Umhverfisnefnd

151. fundur

151. fundur haldinn miðvikudaginn 10. júlí 2002 kl.17:00.
Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu, Ísafirði.

Þetta er fyrsti fundur nýrrar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar, en nefndin var kosin á fundi bæjarstjórnar þann 13. júní s.l. og er þannig skipuð.

Aðalmenn:
Kristján Kristjánsson, formaður Kt. 241047-7849 D
Jón S. Hjartarson Kt. 130670-5049 D
Björgmundur Guðmundsson, varaf. Kt. 290474-2959 B
Jón Reynir Sigurvinsson Kt. 021154-3859 B
Sæmundur K. Þorvaldsson Kt. 210656-3769 S
Varamenn:
Jónas Þ. Birgisson Kt. 240372-5419 D
Hafdís S. Hermannsdóttir Kt. 190284-2639 D
Jón Reynir Sigurðsson Kt. 100957-7449 B
Magdalena Sigurðardóttir Kt. 260934-2879 B
Jónína Ó. Emilsdóttir Kt. 301157-5179 S

Þetta var gert:

Kristján Kristjánsson, formaður, setti fundinn og bauð nefndarmenn velkomna til starfa. Björgmundur Guðmundsson var í upphafi fundar kjörinn ritari nefndarinnar, síðan var gengið til dagskrár.

1. Atlastaðir, Fljótavík, umsókn um byggingarleyfi: (2002-06-0017)

Húsfélagið á Atlastöðum í Fljótavík sækir um leyfi skv. bréfi dags. 7. júní 2002 til að byggja viðbyggingu við húsið Atlastaði í Fljótavík. Um er að ræða forstofu sem byggð verður yfir núverandi sólpall.

Umhverfisnefnd fellst á þessa framkvæmd enda er tilgreint í stefnumörkun friðlandsins á Hornströndum að heimilt sé að stækka þau hús sem þegar eru byggð.

2. Göngustígur frá Engjavegi niður á Seljalandsveg: (2002-06-0010)

Lagt fram bréf dags. 31. maí 2002 frá húseigendum að Engjavegi 17 og 19 og Seljalandsvegi 20 og 22 á Ísafirði, þar sem þeir óska eftir að gerður verði göngustígur milli Seljalandsvegar 20-22 og Engjavegar 17-19, vegna átroðnings á lóðum viðkomandi húsa. En nemendur menntaskólans og aðrir sem búa á Engjavegi og Urðarvegi stytta sér leið um umræddar lóðir. Eigendur lóðanna eru tilbúinir að láta eftir hluta lóða sinna til þessarar framkvæmdar.

Tæknideild falið að leggja fram greinargerð um málið.

3. Nýr lóðarleigusamningur fyrir eignir Póls hf. (2002-06-0023)

Lagt fram bréf dags. 11. júní 2002 þar sem óskað er eftir endurskoðun á gildandi lóðarleigusamningum eigna Póls hf., að Sindragötu 10 og Njarðarsundi 2, Ísafirði. Fyrirhuguð er samnýting lóðanna en nú er töluverður óþarfa gegnumakstur sem truflar starfsemi fyrirtækisins. Póls hf. fer fram á að kvöð, um umferðarrétt milli Sindragötu 10 og Njarðarsunds 2 að Mjósundi 1, Ísafirði, verði felld úr gildi.
Á upphaflegu skipulagi þessa svæðis (þ.e. milli Mjósunds, Njarðarsunds og Sindragötu), sem er frá 1983, hefur verið gert ráð fyrir óráðstöfuðu land milli þessara lóða sem virðist hafa átt að tryggja aðgang að Mjósundi 2 að sunnanverðu.
Bæjarstjórn samþykkti í júlí 1984 stækkun lóðanna að Sindragötu 10 og Njarðarsundi 2, þ.e. hluti af þessu óráðstafaða landi og kvöð um umferðarrétt á þessar lóðir sem tekur gildi, ef af stækkun Vélsmiðju Ísafjarðar verður til suðvesturs.

Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu en óskar umsagnar hafnarstjórnar og afstöðu Vélsmiðju Ísafjarðar til þess að umrædd kvöð verði felld úr gildi.

4. Samningur Ísafjarðarbæjar og Framkvæmdasjóðs Skrúðs. (2002-04-0070)

Tilkynning bæjarráðs Ísafjarðarbæjar um gerð samnings við Framkvæmdasjóð Skrúðs dags. 6. júní 2002, um nýtt fyrirkomulag um rekstur Skrúðs. Breytingin felst í því að Framkvæmdanefnd Skrúðs er lögð niður og starfssvið hennar fært til umhverfissviðs Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar

5. Afgreiðslur á 123. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar:

Á fundi bæjarstjórnar 6. júni s.l., var fjórum liðum fundargerða umhverfisnefndar vísað til bæjarráðs, þ.e.

a) 2. tl. 149. fundar (lóðarstækkun Aðalstræti 1 á Þingeyri),
b) 3. tl. 149. fundar (lóðarúhlutun Sindragötu 16 til Múrkratfs),
c) 1. tl. 150. fundar (anddyri að Sólgötu 7),
d) 5. tl. 150. fundar (lóðarstækkun gamla barnaskólans á Skeiði).

