Umhverfisnefnd
156. fundur
156. fundur var haldinn miðvikudaginn 9. október 2002 og hófst kl.17:00
Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
1. Deiliskipulag á Suðureyri.
Tekið fyrir deiliskipulag af Sætúni og Túngötu á Suðureyri. Lagt fram tölvubréf, dags. 2. október s.l. frá Óðni Gestssyni og Edvard Sturlusyni þar sem lagt er til að sett verði hraðahindrun á þjóðveg 65 fyrir neðan Sætún og að sett verði stöðvunarskylda á Sætúnið að norðanverðu. Jafnframt lögð fram bréfaskrif tæknideildar Ísafjarðarbæjar og Vegagerðarinnar vegna umferðar á og við Sætún og bréf lögreglunnar á Ísafirði vegna sama máls.
Umhverfisnefnd leggur til að komið verði til móts við íbúa við Sætún á þann hátt að Túngata og Sætún verði tvístefna en vinstri beigja verði bönnuð úr Sætúni á þjóðveg 65 til vesturs. Umhverfisnefnd leggur ríka áherslu á að gengið verði, sem allra fyrst frá gatnamótum Túngötu og þjóðvega 65, í samræmi við skipulagið.
2. Mjósund 1, Ísafirði.
Lagt fram bréf, dags. 2. október s.l., ásamt teikningum að fyrirhugaðri stækkun húsnæðis Vélsmiðju Ísafjarðar, dags. 29. sept. 2002, eftir Steinþór Bragason, véltæknifræðing.
Erindinu frestað.
3. Aðalgata 59, Suðureyri.
Lagt fram bréf, dags. 3. október s.l. frá Gísla Gunnlaugssyni, þar sem óskað er heimildar til að reisa viðbyggingu við austurgafl hússins að Aðalgötu 59, Suðureyri, skv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða, dags. sept. 2002.
Umhverfisnefnd getur fallist á erindið með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar vegna nálægðar við þjóðveginn.
4. Náttúruvernd ríkisins.
Lagt fram bréf frá Náttúruvernd ríkisins, dags. 24. september 2002, þar sem gerð er grein fyrir dagskrá fundar náttúruverndarnefnda sveitarfélaganna og Náttúruverndar ríkisins sem heldinn verður í Garðabæ 18. og 19. október n.k.
Varaformaður umhverfisnefndar mun sitja fundinn.
5. Stekkjargata 29, Hnífsdal.
Lagt fram bréf dagsett 1. október 2002, þar sem Ásthildur Cesil Þórðardóttir fyrir hönd eigenda að Stekkjargötu 29, Hnífsdal, fer fram á að húseignin verði skráð sem sumarbústaður með vísan til þess að eigendurnir dveljist í húsinu aðeins ca. 6 vikur yfir árið.
Erindinu hafnað þar sem húsið er á skipulögðu íbúðasvæði.
6. Mæliblað fyrir Hlíf 1 og Hlíf 2, Ísafirði.
Lögð fram tillaga að mæliblaði, dags. 7. október 2002, fyrir Hlíf 1 og Hlíf 2 á Ísafirði, en ekki hefur verið gengið frá lóðarleigusamningi vegna húseignarinnar og staðfest mæliblað ekki til.
Umhverfisnefnd samþykkir mæliblaðið.
7. Önnur mál
Rætt um ýmis mál m.a. skógrækt við þérttbýliskjarnana. Umhverfisnefnd stefnir að fundi með formönnum skógræktarfélaga í Ísafjarðarbæ við fyrsta tækifæri.Fleira ekki gerð, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 19:00
Kristján Kristjánsson, formaður. Stefán Brynjólfsson, ritari.
Björgmundur Guðmundsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Jón Svanberg Hjartarson. Jón Reynir Sigurvinsson.
Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.