Barnaverndarnefnd
55. fundur
Árið 2005, fimmtudaginn 2. júní kl. 9.30, hélt barnaverndarnefnd
á norðanverðum Vestfjörðum fund í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðar í
Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Helga Sigurjónsdóttir, Björn Jóhannesson,
Kristrún Hermannsdóttir og Sigríður Bragadóttir. Auk þess sátu fundinn Anna
Valgerður Einarsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar
og Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Fundarritari: Anna Valgerður Einarsdóttir.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir greindi frá stöðu mála í gerð handbókar barnaverndarmála. Lögð fram drög að umboði og verklagsreglum starfsmanna í barnavernd.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum samþykkir, að til reynslu verði unnið eftir framlögðu umboði og verklagsreglum starfsmanna í sex mánuði, frá 1. september 2005 til loka febrúar 2006.
Lögð fram drög að bréfi til Eignahaldsfélags Brunabótafélags Íslands, þar sem gerð er grein fyrir hvernig styrk fá félaginu, til gerðar handbókar barnaverndarmála, hefur verið varið.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:20.
Laufey Jónsdóttir, formaður.
Sigríður Bragadóttir. Kristrún Hermannsdóttir.
Helga Sigurjónsdóttir. Björn Jóhannesson.
Anna Valgerður Einarsdóttir. Ingibjörg María Guðmundsdóttir.