Félagsmálanefnd

243. fundur.

Árið 2005, þriðjudaginn 1. febrúar kl. 16:30 kom félagsmálanefnd saman á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Védís J. Geirsdóttir, Gréta Gunnarsdóttir, Sigrún Gerða Gísladóttir og Hörður Högnason.
Jafnframt mættu Skúli Sigurður Ólafsson, Iðunn Antonsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

1. Skóla- og fjölskyldustefna Ísafjarðarbæjar.

Iðunn Antonsdóttir kynnti nefndinni stefnumótunarvinnu við gerð fjölskyldustefnu Ísafjarðarbæjar. Nefndin vann verkefni þar að lútandi. Ákveðið að vinnufundur nefndarinnar verði haldinn laugardaginn 12. febrúar n.k., þar sem Iðunn mun leiða vinnuna.

Iðunn vék af fundi að lokinni umfjöllun um þennan lið, kl. 17:30.

2. Félagslegar leiguíbúðir.

Lagðir fram minnispunktar starfsmanns vegna hugmynda, sem upp hafa komið um að Skóla- og fjölskylduskrifstofa leigi íbúðir af Fasteignum Ísafjarðarbæjar fyrir ákveðna skjólstæðinga sína. Starfsmanni falið að útfæra hugmyndirnar í samræmi við umræður á fundinum.

3. Trúnaðarmál.

Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.

4. Önnur mál.

A. Rætt um jafnréttisráðstefnu. Félagsmálanefnd telur sér ekki fært að standa að ráðstefnunni að óbreyttu.

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:25.

 

Kristjana Sigurðardóttir, formaður.

Védís J. Geirsdóttir. Gréta Gunnarsdóttir.

Sigrún Gerða Gísladóttir. Hörður Högnason.

Margrét Geirsdóttir. Skúli Sigurður Ólafsson.