Bæjarráð vísar síðan ofangreindum liðum úr 149. og 150. fundargerðum umhverfisnefndar til nefndarinnar að nýju.

Þá frestaði bæjarstjórn ákvarðanatöku varðandi deiliskipulagið á Suðureyri og samþykkt að boða til opins fundar á Suðureyri um skipulagsmál með bæjarráði og umhvefisnefnd.

Varðandi a) lið þá bendir umhverfisnefnd á að með þessari lóðastækkun er verið að fækka almennum bílastæðum um 2, en hins vegar er nægur fjöldi bílastæða fyrir félagsheimilið innan 150 metra fjarlægðar.
Varðandi b) lið þá liggur fyrir að með þessari lóðarúthlutun er ekki verið að ganga á það landsvæði sem hefur verið ætlað fyrir safnasvæðið í Neðstakaupstað, enda hér um endurúthlutun þessarar lóðar að ræða þar sem fyrri lóðarhafi hefur fallið frá byggingaráformum á lóðinni. Fyrir liggur eftirfarandi álit forsvarsmanna Byggðasafns Vestfjarða, sbr. bréf dags. 10. júlí 2002: "Það er álit Byggðasafns Vestfjarða að með nýtingu umræddrar lóðar sé ekki þrengt um of að starfssvæði safnsins. Um leið viljum við þó minna á að á svæðinu fer fram starfsemi á sviði menningar og ferðaþjónustu og því mikilvægt að nánustu nágrannar taki tillit til þess og haldi allri mengun í lágmarki, hvort sem um er að ræða loft-, hljóð- eða sjónmengun."
Varðandi c) lið þá hefur ekkert komið fram sem er þess valdandi að umhverfisnefnd breyti afstöðu sinni.
Varðandi d) lið þá felur umhverfisnefnd sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.

Þá leggur umhverfisnefnd til að fundur um skipulagsmál á Suðureyri verði haldinn mánudaginn 22. júlí n.k.

6. Styrkir vegna erfiðra vetrarsamgangna: (2002-06-0004)

Lagt fram bréf samgönguráðuneytis dags. 22. maí 2002 þar sem kynntar eru væntanlegar breytingar á fyrirkomulagi styrkveitinga vegna erfiðra vetrarsamgangna. Ef framhald verður á fjárveitingu til þessara styrkveitinga munu væntanlegir styrkhafar þurfa að senda inn umsókn undir ákveðnum styrkreglum.

Erindinu vísað til Tæknideild til frekari úrvinnslu.

7. Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhús í landi Efrihvamms í Dýrafirði:

Lögð fram umsókn frá Kristmundi Finnbogasyni, dags. 28. júní, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhús í landi Efrihvamms í Dýrafirði, skv. teikning Pálmars Kristmundssonar, arkitekts. Fram kemur í umsókninni að húsið hafi verið flutt frá Súðavík árið 1997.

Umhverfisnefnd fellst á tilvist hússins þar sem það var sett niður fyrir gildistöku skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

8. Umsókn um lóðarstækkun að Sindragötu 1:

Lagt fram bréf, dags. 18. júní frá Miðfelli hf, þar sem farið er fram á lóðarstækkun lóðar- innar að Sindragötu 1 sem nemur lóðarræmu milli Sindragötu 1 og 3.

Umhverfisnefnd getur ekki fallist á þessa lóðarstækkun þar sem gera þarf ráð fyrir gönguleið á höfnina án þess að fara yfir einkalóðir. Hinsvega þarf slíkur göngustígur ekki að vera breiðari en 3 metrar og því hægt að stækka lóðina að Sindragötu 1 um ca. 3 metra til suðvesturs.

Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu en óskar umsagnar hafnarstjórnar um erindið

9. Auglýsingastandur á lóðinni að Hafnarstræti 17, Ísafirði.:

Grenndarkyningu, sbr. 148. fund, lauk 13. júní og barst engin athugasemd.

Í ljósi þessa leggur umhverfisnefnd til að heimilað verði að setja upp auglýsingastandinn á lóðinni. Staðsetning verði í samráði við Tæknideild. Samningur verði gerður við Björgunar- félag Ísafjarðar um lóðarafnot til 10 ára.

10. Afgreidd mál bygingarfulltrúa:

11. Gistiheimili að Hrannargötu 8a, Ísafirði.

Lagt fram bréf sýslumannsins á Ísafirði, dags. 28. júní 2002, þar sem, óskað er umsagnar bæjaryfirvalda á umsókn Kristjáns Í. Sigurðssonar, dags. 28. júní 2002, um leyfi til reksturs gistiheimilis að Hrannargötu 8a, Ísafirði.

Umhverfisnefnd telur að rekstur gistiheimilis á þessum stað samrýmist gildandi deiliskipulagi. Hins vegar er ekki hægt að fallast á breytta notkun hússins án undangenginnar grenndarkynningar sem byggingarfulltrúa er falið að framkvæma.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 19:30

Kristján Kristjánsson, formaður. Sigurður Mar Óskarsson.

Björgmundur Guðmundsson. Jón Reynir Sigurvinsson.

Sæmundur K. Þorvaldsson. Jón S. Hjartarson.