þér nýjan síma og hefur enn fullan aðgang í gamla símann þá er almennt hægt að spegla (clone) gamla símann yfir í nýja símann og er það gert þegar þú setur upp nýja símann. Ef þetta er gert þá flyst auðkennið yfir í nýja símann og ætti að virka eins og áður.
Ef gamli síminn er týndur eða ónýtur þarftu að endurstilla auðkenninguna þína. Það er gert eins og þú sért að setja upp fjölþátta auðkenninguna í fyrsta sinn.
iPhone í Android
Endurstilling á fjölþátta auðkenni úr iPhone í Android.
Áður en þú byrjar er gott að fara yfir eftirfarandi hluti á gamla tækinu (iPhone):
- Að tækið sé með næga hleðslu á rafhlöðu.
- Að þú getur aflæst skjánum á tækinu.
- Að síminn sé tengdur Wifi.
Á nýja tækinu (Android)
- Kveiktu á tækinu, veldu Start og tengdu tækið við WiFi.
- Veldu að afrita gögn af öðru tæki.
- Ef það kemur upp spurning um hvort þú sért með kapal veldu þá No cable -> OK.
- Veldu Using an iPhone device.
- Fylgdu leiðbeiningum á skjá um að afrita gögn.
Þetta getur tekið töluverðan tíma og fer allt eftir hversu mikið af gögnum er verið að flytja, bæði myndir og myndbönd sem og forrit.
iPhone í iPhone
Endurstilling á fjölþátta auðkenni úr iPhone í iPhone.
Áður en þú byrjar er gott að fara yfir eftirfarandi hluti á gamla tækinu (iPhone):
- Kveiktu á tækinu
- Vertu viss um að það sé næg hleðsla á tækinu
- Kveiktu á Bluetooth
Á nýja tækinu (iPhone)
- Kveiktu á nýja tækinu og settu það nálægt gamla tækinu.
- Á skjánum á gamla tækinu ætti að birtast boð um að Use your Apple ID to set up new device. Veldu Continue.
Ef þú sérð ekki Continue athugaðu þá hvort kveikt sé á Bluetooth. - Það ætti að birtast mynd á skjánum á nýja tækinu, haltu gamla tækinu yfir nýja og settu myndina í miðjuna á myndavélarammann.
- Bíddu eftir að það komi skilaboð á skjáinn Finish on new device.
Ef þú getur ekki notað myndavélina á gamla tækinu veldu þá Authenticate Manually og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum. - Þegar beðni um passcode kemur upp settu inn skjálykilorðið fyrir gamla símann þinn og fylgdu leiðbeiningunum um að setja upp Face ID eða Touch ID.
- Þegar þú sérð Transfer Data from [nafnið á tækinu þínu] á skjánum veldu þá Continue til að byrja að afrita gögnin á milli tækjanna.
Þú getur líka valið Other Options til að velja hvaða hluti þú vilt afrita. - Hafðu símana nálægt hvorum öðrum og í sambandi við hleðslutæki meðan afritunin er að klárast.
Android í iPhone
Endurstilling á fjölþátta auðkenni úr Android í iPhone.
Þegar þú flytur gögn úr Android yfir í iPhone þarftu að gera það í gegnum app. Ýmis öpp bjóða uppá þetta, leiðbeiningarnar hér eru fyrir app sem heitir Move to iOS sem er í Google Play Store.
- Kveiktu a nýja tækinu (iPhone) og fylgdu leiðbeiningum á skjánum þar til þú kemur að skjánum Apps & Data
Veldu Move Data from Andriod. - Farðu í Google Play Store á gamla tækinu (Android) og settu upp Move to iOS appið.
- Opnaðu Move to iOS. Veldu Continue á báðum tækjum.
- Settu inn 6 stafa kóðann sem birtist á nýja tækinu (iPhone) í gamla tækið (Andriod).
Eftir að kóðinn er settur í gamla tækið mun það tengjast við nýja tækið og ákvarða hvaða gögn verða færð yfir. Veldu Continue. - Veldu Done þegar flutningi er lokið. Afritunin getur tekið töluverðan tíma, það fer eftir magni af gögnum sem verið er að flytja.
- Færðu þig yfir á nýja tækið (iPhone) og veldu Continue Setting Up iPhone til að ljúka uppsetningu.
Mikilvægi réttrar notkunar
Eftir að þú hefur sett upp Microsoft Authenticator á tækinu þínu, er lítið að vanbúnaði til að auka öryggi þitt á netinu. Hins vegar er mikilvægt að nota þetta öryggistæki á réttan hátt til að tryggja hámarksvernd.
Hvenær á að staðfesta innskráningu?
Þegar þú reynir að skrá þig inn í kerfi sem krefst tveggja þátta auðkenningar, til dæmis öll netforrit og þjónustu sem eru hluti af Office 365 pakkanum, mun Microsoft Authenticator senda þér tilkynningu á tækið þitt. Þú ættir aðeins að staðfesta innskráninguna ef þú ert að reyna að skrá þig inn. Ef þú færð tilkynningu um staðfestingu á meðan þú ert ekki að reyna að skrá þig inn er það vísbending um að einhver annar gæti verið að reyna að fá aðgang að reikningi þínum.
Hvað á að gera ef þú færð óvænta beiðni?
- Ekki staðfesta innskráninguna: Ef þú ert ekki að reyna að skrá þig inn, ekki staðfesta innskráninguna í appinu.
- Breyta lykilorðinu þínu: Það er ráðlegt að breyta lykilorðinu á viðkomandi reikningi strax.
- Tilkynna um atvikið: Ef þú færð óvænta beiðni, hafðu samband við okkur strax í gegnum hjálp.isafjordur.is til að tilkynna um atvikið.
Mikilvægi öryggisvitundar
Það er mikilvægt að vera alltaf vakandi fyrir öryggismálum. Tveggja þátta auðkenning er öflugt tól til að vernda þig gegn óviðkomandi aðgangi, en það er einnig mikilvægt að notendur séu meðvitaðir um hvernig og hvenær á að nota það. Með því að fylgja þessum einföldu reglum getur þú hjálpað til við að tryggja öryggi þitt og öryggi upplýsinga þinna á netinu.