Fræðslunámskeið fyrir nýja og reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ, 9. október næstkomandi

Á næstunni er fyrirhugað fræðslunámskeið fyrir nýja sem reynda starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ. Er námskeiðið nú með örlítið frábrugðnu sniði, þar sem nýliðar og reynsluboltar koma saman, fá innsýn í reynslu hvors annars og fá fræðslu um ýmsa þætti í starfsemi Ísafjarðarbæjar, s.s. hlutverk starfsmanna og skyldur, skipurit, starfsmannastefnuna, samskipti á vinnustað, Vinnustund o.fl.

Reyndari starfsmönnum verður gefið færi á að miðla stuttlega af reynslu sinni af starfi sínu hjá Ísafjarðarbæ og nýir starfsmenn fá tækifæri til að greina frá því hvað þeir telja mikilvægast við innleiðingu í starf.

Námskeiðið verður haldið föstudaginn 9. október í fundarsal á 2. hæð stjórnsýsluhússins. Starfsmenn geta valið eftir hentugleika hvort þeir mæti annað hvort frá kl. 08.15 til 11.00 eða frá kl. 13.00 til 15.45.

Starfsmenn skrá sig til þátttöku (í samráði við næsta yfirmann) með því að senda póst á baldurjo@isafjordur.is. Vinsamlegast tilgreinið hvort þið mætið fyrir eða eftir hádegi.

Með von um góða þátttöku,

Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?