Hjólað í vinnuna 2021

Ágæta samstarfsfólk.

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2021 hefjist í nítjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 5. - 25. maí. Opnað verður fyrir skráningu þann 21. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig þá til leiks.

Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi. Þrátt fyrir sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og sinni daglegu hreyfingu. Mikilvægt er fyrir vinnustaði landsins að huga að starfsandanum og er Hjólað í vinnuna góð leið til þess að hressa upp á stemninguna.

Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu ásamt því að vekja athygli á virkum ferðamáta og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Hjólreiðar eru frábær leið til útivistar, frábær hreyfing og þar með góð líkamsrækt. Munum bara að halda góðri fjarlægð á milli annarra hjólreiðarmanna/-kvenna.

Í gegnum árin hefur myndast gríðarlega góð stemmning á vinnustöðum meðan á átakinu stendur. Von okkar er sú að svo verði í ár líka. Þá er um að gera að fara yfir gíra, bremsur, dekk og annan búnað.

Við hvetjum alla starfsmenn til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki.

Að skrá sig til leiks:

1. Farið er inná vef Hjólað í vinnuna, https://hjoladivinnuna.is/ 
2. Smellt er á Innskráning efst í hægra horninu
3. Stofnaðu þinn eigin aðgang með því að skrá þig inn með Facebook eða búðu þér til notendanafn og lykilorð.
4. Velja má á milli þess að stofna vinnustað (þarf að gera ef vinnustaðurinn finnst ekki í fellilista) eða stofna/ganga í lið (þá er búið að stofna vinnustaðinn). Hentugast er að það sé tilgreindur liðsstjóri innan hvers vinnustaðar sem stofnar lið, hvetur samstarfsmenn áfram og heldur utan um skráningu ef svo ber undir.
5. Skráningu lokið

Hér eru keppnisreglur verkefnisins.

Hægt er að nálgast ítarlegar skráningarleiðbeiningar inná vef Hjólað í vinnuna en ef upp koma vandamál við skráningu er hægt að hafa samband við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í síma 514-4000 eða senda tölvupóst á netfangið hjoladivinnuna@isi.is. Þá er auðvitað velkomið að hafa samband við undirritaðan ef einhverjar spurningar vakna.

Með hjólakveðju,

Baldur Ingi Jónasson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?