Frí námskeið fyrir starfsfólk í Verkalýðsfélagi Vestfjarða

Nú vorum við að fá þær ágætu fréttir að þeir sem eru í Verkalýðsfélagi Vestfjarða geta sótt sér námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni þeim að kostnaðarlausu. Þetta á við öll þau námskeið sem metin eru sem starfsþróun. Við hvetjum allt starfsfólk sem er í VerkVest að fylgjast með námskeiðum sem í boði eru.  

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum er enn að vinna í sínum samning en vonast er til að sú vinna sé á loka metrunum.