Sundlaugar

Fjórar sundlaugar eru í Ísafjarðarbæ; Þingeyrarlaug, Flateyrarlaug, Suðureyrarlaug og Sundhöll Ísafjarðar. Suðureyrarlaug nýtir heitavatnsuppsprettu í nágrenninu og er þess vegna eina utanhússlaugin í sveitarfélaginu. Heitar vaðlaugar eru utanhúss við Flateyrarlaug og heitur pottur við Þingeyrarlaug.

Hægt er að kaupa áskriftarkort, skiptakort og stakan aðgang í sund á kort.isafjordur.is

Verðskrá

Hægt er að kaupa áskriftarkort, skiptakort og stakan aðgang í sund á kort.isafjordur.is

Gjaldskrá sundlauga Ísafjarðarbæjar

Eitt skipti

1.380 kr.

10 skipti

8.270 kr.

30 skipti

19.840 kr.

Árskort

24.250 kr.

Árskort fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja

4.630 kr.

Leiga á handklæði

1.100 kr.

Leiga á sundfötum

1.100 kr.

Heilsupassi: Vetrarkort á skíði og árskort í sund*

42.990 kr.

Gjaldfrjálst er fyrir börn yngri en 18 ára í sundlaugar Ísafjarðarbæjar.
Gjaldfrjálst er fyrir fylgdarfólk fólks með fötlun.
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá 50% afslátt af aðgangi í sund, skíði og líkamsrækt í íþróttamiðstöðvum á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.

Árskort í sundlaugar Ísafjarðarbæjar gilda einnig í sundlaug Bolungarvíkur.

*Með kaupum á Heilsupassa færðu í einum pakka vetrarkort á skíði og árskort í sund þar sem árskort í sund er þá með 50% afslætti. Ekki er veittur afsláttur af skíðakortum og geta árskortshafar í sund því ekki fengið vetrarkort á skíði með afslætti eigi þeir nú þegar gilt árskort í sund

Notendaskilmálar korta

Skilmálar Ísafjarðarbæjar fyrir sölustaði skíðasvæðis og sundlauga
Skíðasvæðin eru tvö og eru staðsett á Seljalandsdal fyrir gönguskíðaiðkendur og í Tungudal fyrir alpaskíða og bretta- iðkendur.
Sundlaugarnar eru fjórar, Sundhöll Ísafjarðar á Austurvegi, Íþróttamiðstöð Flateyri, Íþróttamiðstöð Þingeyri og Íþróttamiðstöð Suðureyri. Árskort í sund gildir einnig í sundlaug Bolungarvíkurkaupstaðar.
Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við sölustaði skíðasvæðis og sundlauga.

  1. SKILGREININGAR
    Eftirtalin hugtök hafa þessa merkingu þar sem þau koma fyrir í skilmálum þessum:
    - Fullorðinn eru einstaklingar sem eru 18 ára og eldri.
    - Skiptakort eru sund- og skíðakort með inneign á ákveðinn fjölda ferða
    - Tímabilskort eru kort sem gefið er út með nafni og kennitölu einstakling er aðeins til einkanota fyrir þann einstakling.
    - Sundkortin veita aðgang að sundlaugum Ísafjarðarbæjar. Skíðakortin veita aðganga að skíðasvæðinu ýmist í Tungudal eða Seljalandsdal.
    -Tímabilskort í sund veita aðgang að sundlaugum Ísafjarðarbæjar og sundlaug Bolungarvíkurkaupstaðar.
    - Líkamsræktarkort veitir aðgang í líkamsræktir á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.
    - Kortin eru sjálfsafgreiðslukort
  2. NOTENDAREGLUR
  • Skiptakort:
    • hægt er að kaupa sundkort/skiptakort með inneign á ákveðinn fjölda ferða.
    • fleiri en einn einstaklingur getur notað skiptakort.
  • Tímabilakort:
    • eru kort sem gefið er út fyrir ákveðinn einstakling og er til einkanota fyrir þann einstakling.
    • eru aðgreind fyrir börn, fullorðna, aldraða og aðra skilgreinda hópa.
    • kortið veitir ótakmarkaðar ferðir yfir fyrirfram skilgreint tímabil.
  1. GJALDSKRÁ
    Ísafjarðarbær gefur árlega út gjaldskrá fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar. Gjaldskrá hvers árs er aðgengileg á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is og hangir uppi á starfsstöðum.
  2. SKILAREGLUR
    Skiptakortum er ekki hægt að skipta yfir í tímabilskort. Ekki er hægt að leggja inn sundkort eða líkamsræktarkort tímabundið. Ekki er boðið upp á framselja tímabilskort á aðra kennitölu. Keypt vetrarkort á skíði eru á ábyrgð kaupanda. Veðurfar og lokanir vegna annarra óviðráðanlegra ástæðna/atvika veita ekki rétt til endurgreiðslu eða afsláttar.
  3. VANEFNDIR, LOKUN KORTA
    Ef korthafi gerist brotlegur við notendareglur samkvæmt skilmálum þessum hefur Fjallabyggð heimild til að afturkalla og loka korti fyrirvaralaust.
  4. GREIÐSLUVANDAMÁL
    Ef vandamál vegna greiðslu koma upp eftirá vegna greiðslu (t.d. vákort) áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntunina.
  5. MISNOTKUN Á KORTUM
    Verði einstaklingur uppvís að því að framvísa/nota tímabilakort sem skráð er á annan einstakling hefur Fjallabyggð heimild til þess að loka viðkomandi korti.
  6. PERSÓNUUPPLÝSINGAR
    Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.

