Umhverfisnefnd
90. fundur
90. fundur var haldinn miðvikudaginn 11. ágúst 1999 kl. 17.00, fundarstaður fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
1. Vegagerðin Dagverðardal:
Árni Traustason f.h. Vegagerðarinnar á Ísafirði sækir með erindi dags. 30. júlí s.l. um heimild til að reisa viðbyggingu við skrifstofu hús Vegagerðarinnar á Dagverðardal skv. m.f. uppdráttum gerðum af Manfreð Vilhjálmssyni, arkitekt, dags. 23. júlí 1999.
Erindið samþykkt. Formaður situr hjá við afgreiðslu málsins.
2. Sindragata 16 til 18 Ísafirði:
Hallvarður Aspelund, Urðarvegi 80, Ísafirði og Jón Björnsson, Digranesvegi 56, Kópavogi, sækja með erindi dags. 26. júlí 1999 um lóðina Sindragötu 16 til 18 undir verslunar og skrifstofuhúsnæði.
Á 88. fundi umhverfisnefndar þann 8. júlí sl. var samþykkt breytt landnotkun reits sem afmarkast af Sindragötu 16 - 18 úr verslunar- þjónustu- og íbúðasvæði í hafnarsvæði, sem var staðfest á 157. fundi bæjarráðs þann 12. júlí sl..
Skv. gr. 4.8 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 er hafnarsvæði skilgreint "á hafnarsvæðum tengist landnotkun fyrst og fremst hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð fiskvinnlu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skípasmíði eða viðgerðum.
Almennt skal ekki gera ráð fyrir íbúðum á hafnarsvæðum. Þó er í undantekningar- tilvikum, unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdum starfsemi fyrirtækja, s.s. fyrir húsverði."
Í ljósi þessa getur umhverfisnefnd ekki fallist á erindið.
3. Bessastaðir Dýrafirði, minnisvarði:
Lagt fram bréf bæjarstjóra f.h. bæjarráðs dags. 27. júlí 1999 þar sem erindi Sigríðar Ingimarsdóttur dags. 15. júlí 1999 um heimild til að reisa minnisvarða í landi Lækjarós, (áður Bessastaðir) er vísað til umhverfisnefndar. Skriflegt samþykki landeigenda liggur fyrir.
Framkvæmdin heimiluð, enda upplýst á fundinum að Vegerðin fallist á tengingar við þjóðveg og muni kosta gerð bílastæða.
Lagt er til að bæjarsjóður beri kostnað að gerð stígs að minnisvarða og bæjar- verkfræðingi falið að finna fjármagn til framkvæmdarinnar.
4. Gleiðahjalli, ofanflóðavarnir:
Lagt fram bréf bæjarstjóra f.h. bæjarráðs dags. 27. júlí 1999 þar sem bréfi umhverfis- ráðuneytis dags. 19. júlí 1999 vegna úttektar á vörnum undir Gleiðahjalla er vísað til umhverfisnefndar.
Lagt fram til kynningar.
5. Bráðamengun sjávar, ráðstefna:
Lagt fram bréf bæjarstjóra f.h. bæjarráðs dags. 27. júlí 1999 þar sem bréfi umhverfis- ráðuneytisins um ráðstefnu um bráðamengun sjávar 15. október nk. er vísað til umhverfisnefndar. Bréfið var einnig sent Hafnarstjórn.
Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að fulltrúi frá Ísafjarðarbæ sæki ráðstefnuna.
6. Náttúruvernd ríkisins, fundur:
Lagt fram bréf Stefáns Benediktssonar f.h. Náttúverndar ríkisins þar sem kynntur er fundur með öllum náttúruverndum af landinu þann 1. og 2. október nk.
Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að fulltrúi frá Ísafjarðarbæ sæki ráðstefnuna.
7. Alviðra, gisti-, veitinga- og greiðasöluleyfi.:
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, Ólafs Helga Kjartanssonar dags. 28. júlí 1999 þar sem óskað er umsagnar um veitingu leyfis til handa Helga Árnasyni og Jónu Björk Kristjánsdóttur, Alviðru, Dýrafirði, um heimild til að reka gistiheimili, veitingastofu og greiðasölu á Alviðru, Dýrafirði.
Umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við erindið fyrir sitt leiti.
8. Sútarabúðir Grunnavík, gistiskáli:
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, Ólafs Helga Kjartanssonar dags. 26. júlí 1999 þar sem óskað er umsagnar um veitingu leyfis til handa Jóni Friðrik Jóhannssyni til reksturs gistiheimilis á Sútarabúðum í Grunnavík.
Áður en umhverfisnefnd getur tekið afstöðu til erindisins þurfa bygginga- nefndaruppdrættir að koma fyrir nefndina.
9. Hrafnseyri Arnarfirði, gisti- og veitingasöluleyfi:
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, Ólafs Helga Kjartanssonar dags. 29. júlí 1999 þar sem óskað er umsagnar um veitingu leyfis til handa Eiríks F Greipssonar f.h. Hrafneyrarnefndar, til reksturs gistiskála, veitingastofu og greiðasölu á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við erindið fyrir sitt leiti.
10. Skipeyri, efnistaka.
Lagt fram afrit af bréf bæjarstjóra dags. 30. júlí til Björgunar ehf., Sævarhöfða 13, Reykjavík, vegna veitingar leyfis til að leita að malarefni við Skipeyri.
Umhverfisnefnd fellst á að gerðar verði rannsóknir á eðli og umfangi á efnisnámi við Skipeyri, enda verði þær gerðar undir stjórn bæjarverkfræðings og eðlilegt afgjald komi til af nýtanlegu efni.
11. Hótel Edda, Núpi Dýrafirði:
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, Ólafs Helga Kjartanssonar dags. 4. ágúst 1999 þar sem óskað er umsagnar um veitingu leyfis til handa Tryggva Guðmundssyni f.h. Flugleiðahótels hf., til reksturs gistiskála, veitingastofu og greiðasölu að Núpi, Dýrafirði.
Umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við erindið fyrir sitt leiti.
12. Sandar í Dýrafirði:
Guðbjörn Charlesson f.h. Flugmálastjórnar sækir með erindi dags. 11. ágúst 1999 eftir heimild til efnistöku á allt að 27.000 rúmmetrum úr Sandá í Dýrafirði.
Í 2.mgr. 47.gr. Náttúrverndarlaga nr. 44/1999 segir ;"Öll efnistaka á landi og af eða úr hafsbotni innan netlag er háð framkvæmdarleyfi hlutaðaeigandi sveitarstjornar, sbr. 27. gr. skipualgs- og byggingarlaga, nr. 73/1997.
Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt aðalskipulag, sem Náttúrvernd ríkisins og náttúvruverndarnefnd hefur gefið umsögn sína um , sbr. 33. gr., skal liggja fyrir umsögn þeirra um framkvæmdina áður en leyfi er veitt. Enn fremur gilda um efnistöku á landi og af eða úr hafsbotni innan netlaga, ákvæði laga um rannsókir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 58/1998. "
Umhverfisnefnd leggur til að erindið verði samþykkt enda liggi fyrir samþykki Nátúruverndar ríkisins, Veiðmálastjóra, landeiganda Hóla í Dýrafirði og eðlilegt afgjald komi til. Fyrirhuguð efnistaka verði í samráði við bæjarverkfræðing.
13. Garðaskoðun:
Lagðar fram tillögur garðyrkjustjóra Ísafjarðarbæjar dags. 6. ágúst 1999, aðtilnefningu að veitingu viðurkenningar fyrir garða.
Aukafundur vegna garðaskoðunar verður nk. mánudag kl. 17.00.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 18:35
Kristján Kristjánsson, formaður. Kristján Finbogason, slökkviliðsstjóri.
Sigurður Þórisson. Sigríður Bragadóttir.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson. Ármann Jóhannesson, bæjarverkfræðingur, ritari
Kristinn Jón Jónsson.