Menningarnefnd

47. fundur

 

 

Ár 1999, fimmtudaginn 9. september, hélt menningarnefnd fund í fundarsal bæjarstjórnar í stjórnsýsluhúsinu. Fundur hófst kl. 16:30. Mættir voru undirritaðir.

Fyrir tekið:

1. Bréf frá bæjarverkfræðingi.

Lagt fram bréf frá bæjarverkfr. v/ upplýsingar um útilistaverk bæjarins og verkið "Úr álögum" eftir Einar Jónsson sem bærinn hefur fengið að gjöf.

Nefndin leggur til að verkið verði flutt til bæjarins og undirbúin uppsetning þess. Nefndin óskar eftir kostnaðaráætlun tæknideildar v/ uppsetningu verksins.

2. Bréf frá Sunnukórnum.

Lagt fram bréf frá Sunnukórnum v/ Grænlandsferð, þar sem upplýst er að ekkert verði af ferðinni.

3. Bréf frá Agli Egilssyni : Fjöllistahópur á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Agli Egilssyni þar sem fram kemur, að styrk Menningarráðs til Fjöllistahópsins hafi verið skilað, enda varð ekkert af hátíðinni.

4. Erindi frá Myndbæ hf.

Afgreitt sem tilkynning.

5. Erindi frá Samtökum forstöðumanna almenningsbókasafna.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf frá Brunabótafélagi Íslands, dags. 7. júlí.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands v/styrktarsjóð EBÍ.

7. Önnur mál:

Tilkynning: Alþjóðlegt dúkkusafn á Flateyri - fram kom að þetta safn hefur þegar verið sett upp í gamla sparisjóðnum á Flateyri.

Nefndin vekur athygli á því að 46. fundur menninganefndar 1. júlí s.l., hafi ekki verið á dagskrá bæjarstjórnar 3. sept. s.l. eins og eðlilegt væri.

Farið yfir afgreiðslu ýmissa mála í fundargerðum bæjarráðs v/ málefni, sem að mati nefndarinnar heyra undir hana. Rætt um verkefni nefndarinnar og menningarfulltrúa.

Nefndin samþykkir eftirfarandi bókun:

Bæjaryfirvöld hafa að undanförnu ítrekað tekið mál, sem heyra undir starfssvið menningarnefndar, til endanlegrar afgreiðslu án þess að menningarnefnd hafi fengið þau til umfjöllunar og umsagnar svo sem vera ber.
Menningarnefnd mótmælir þessum vinnubrögðum og fer fram á að stjórnskipulag bæjarins sé virt þannig að öllum málum, sem heyra undir starfssvið menningarnefndar, verði vísað til nefndarinnar áður en til endanlegrar afgreiðslu þeirra kemur.

Tilkynnt að skrifstofa menningarfulltrúa hefði verið flutt í stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.

Nefndin fagnar þessum áfanga.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

  

Inga Ólafsdóttir, formaður

Kristján Haraldsson

Jóna Benedikstdóttir   Rósa B. Þorsteinsdóttir

Jón Ottó Gunnarsson     Þórlaug Ásgeirsdóttir

Jóhann Hinriksson, ritari.