Hafnarstjórn
50. fundur
50. fundur í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar, haldinn í Hafnarhúsinu á Ísafirði
12. júní 2001.
Fundargerð ritaði Halldór Halldórsson bæjarstjóri. Óðinn Gestsson boðaði
forföll, ekki náðist að boða varamann í hans stað.
1. Hafnaraðstaða á Ísafirði fyrir ferðaþjónustubáta.
Tekið fyrir bréf bæjarstjóra til hafnarstjórnar dags. 31. maí
s.l. þar sem fjallað er um ákvörðun hans til bráðabirgða um aðstöðu fyrir
ferðaþjónustubáta Hornstranda ehf við flotbryggju og lóðsbryggju. Lagt er til í
bréfinu að farið verði í stefnumótunarvinnu varðandi framtíðaraðstöðu fyrir
ferðaþjónustubáta sem og aðra báta í Ísafjarðarhöfn.
Einnig voru lögð fram afrit af bréfi bæjarstjóra til Hornstranda ehf, dags. 31. maí
s.l., bréf Hornstranda ehf til hafnarstjórnar dags. 1. júní s.l. en í því er farið
fram á að ákvörðun bæjarstjóra verði hnekkt. Þá voru lögð fram afrit af bréfi
Hornstranda ehf til bæjarstjóra, dags. 31. maí s.l. og yfirlit yfir áætlunarferðir
ferðaþjónustubáta á Ísafirði.
Formaður hafnarstjórnar reifaði málið út frá stefnumótun sem
nauðsynlegt er að fara í.
Bæjarstjóri útskýrði feril málsins frá því hann kom að því þar til
ákvörðun lá fyrir. Einnig sagði hann frá vinnu hafnarvarða við að endurraða
smábátum við flotbryggju og merkja þá á stæði.
Töluverð umræða varð um málið í heild sinni.
Hafnarstjórn staðfesti ákvörðun bæjarstjóra varðandi aðstöðu fyrir Hornstrandir ehf með þeim fyrirvara að farið verði í stefnumótunarvinnu. Hafnarstjórn felur bæjarstjóra og formanni hafnarstjórnar að hefja vinnu við undirbúning stefnumótunar.
2. Stjórn Hafnarsambands sveitarfélaga.
Lagðar fram fundargerðið 242. og 243. fundar stjórnar. Einnig lögð fram
gjaldskrá fyrir hafnir dagsett í samgönguráðuneytinu 7. febrúar s.l.
Stuðst við þessa gjaldskrá í gjaldskrám hafna Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
3. Siglingastofnun - mat vegna óveðurs 12. janúar s.l.
Mat stofnunarinnar er að tjónið er að upphæð 5,4 millj. kr. Hafnarráð tók erindi hafnarstjóra vegna tjónsins fyrir á fundi sínum 28. mars s.l. og samþykkti með skilyrði um að Siglingarstofnun fari yfir málið og að Ísafjarðarbær leiti einnig til Viðlagatrygginga vegna tjónsins.
Hafnarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir að Viðlagatrygging bæti það tjón sem fellur undir þá tryggingu, sú umsögn verði unnin í samstarfi við Siglingastofnun.
4. Þórshafnarhrepur tjón á hafnarkanti.
Lagt fram afrit af bréfum Þórshafnarhrepps til Siglingastofnunar vegna tjóns. Fleiri gögn fylgja bréfinu sem tengjast þessu máli. Þórshafnarhreppur sendir erindi sín til kynningar til annarra sveitarfélaga þar sem um mál er að ræða sem hefur tekið óvenjulega langan tíma í afgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.
5. Go-Kart braut.
Bæjarstjóri upplýsti um stöðu málsins frá síðasta fundi hafnarstjórnar. Tæknideild hefur skoðað málið og niðurstaða verður líklega sú að ekki gangi upp að vera á Ásgeirsbakka með Go-Kart.
Hafnarstjórn felur bæjarstjóra og tæknideild að vinna áfram að málinu. Ítrekað er að hafnarstjórn er jákvæð fyrir aðstöðusköpun fyrir Go-Kart en skilyrði er að þeir sem eru í næsta nágrenni samþykki slíka aðstöðu.
6. Stjórnun hafnarsviðs í veikindaleyfi hafnarstjóra.
Formaður og bæjarstjóri fóru yfir reynsluna undarfarinn mánuð. Hafnarstjórn telur rétt að halda sama kerfi áfram og láta tímann skera úr um reynslu af því.
7. Önnur mál.
Lögð voru fram drög að reglugerð fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar. Hafnarstjórn samþykkti að reglugerðin verði fullunninn sem hluti af stefumótunarvinnu skv. lið nr. 1 í þessari fundargerð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45
Ragnheiður Hákonardóttir Ásvaldur Magnússon
Jóhann Bjarnason Halldór Halldórsson
Már Óskarsson