Ísafjarðarbær

Umhverfisnefnd

 

70. fundur haldinn miðvikudaginn 16. september kl. 17.00 [1998]

Fundarstaður: Fundarsalur bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu, Ísafirði

Fjarverandi aðalmaður:

Kristján Kristjánsson.

Dagskrá:

1. Golfskáli í Tungudal:

Tryggvi Guðmundsson, Hafnarstræti 1 Ísafirði, f.h. Golfklúbbs Ísafjarðar sækir með erindi dags. 11. sept. 1998 um heimild til að reisa golfskála við svæði Golf- klúbbsins skv. m.f. uppdráttum.

Erindinu frestað og óskað fullnaðarteikninga.

Framlagt mæliblað dags. í júlí 1998 samþykkt.

Bent er á að samhliða byggingu nýs golfskála þarf að gera breytingar á vegi inn að tjaldstæði.

2. Skíðavegur á Seljalandsdal:

Gísli Eiríksson f.h. Vegagerðarinnar á Dagverðardal sækir með erindi dags. 31. ágúst 1998 um heimild til að byggja veg frá skíðalyftu á Seljalandsdal upp á Harðar- skálaflöt skv. uppdráttum af Seljalandsdal. Gert er ráð fyrir að vegurinn verði byggður úr efni sem er á staðnum. Eftir efnistöku verður svæðið ásamt fláum jafnað og sáð í það svo sem venja er hjá Vegagerðinni.

Erindið samþykkt enda verði hann lagður í samræmi við skipulagstillögu.

3. Skíðasvæðið Seljalandsdal:

Tryggvi Guðmundsson, Hafnarstræti 1, Ísafirði, f.h. áhugamanna um byggingu skíðalyftu á Seljalandsdal, leggur fram drög að samkomulagi um uppsetningu á skíðalyftu á Seljalandsdal, sem nái upp í "skál" og er í framhaldi af þeirri sem nú er í fjallinu.

Umhverfisnefnd samþykkir að skíðalyftan verði reist, en telur að samninur um lyftuna sé ekki í verksvið umhverifsnefndar.

4. Sumarbústaðir Tunguskógi, vegagerð:

Lagt fram bréf bæjarritara, Þorleifs Pálssonar, f.h. bæjarráðs dags. 1. sept. 1998 þar sem erindi þriggja sumarbústaðaeiganda í Tunguskógi, en þar er óskað eftir því að Ísafjarðarbær geri akvegi að sumarbústöðum þeirra í Túnguskógi, er vísað til umhverfisnefdar.

Umhverfisnefnd telur ekkert því til fyrirstöðu að Ísafjarðarbær sjái um framkvæmd vegalagningar að þessum bústöðum, enda greiði sumarbústaðareigendurnir allan kostnað sem af framkvæmdinni hlýst.

5. Sorpbrennslan Funi, opnunartími:

Lagt fram bréf Einars Hreinssonar, Urðarvegi 27, dags. ágúst 1998, þar sem hann lýsir óánægju með opnunartíma gámasvæðisins við Funa.

Gámasvæði sorpbrennslunnar er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 10.00 til 21.00, og laugardaga og sunnudaga frá 13.00 til 18.00. Sérstakur vaktmaður er á svæðinu mánudaga til föstudaga frá kl. 10.00 til 19.00 og laugardaga frá kl. 13.00 til 18.00.

Umhverfisnefnd sér ekki ástæðu til að breyta ofangreindum opnunartíma gámasvæðis, vegna kostnaðar sem af því hlýst.

6. Sorpbrennslan Funi, viðhaldsvinna:

Rætt um fyrirsjáanlega rekstrarstöðvun á Funa vegna viðhaldsvinnu og brennslu á sorpi á Skarfaskeri meðan sú rekstrarstöðvun varir.

Fleira ekki gert, fundagerð upplesin og fundi slitið kl. 18.50

 

Sigurður Þórisson, varaformaður

Sigríður Bragadóttir

Ármann Jóhannesson, bæjarverkfræðingur

Kristján Finnbogason, slökkviliðsstjóri

Stefán Brynjólfsson, ritari

Kristinn Jón Jónsson

Sæmundur Kr. Þorvaldsson