Reglur á sundstöðum

  • Notkun myndavéla og síma er bönnuð í búningsklefum og á laugarsvæði.
  • Gestir skulu þvo sér án sundfata áður en þeir ganga til laugar.
  • Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.
    •  Mest mega vera tvö börn í fylgd hvers, nema um sé að ræða foreldri eða forsjáraðila.
  • Börn eru alltaf á ábyrgð foreldra/forsjáraðila. Ósynd börn skulu vera með armkúta/sundvesti.
  • Miðað er við að börn fari í klefa merkta sínu kyni þann 1. júní það ár sem barnið byrjar í grunnskóla (verður 6 ára).
  • Einstaklingum undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er ekki heimill aðgangur að sund- og baðstöðum.

Nánar í reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum

Sundlaugin á Flateyri

Sundlaug (16 m), nuddpottur, útisána og heitar vaðlaugar utanhúss. Sambyggt íþróttahús og þreksalur.

Engir einkaklefar eru í sundlauginni.

Símanúmer: 450 8460

Staðsetning á korti

Opnunartímar

Vetraropnun, frá 23. ágúst:
Mánudagur: Lokað
Þriðjudagur: 14-20
Miðvikudagur: 14-20
Fimmtudagur: 14-20
Föstudagur: Lokað
Laugardagur: 11-17
Sunnudagur: 11-17

Sumaropnun, frá 2. júní:
Virkir dagar: 10-20
Helgar: 10-17

Breytingar á opnunartíma og aðrar tilkynningar eru settar inn á Facebook-síðu sundlaugarinnar.

Skoða Sundlaugin á Flateyri nánar

Sundlaugin á Suðureyri

Suðureyrarlaug er eina útilaug sveitarfélagsins. Þar er sundlaug (17 m), tveir pottar, vaðlaug, útisána, líkamsrækt og sambyggt íþróttahús sem tengir saman sundlaugina og grunnskólann.

Engir einkaklefar eru í sundlauginni.

Símanúmer: 450 8490

Staðsetning á korti

Opnunartímar

Vetraropnun, frá 23. ágúst:
Mánudagur: 17-20
Þriðjudagur: 16-19
Miðvikudagur: 13-19
Fimmtudagur: 16-19
Föstudagur: Lokað
Laugardagur: 11-17
Sunnudagur: 11-17

Sumaropnun, frá 2. júní:
Opið alla daga frá 11-20

Breytingar á opnunartíma og aðrar tilkynningar eru settar inn á Facebook-síðu sundlaugarinnar.

Skoða Sundlaugin á Suðureyri nánar

Sundhöll Ísafjarðar

Sundhöll Ísafjarðar er elsta laug bæjarins, 16 metra innilaug byggð strax eftir seinna stríð. Við laugina er einn heitur pottur og kalt kar. Í sama húsi er lítill íþróttasalur, en aðal íþróttahús Ísafjarðar er á Torfnesi.

Engir einkaklefar eru í sundlauginni.

Símanúmer: 450 8480

Staðsetning á korti

Opnunartímar

Vetraropnun, frá 23. ágúst:
Mánudagur: 7-8 og 16-21
Þriðjudagur: 7-8 og 16-21
Miðvikudagur: 7-8 og 16-21
Fimmtudagur: 7-8 og 18-21
Föstudagur: 7-8 og 16-21
Laugardagur: 10-17
Sunnudagur: 10-17

Sumaropnun, frá 2. júní:
Virkir dagar: 10-21
Helgar: 10-17

Sánabað:
Aðgangur að sánabaðinu í Sundhöll Ísafjarðar er takmarkaður við annan búningsklefann og er sá klefi því karla- og kvennaklefi til skiptis. Skipulag aðgangs að sánabaðinu er svona:

Kvennaklefi
þriðjudagar
fimmtudagar
sunnudagar
föstudagar í vikum með sléttri tölu (t.d. vika 2, 4, 6 o.s.frv.)

Karlaklefi
mánudagar
miðvikudagar
laugardagar
föstudagar í oddavikum (t.d. vika 1, 3, 5 o.s.frv.)

 

Vikunúmerum má fletta upp á www.vikunúmer.is. 

Skoða Sundhöll Ísafjarðar nánar

Sundlaugin á Þingeyri

Þingeyrarlaug er byggð árið 1995. Laugin er 16,67 m og við laugina er inni- og útipottur. Í sama húsi er íþróttasalur, gufubað og líkamsrækt.

Símanúmer: 450 8470

Staðsetning á korti

Opnunartímar

Vetraropnun, frá 1. september:
Mánudaga-fimmtudaga: 08-10 og 17-21
Föstudaga: 08-10
Helgar: 10-16

Sumaropnun, frá 2. júní:
Virka daga: 8-21
Helgar og rauðir dagar: 10-18

Breytingar á opnunartíma og aðrar tilkynningar eru settar inn á Facebook-síðu sundlaugarinnar.

Skoða Sundlaugin á Þingeyri nánar
Er hægt að bæta efnið á síðunni?