Umhverfisnefnd

141. fundur

141. fundur var haldinn miðvikudaginn 28. nóvember 2001, kl.17:00
Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu, Ísafirði

1. Sindragata 10, Ísafirði.

Örn Ingólfsson f.h. Póls h.f. sækir með erindi dags. 19. nóvember 2001, um stækkun á framleiðsluaðstöðu Póls h.f. að Sindragötu 10, Ísafirði, skv. meðfylgjandi teikningum gerðum af Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 11.01. Um er að ræða breikkun á upphaflegu húsi á lóðinni um 6 metra annarsvegar og 5 metra hinsvegar.

Umhverfisnefnd óskar eftir að fram fari grenndarkynning.

2. Hreggnasi 3, Hnífsdal.

Bæjarstjóri f.h. bæjarráðs óskar með erindi dags. 21. nóvember 2001, eftir heimild umhverfisnefndar til niðurrifs á húseigninni að Hreggnasa 3, Hnífsdal.

Umhverfisnefnd heimilar niðurrif hússins enda geri Húsafriðunarnefnd ríkisins ekki athugasemd við framkvæmdina.

3. Öldugata 1b, Flateyri.

Lagt fram afrit að bréfi byggingarfulltrúa til eiganda húseignarinnar að Öldugötu 1b, Flateyri, dags. 16. nóvember 2001, þar sem farið er fram á að framkvæmdir við klæðningu húseignarinnar að Öldugötu 1b, Flateyri, verði stöðvaðar.

Lagt fram til kynningar.

4. "Gamla íbúðarhúsið" á jörðinni Felli í Dýrafirði.

Bergur Torfason óskar með bréfi dags. 23. nóvember 2001, eftir heimild umhverfisnefndar til að skrá sem séreign hans 5000 fm lóð af jörðinni Felli í Dýrafirði, ásamt "Gamla íbúðarhúsinu", sem þar stendur, skv. meðfylgjandi afstöðumyndum.

Umhverfisnefnd samþykkir erindið.

5. Úrskurður um skipulags- og byggingarmál.

Bæjarstjóri f.h. bæjarráðs vísar með erindi dags. 21. nóvember 2001, bréfi Samb. ísl. sveitarf. dags. 7. nóvember s.l, þar sem vakin er athygli á hjálögðum úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 31. okt. s.l. varðandi fyrirhugaða skógrækt í landi Litlu- Fellsaxlar í Skilamannahreppi, til umhverfisnefndar.

Lagt fram til kynningar.

6. Skipting húss að Hafnarbakka 2, Suðureyri.

Lagður fram eignaskiptasamningur fyrir Hafnarbakka 2 á Suðureyri, en skv. honum verður húsinu ásamt viðbyggingu skipt í tvær eignir.

Umhverfisnefnd samþykkir skiptingu hússins.

7. Skipulagsmál íbúðabyggðar á Tunguskeiði.

Rætt um skipulagsskilmála fyrir hverfið. Byggingarfulltrúa falið að ræða við Elísubetu Gunnarsdóttur, skipulagsarkitekt hverfisins.

8. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.

a) Fagrihvammur, Ísafirði:
Garðskáli 9 fm við Fagrahvamm, Ísafirði.
b) Sundstræti 21 og 23, Ísafirði:
Niðurrif á skúrum við Sundstræti 21 og 23, Ísafirði.

9. Fjárhagsáætlun 2002.

Rætt um fjárhagsáætlun 2002.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 18:30

Kristján Kristjánsson, formaður. Stefán Brynjólfsson, ritari.

Jóna Simonía Bjarnadóttir. Kristinn Jón Jónsson.

Sigurður Þórisson. Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.

Jónína Emilsdóttir. Sigurður Mar Óskarsson.