Nýliðafræðsla

Hér má nálgast nýliðafræðslu sem ætlunin er að allir nýir starfsmenn hjá Ísafjarðarbæ sitji. Einnig er starfsfólki sem þegar hefur nokkra reynslu hjá sveitarfélaginu að sjálfsögðu ávallt velkomið að skoða fræðsluna þegar því hentar.

Þátttakendum er í sjálfsvald sett að sitja fræðsluna á þeim hraða sem hentar. Æskilegast er þó að taka hana í þeirri númeraröð sem listuð er hér að neðan. Þá eru tvö mjög stutt verkefni sem hver og einn þarf að skila til mannauðsstjóra, þegar viðkomandi hefur lokið fræðslunni og skal úrlausnum skilað í netfangið baldurjo@isafjordur.is. Skilin eru þá einnig staðfesting á því að viðkomandi hafi setið námskeiðið.

1. Kynning og yfirlit (03:17 mín)

2. Hlutverk sveitarfélaga (01:59 mín)

3. Skipurit og nefndir (08:00 mín)

4. Vinnustaðir Ísafjarðarbæjar (09:20 mín)

5. Mannauðsstefnan, gildi og hlutverkalýsing (17:52 mín)

6. Hlutverk, réttindi og skyldur starfsmanna (26:06 mín)

7. Viðverustefna og viðverusamtal (03:16 mín)

8. Stéttarfélög og kjarasamningar (01:49 mín)

9. Endur- og símenntun, sjóðir (04:31 mín)

10. Starfsmannasamtöl (01:56 mín)

11. Stefnur (14:19 mín)

12. Álag í starfi (05:06 mín)

13. Samskipti á vinnustað (06:03 mín)

14. Vinnustaðamenning (17:35 mín)

15. Upplýsingamiðlun (03:07 mín)

16. Vinnustund (05:13 mín)

17. Niðurlag (01:39 mín)