Barnaverndarnefnd

60. fundur

Árið 2005, fimmtudaginn 15. september kl. 9.30, hélt barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum fund á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu.
Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Björn Jóhannesson, Védís Geirsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir og Kristrún Hermannsdóttir. Auk þess sat fundinn Anna V. Einarsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Fundarritari: Anna V. Einarsdóttir.

1. Trúnaðarmál

Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.

2. Skilgreiningar og flokkun í barnaverndarmálum – 2005-08-0021.

Dr. Freydís J Freysteinsdóttir hefur útbúið fyrir Barnaverndarstofu skilgreiningar- og flokkunarkerfi í barnaverndarmálum, SOF kerfið. Barnaverndarstofa hefur ákveðið að taka SOF kerfið í notkun og hefur sent eintök af SOF kerfinu til starfsmanna barnaverndarnefnda.

Lagt fram til kynningar

3. Skýrsla yfir stöðu barnaverndarmála – 2004-12-0033.

Skýrsla Barnaverndarstofu þar sem fram kemur staða barnaverndarmála á fyrstu sex mánuðum ársins 2005.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:30.

 

Laufey Jónsdóttir, formaður.

Björn Jóhannesson. Védís Geirsdóttir.

Kristrún Hermannsdóttir. Helga Sigurjónsdóttir.

Anna Valgerður Einarsdóttir